Super Stearman smíði
Re: Super Stearman smíði
Vildi að ég hefði fattað að nota lóðbolta á götin á mustangnum, þetta er snilld
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Super Stearman smíði
bara ekki nota fína lóðboltann. Plastið skemmir spíssinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Super Stearman smíði
Jæja
Ég hélt áfram með neðri vænginn og kláraði hann. Ég límdi pinnana í frambrúnina þar sem búið var að gera göt fyrir þá. veljulega eru slíkir pinnar úr 8 til 10 mm harðviðardíl, en núna sá ég í fyrsta sinn pinna úr plasti:
Það síðasta sem ég þurfti að gera við neðri vænginn (fyrir utan að setja í hann servó og svoleiðis) var að setja styrktarplötu fyrir vængboltana. Ég setti límband utanum svæðið sem hún á að stija á svo að lím gubbaðist ekki út á filmuna, bræddi filmuna burt með lóðboltanum og límdi svo plötuna á sinn stað.
Neðri vængurinn var fljótgerður, bara líma hann saman með bitann í. Engin aðhalli, bara leggja hann flatan á brettið og fergja með módeltímaritum þar til allt er hart.
Á meðan vængurinn var að taka sig stökk ég örlítið fram og aftur í leiðbeiningunum og flýtti fyrir mér. Þetta efni sem hér sést á að verða box fram í nefið fyrir ballest:
Þegar búið er að líma þetta saman verður úr þessu fallegt og snyrtilegt box sem ætti að geta tekið við þó nokkru magni af blýi. Þegar ég er búinn að setja módelið saman með mótor, þá tékka ég á ballestinni og ef ég þarf að nota boxið, þá ætla ég að setja glerfíber utanum það til að gera þeð sterkara.
Hérna er annað sem ég hef ekki séð áður. Handfang til að bera módelið. Þetta er alveg hreint brilljant hugmynd.
Þegar þetta er allt komið saman verður úr þessu handfang sem skrúfast á skrokkstífurnar fyrir efri vænginn og N-stífurnar festast með þannig að ekkert verður eftir þegar maður fer að fljúga. Það er þá heldur engin hætta á að stífurnar verði fyrir hnjaski í flutningum. Hérna sést þar sem ég er að líma þetta saman. Ég notaði Partýgafla til að láta götin standast á.
Þegar ég fór að meðhöndla skrokkinn tók ég eftir örlitlu gati sem hafði komið á filmuna á hægri hlið hans:
Ég setti smá bút af hvítri filmu yfir þetta gat og vona að enginn taki eftir því
Ég setti hjólastellið undir og skrúfaði það á með öllum boltunum sem fylgdu. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli setga skrúfulím á boltana, svo ég gerðiþað. Þegar búið er að líma botnplötuna á með sílikonlími er engin leið að herðaboltana ef þeir losna, svo það er líklega best að gera eins og fyrir mann er lagt.
Stellið er feikna fallegt, gert úr áli sem húðað er með glerfíber sem búið er að steypa í rétt form fyrir flugvélina. Ég tek eftir því núna að ég er ekki með neina mynd af því, en ég redda því á morgun.
Það tekur smá tíma að stilla stélið á þessu módeli. Leiðbeiningarnar segja ekkert um það að maður eigi að stilla vænginn fyrst, það er bara gengið út frá því að hann fitti rétt á. Þessi gerði það ekki. Ég á eftir að laga hann til. Ég þarf að sverfa aðeins innan úr boltagötunum á vængnum og snúa honum nokkra millimetra. Ég tók eftir þessu þegar ég var búinn að gera raufina fyrir stélið og fór að mæla:
Hérna er ég búinn að stilla stélinu í, en ekki farinn að líma. Mig langaði bara til að sjá hvort þetta væri ekki farið að líkjast flugvél.
Ég hélt áfram með neðri vænginn og kláraði hann. Ég límdi pinnana í frambrúnina þar sem búið var að gera göt fyrir þá. veljulega eru slíkir pinnar úr 8 til 10 mm harðviðardíl, en núna sá ég í fyrsta sinn pinna úr plasti:
Það síðasta sem ég þurfti að gera við neðri vænginn (fyrir utan að setja í hann servó og svoleiðis) var að setja styrktarplötu fyrir vængboltana. Ég setti límband utanum svæðið sem hún á að stija á svo að lím gubbaðist ekki út á filmuna, bræddi filmuna burt með lóðboltanum og límdi svo plötuna á sinn stað.
