Síða 2 af 2

Re: Þyrlusumar

Póstað: 4. Maí. 2012 18:27:39
eftir knutur
[quote=Ingþór]Nú lýst mér á þig! en ertu ekki enþá þarna útí sveit[/quote]

Jú jú ef sveit skal kalla :)

Re: Þyrlusumar

Póstað: 5. Maí. 2012 11:53:25
eftir Spitfire
Ingþór og aðrir þyrlukappar, ef þið væruð til í að skreppa aðeins til Patreksfjarðar þá væri möguleiki á að þyrluflugmönnum myndi fjölga í sumar. Málið er að einn af okkar félagsmönnum í Módelsmiðjunni á Thunder Tiger Raptor 50 sem honum áskotnaðist ásamt ansi góðum aukahlutapakka og JR X-378 fjarstýringu. Gallinn er sá að enginn okkar hefur vit, þekkingu eða reynslu á þyrluflugi, og væri því smá hjálp vel þegin.

Þyrlan sjálf hefur lítið flogið, mótorinn í toppstandi, malar eins og kettlingur sem komist hefur í rjómabirgðir heimilisins, og það eina þarf er kennari með nabblastreng sem gengur í JR sendinn, smá tíma, og endar vonandi með góðu þyrluflugsumri :D

Læt fylgja með nokkrar myndir af græjunni:

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Þyrlusumar

Póstað: 5. Jún. 2012 21:24:28
eftir Einar Ó
Sælir allir Einar heiti ég og er að byrja í þessu sporti.
Þessi er alveg að verða glár. T REX 500.
https://picasaweb.google.com/1008595588 ... 20520Yrlan
Mynd Mynd

Re: Þyrlusumar

Póstað: 6. Jún. 2012 02:11:32
eftir Guðjón
Þetta er án efa ein flottasta þyrla landsins!

Re: Þyrlusumar

Póstað: 2. Júl. 2013 22:45:22
eftir Ingimundur
Sæll Ingþór.
Ég á Raptor 50 V2 þyrlu, og hef sáralítið flögrað henni því mig vantar kennara sem kann að stilla hana svo hún fljúgi vel.
Þyrlan er í fínu lagi og hermirinn sem ég á er þrælgóður, í honum er ég að æfa mig og fer svo með vélina upp á Wembley til að prófa.
Kveðja
Ingimundur Andrésson
Patreksfirði.