Jæja
Ég hélt áfram með neðri vænginn og kláraði hann. Ég límdi pinnana í frambrúnina þar sem búið var að gera göt fyrir þá. veljulega eru slíkir pinnar úr 8 til 10 mm harðviðardíl, en núna sá ég í fyrsta sinn pinna úr plasti:
Það síðasta sem ég þurfti að gera við neðri vænginn (fyrir utan að setja í hann servó og svoleiðis) var að setja styrktarplötu fyrir vængboltana. Ég setti límband utanum svæðið sem hún á að stija á svo að lím gubbaðist ekki út á filmuna, bræddi filmuna burt með lóðboltanum og límdi svo plötuna á sinn stað.
Neðri vængurinn var fljótgerður, bara líma hann saman með bitann í. Engin aðhalli, bara leggja hann flatan á brettið og fergja með módeltímaritum þar til allt er hart.
Á meðan vængurinn var að taka sig stökk ég örlítið fram og aftur í leiðbeiningunum og flýtti fyrir mér. Þetta efni sem hér sést á að verða box fram í nefið fyrir ballest:
Þegar búið er að líma þetta saman verður úr þessu fallegt og snyrtilegt box sem ætti að geta tekið við þó nokkru magni af blýi. Þegar ég er búinn að setja módelið saman með mótor, þá tékka ég á ballestinni og ef ég þarf að nota boxið, þá ætla ég að setja glerfíber utanum það til að gera þeð sterkara.
Hérna er annað sem ég hef ekki séð áður. Handfang til að bera módelið. Þetta er alveg hreint brilljant hugmynd.
Þegar þetta er allt komið saman verður úr þessu handfang sem skrúfast á skrokkstífurnar fyrir efri vænginn og N-stífurnar festast með þannig að ekkert verður eftir þegar maður fer að fljúga. Það er þá heldur engin hætta á að stífurnar verði fyrir hnjaski í flutningum. Hérna sést þar sem ég er að líma þetta saman. Ég notaði Partýgafla til að láta götin standast á.
Þegar ég fór að meðhöndla skrokkinn tók ég eftir örlitlu gati sem hafði komið á filmuna á hægri hlið hans:
Ég setti smá bút af hvítri filmu yfir þetta gat og vona að enginn taki eftir því
Ég setti hjólastellið undir og skrúfaði það á með öllum boltunum sem fylgdu. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli setga skrúfulím á boltana, svo ég gerðiþað. Þegar búið er að líma botnplötuna á með sílikonlími er engin leið að herðaboltana ef þeir losna, svo það er líklega best að gera eins og fyrir mann er lagt.
Stellið er feikna fallegt, gert úr áli sem húðað er með glerfíber sem búið er að steypa í rétt form fyrir flugvélina. Ég tek eftir því núna að ég er ekki með neina mynd af því, en ég redda því á morgun.
Það tekur smá tíma að stilla stélið á þessu módeli. Leiðbeiningarnar segja ekkert um það að maður eigi að stilla vænginn fyrst, það er bara gengið út frá því að hann fitti rétt á. Þessi gerði það ekki. Ég á eftir að laga hann til. Ég þarf að sverfa aðeins innan úr boltagötunum á vængnum og snúa honum nokkra millimetra. Ég tók eftir þessu þegar ég var búinn að gera raufina fyrir stélið og fór að mæla:
Hérna er ég búinn að stilla stélinu í, en ekki farinn að líma. Mig langaði bara til að sjá hvort þetta væri ekki farið að líkjast flugvél.