Neðri vængurinn var fljótgerður, bara líma hann saman með bitann í. Engin aðhalli, bara leggja hann flatan á brettið og fergja með módeltímaritum þar til allt er hart.
Á meðan vængurinn var að taka sig stökk ég örlítið fram og aftur í leiðbeiningunum og flýtti fyrir mér. Þetta efni sem hér sést á að verða box fram í nefið fyrir ballest:
Þegar búið er að líma þetta saman verður úr þessu fallegt og snyrtilegt box sem ætti að geta tekið við þó nokkru magni af blýi. Þegar ég er búinn að setja módelið saman með mótor, þá tékka ég á ballestinni og ef ég þarf að nota boxið, þá ætla ég að setja glerfíber utanum það til að gera þeð sterkara.
Hérna er annað sem ég hef ekki séð áður. Handfang til að bera módelið. Þetta er alveg hreint brilljant hugmynd.
Þegar þetta er allt komið saman verður úr þessu handfang sem skrúfast á skrokkstífurnar fyrir efri vænginn og N-stífurnar festast með þannig að ekkert verður eftir þegar maður fer að fljúga. Það er þá heldur engin hætta á að stífurnar verði fyrir hnjaski í flutningum. Hérna sést þar sem ég er að líma þetta saman. Ég notaði Partýgafla til að láta götin standast á.
Þegar ég fór að meðhöndla skrokkinn tók ég eftir örlitlu gati sem hafði komið á filmuna á hægri hlið hans:
Ég setti smá bút af hvítri filmu yfir þetta gat og vona að enginn taki eftir því
Ég setti hjólastellið undir og skrúfaði það á með öllum boltunum sem fylgdu. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli setga skrúfulím á boltana, svo ég gerðiþað. Þegar búið er að líma botnplötuna á með sílikonlími er engin leið að herðaboltana ef þeir losna, svo það er líklega best að gera eins og fyrir mann er lagt.
Stellið er feikna fallegt, gert úr áli sem húðað er með glerfíber sem búið er að steypa í rétt form fyrir flugvélina. Ég tek eftir því núna að ég er ekki með neina mynd af því, en ég redda því á morgun.
Það tekur smá tíma að stilla stélið á þessu módeli. Leiðbeiningarnar segja ekkert um það að maður eigi að stilla vænginn fyrst, það er bara gengið út frá því að hann fitti rétt á. Þessi gerði það ekki. Ég á eftir að laga hann til. Ég þarf að sverfa aðeins innan úr boltagötunum á vængnum og snúa honum nokkra millimetra. Ég tók eftir þessu þegar ég var búinn að gera raufina fyrir stélið og fór að mæla:
Hérna er ég búinn að stilla stélinu í, en ekki farinn að líma. Mig langaði bara til að sjá hvort þetta væri ekki farið að líkjast flugvél.
Síðast breytt af Gaui þann 9. Mar. 2023 16:35:21, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Ég tek eftir því að þú notar rjómagula Titebond, en ekki venjulega mjólkurhvíta íslenska Grip límið. Reynist þér Titebond betur? það er líklega harðara og auðveldara að slípa það niður.
Aðrir kostir?
Aðrir kostir?
Re: Super Stearman smíði
Aðrir kostir við Titebond er að það er fyrr að þorna. Ég get skellt saman hlutum með límið á milli, skellt á það nokkrum klemmum og fimm mínútum síðar er þetta nokkuð fast og ég get haldið áfram að vinna með það.
Svo átti ég bara þessa túpu og notaði hana
Svo átti ég bara þessa túpu og notaði hana
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Eru þetta tíðniklemmurnar sem þú notar til að pressa saman í límingunni? nei bara pæling....
mbk
Tóti
mbk
Tóti
Re: Super Stearman smíði
Sæll Þórir -- tíðniklemmurnar nýtast í ýmislegt
Annars hefur hellingur gengið á í kvöld. Ég rétti vænginn af og fór síðan að fitta stélflötinn á. Það kom fljótlega í ljós að stélflöturinn sat alls ekki rétt ef ég setti stélkambinn niður í raufina sem er á fletinum. Raufin er semsagt ekki alveg á réttum stað og ég varð að skafa aðeins úr henni til að koma fletinum þar sem hann þarf að vera:
Síðan gat ég merkt fyrir stöðu stélflatarins í skrokknum og rifið filmuna af þar sem límingin á að koma:
Síðan makaði ég lími í raufina og setti stélflötinn á sinn stað. Ég mæli venjulega allt tvisvar á meðan ég er að stila þessu upp til að allt sitji eins og það á að gera. Síðan setti ég títuprjóna til að halda öllu saman á sínum stað svo það fari ekki á neitt flakk. Einnig er gott að setja smá Zap í raufina til að grípa strax og halda á meðan epoxýið er að harðna.
Þegar stélflöturinn var orðinn harður var komið að stélkambinum. Hann fer oní rauf á stélfletinum og límist þar. Aðal málið er að hann standi við rétt horn miðað við stélflötinn:
Á meðan límið undir stélkambinum var að harðna ákvað ég að gera eitthvað til að flýta fyrir. Ég fékk mér svarta málningu og málaði flugmannsklefana svarta. Ég set rofann í gólfið á öðrum klefanum þegar ég fæ hann.
Flugmennirnir fengu líka smávegis andlitslyftingu. Þeir eru með svakalega fín heyrnartól, en enga hljóðnema, svo ég klippti smá búta af 2mm álsuðuvír og stakk þeim í heyrnartólið öðru megin svo þeir litu út eins og hljóðnemar. Ég held það hafi tekist ágætlega:
Þegar stélkamburinn var fastur setti ég hæðarstýrin á:
Síðan var röðin komin að stélhjólinu. Það er afar einfalt, bara vír sem er festur við stélpóstinn og liggur upp í hliðarstýrið:
Svo límdi ég hliðarstýrið á:
Þetta skotgengur og efri vængurinn ætti að komast á á næstu dögum.
Annars hefur hellingur gengið á í kvöld. Ég rétti vænginn af og fór síðan að fitta stélflötinn á. Það kom fljótlega í ljós að stélflöturinn sat alls ekki rétt ef ég setti stélkambinn niður í raufina sem er á fletinum. Raufin er semsagt ekki alveg á réttum stað og ég varð að skafa aðeins úr henni til að koma fletinum þar sem hann þarf að vera:
Síðan gat ég merkt fyrir stöðu stélflatarins í skrokknum og rifið filmuna af þar sem límingin á að koma:
Síðan makaði ég lími í raufina og setti stélflötinn á sinn stað. Ég mæli venjulega allt tvisvar á meðan ég er að stila þessu upp til að allt sitji eins og það á að gera. Síðan setti ég títuprjóna til að halda öllu saman á sínum stað svo það fari ekki á neitt flakk. Einnig er gott að setja smá Zap í raufina til að grípa strax og halda á meðan epoxýið er að harðna.
Þegar stélflöturinn var orðinn harður var komið að stélkambinum. Hann fer oní rauf á stélfletinum og límist þar. Aðal málið er að hann standi við rétt horn miðað við stélflötinn:
Á meðan límið undir stélkambinum var að harðna ákvað ég að gera eitthvað til að flýta fyrir. Ég fékk mér svarta málningu og málaði flugmannsklefana svarta. Ég set rofann í gólfið á öðrum klefanum þegar ég fæ hann.
Flugmennirnir fengu líka smávegis andlitslyftingu. Þeir eru með svakalega fín heyrnartól, en enga hljóðnema, svo ég klippti smá búta af 2mm álsuðuvír og stakk þeim í heyrnartólið öðru megin svo þeir litu út eins og hljóðnemar. Ég held það hafi tekist ágætlega:
Þegar stélkamburinn var fastur setti ég hæðarstýrin á:
Síðan var röðin komin að stélhjólinu. Það er afar einfalt, bara vír sem er festur við stélpóstinn og liggur upp í hliðarstýrið:
Svo límdi ég hliðarstýrið á:
Þetta skotgengur og efri vængurinn ætti að komast á á næstu dögum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Sælir aðdáendur.
Því miður verð ég að færa slæmar fréttir: ég gerði heilmikið í módelinu í kvöld, eins og þeir sem komu í skúrinn til mín sáu, og ég tók helling af myndum af því sem ég gerði. En þegar ég ætlaði að hlaða myndunum inn, þá sagði myndavélin "hingað og ekki lengra" og harðneitaði að láta nokkuð af hendi. Ég verð að fara með minniskortið úr myndavélinni í vinnuna á morgun og draga myndirnar af því með haldafli. Skýrsla um smíð kvöldsins verður því að bíða til morguns.
Svona til að halda ykkur volgum, þá kom Þröstur í skúrinn til mín og færði mér alls konar dót, eins og servó, móttakara og feiknlega flottan mótor sem ég er búinn að fitta í.
Skjáumst á morgun.
Því miður verð ég að færa slæmar fréttir: ég gerði heilmikið í módelinu í kvöld, eins og þeir sem komu í skúrinn til mín sáu, og ég tók helling af myndum af því sem ég gerði. En þegar ég ætlaði að hlaða myndunum inn, þá sagði myndavélin "hingað og ekki lengra" og harðneitaði að láta nokkuð af hendi. Ég verð að fara með minniskortið úr myndavélinni í vinnuna á morgun og draga myndirnar af því með haldafli. Skýrsla um smíð kvöldsins verður því að bíða til morguns.
Svona til að halda ykkur volgum, þá kom Þröstur í skúrinn til mín og færði mér alls konar dót, eins og servó, móttakara og feiknlega flottan mótor sem ég er búinn að fitta í.
Skjáumst á morgun.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Super Stearman smíði
Sæll Gaui
Þetta er ansi skemmtileg myndasyrpa hjá þér og fín gæði í myndunum. Mér sýnist að þú gætir orðið atvinnumaður í slíkum smíðum og útskýringum á þeim. Ég tala nú ekki um þegar Þrösturinn kemur með Stöffið.
Keep up the good work þarna fyrir norðan.
Kv
Magnús K
Þetta er ansi skemmtileg myndasyrpa hjá þér og fín gæði í myndunum. Mér sýnist að þú gætir orðið atvinnumaður í slíkum smíðum og útskýringum á þeim. Ég tala nú ekki um þegar Þrösturinn kemur með Stöffið.
Keep up the good work þarna fyrir norðan.
Kv
Magnús K
Re: Super Stearman smíði
Jæja, þá eru myndirnar komnar á sinn stað og ég get haldið áfram
Næsta mál á dagskrá var að setja efri vænginn á. Það fylgja með ansi veigamiklar baulur fyrir N-stífurnar og ég byrjaði á að setja þær á bæði efri og neðri vænginn. Þeim er fest með sexkantboltum og ég geri ráð fyrir að það verði þeir sem eru seinnameir losaðir af til að taka efri vænginn af.
N-stífurnar eru síðan settar á þessar baulur með stjörnu-haus-boltum og nælonróm.
Næst þurfti ég að setja skrokkstífurnar á, en þá kom upp vandamál. Ein festingin var greinilega ekki alveg rétt, þ.e. hún hafði ekki verið beygð í rétt horn:
Þetta gat auðvitað ekki gengið, svo ég setti stóra og sterka töng á stífuna og reyndi að beygja festinguna eins og hin er. Þetta gekk ágætlega þar til nægileg spenna myndaðist í stýfunni sjálfri og epoxý-formunin á henni brotnaði. Ég var einmitt hræddur um að þetta gerðist og reyndi að fara extra varlega, en því miður gerðist þetta samt. Smá stykki brotnaði af og annar hluti losnaði upp.
Ég límdi stykkið á aftur og set fylliefni og málningu á þetta síðar svo það verði eins og nýtt.
Nú fór efri vængurinn á og ég kíkti að hann væri réttur með því að láta skrokkinn standa á nefinu og bera síðan saman efri og neðri vængi. Þeir virtust vera alveg samhliða, svo ég gat haldið áfram og fest skrokkstýfurnar endanlega með skrúfum.
Þröstur kom með mótor í módelið, OS 120S-E fjórgengismótor, alveg gullfallegt stykki sem passar eins og flís í feita vinnukonu í þetta módel. Ég gat því skrúfað mótorfestinguna sem fylgir á eldvegginn og borið mótorinn að. Til að merkja almennilega á mótorfestinguna setti ég smá málaralímband á hana, setti mótorinn nákvæmlega þar sem sagt er að hann skuli vera og merkti síðan í gegnum götin á honum með tússpenna.
Ég boraði götin í 4,5mm og snittaði síðan fyrir 5mm boltum. Það fylgja með 8-32 boltar fyrir þetta, en þar sem ég á ekki snitttappa í tommumáli, þá skipti ég.
Það er auðvelt að snitta í þessar plast-fíber mótorfestingar og maður þarf ekki dýra eða öfluga snitttappa til þess -- dótið sem fæst í ódýra lagernum dugar á þetta. Maður getur síðan látið boltana ná í gegn og sett nælonró á þá til að halda þeim sérlega fast. Hér er mótorinn kominn í:
Það síðasta sem ég gerði í gærkvöldi var að setja handfangið á. Þetta er alveg hreint "brilljant" hugmynd, gerir auðveldara að halda á módelinu, ver skrokkstífurnar og passar uppá N-stífurnar.
Hér sést svo hvernig handfangið hjálpar til þegar maður fer að raða servóum í skrokkinn og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá. Engin hætta á skemmdum!
Ég byrja hugsanlega á að setja servóin í í kvöld. Stay Tuned
Næsta mál á dagskrá var að setja efri vænginn á. Það fylgja með ansi veigamiklar baulur fyrir N-stífurnar og ég byrjaði á að setja þær á bæði efri og neðri vænginn. Þeim er fest með sexkantboltum og ég geri ráð fyrir að það verði þeir sem eru seinnameir losaðir af til að taka efri vænginn af.
N-stífurnar eru síðan settar á þessar baulur með stjörnu-haus-boltum og nælonróm.
Næst þurfti ég að setja skrokkstífurnar á, en þá kom upp vandamál. Ein festingin var greinilega ekki alveg rétt, þ.e. hún hafði ekki verið beygð í rétt horn:
Þetta gat auðvitað ekki gengið, svo ég setti stóra og sterka töng á stífuna og reyndi að beygja festinguna eins og hin er. Þetta gekk ágætlega þar til nægileg spenna myndaðist í stýfunni sjálfri og epoxý-formunin á henni brotnaði. Ég var einmitt hræddur um að þetta gerðist og reyndi að fara extra varlega, en því miður gerðist þetta samt. Smá stykki brotnaði af og annar hluti losnaði upp.
Ég límdi stykkið á aftur og set fylliefni og málningu á þetta síðar svo það verði eins og nýtt.
Nú fór efri vængurinn á og ég kíkti að hann væri réttur með því að láta skrokkinn standa á nefinu og bera síðan saman efri og neðri vængi. Þeir virtust vera alveg samhliða, svo ég gat haldið áfram og fest skrokkstýfurnar endanlega með skrúfum.
Þröstur kom með mótor í módelið, OS 120S-E fjórgengismótor, alveg gullfallegt stykki sem passar eins og flís í feita vinnukonu í þetta módel. Ég gat því skrúfað mótorfestinguna sem fylgir á eldvegginn og borið mótorinn að. Til að merkja almennilega á mótorfestinguna setti ég smá málaralímband á hana, setti mótorinn nákvæmlega þar sem sagt er að hann skuli vera og merkti síðan í gegnum götin á honum með tússpenna.
Ég boraði götin í 4,5mm og snittaði síðan fyrir 5mm boltum. Það fylgja með 8-32 boltar fyrir þetta, en þar sem ég á ekki snitttappa í tommumáli, þá skipti ég.
Það er auðvelt að snitta í þessar plast-fíber mótorfestingar og maður þarf ekki dýra eða öfluga snitttappa til þess -- dótið sem fæst í ódýra lagernum dugar á þetta. Maður getur síðan látið boltana ná í gegn og sett nælonró á þá til að halda þeim sérlega fast. Hér er mótorinn kominn í:
Það síðasta sem ég gerði í gærkvöldi var að setja handfangið á. Þetta er alveg hreint "brilljant" hugmynd, gerir auðveldara að halda á módelinu, ver skrokkstífurnar og passar uppá N-stífurnar.
Hér sést svo hvernig handfangið hjálpar til þegar maður fer að raða servóum í skrokkinn og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá. Engin hætta á skemmdum!
Ég byrja hugsanlega á að setja servóin í í kvöld. Stay Tuned
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði