Hvað er að DA 50cc mótornum?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir einarak »

#5611 Gasket, cylinder base
#5541 Gasket, carburetor base
#5542 Gasket, carb spacer to case
#5549 Reed valve rubber retainer
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Nei, ég hafði ekki tíma til að heimsækja hann í þetta skipti, hefði orðið dagsferð sem ég hafði ekki tíma fyrir, stórfjölskyldan vildi gera eitthvað annað en að sitja í bíl í 3-4 tíma. Hafa greinilega ekki skilning á mikilvægi þessa máls, :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Gaui »

Og vinnan tók ekki nema 20 mínútur -- snöggir aððí þjóðverjar!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Agust »

Inni í blöndungnum er oft lítil sía, jafnvel fleiri en ein. Þær eiga það til að stíflast:

http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm

Byrjar svona:

"Walbro carbs are (by nature) very stable and dependable. Once your engine broken-in, you shouldn't need to mess with the carb. If you find yourself having to re-tune or you use the choke more often than usual, there's a problem. 75% of the time, the problem can be traced to the internal filter screen. These screens are super-fine mesh and easily clog.

The first and most obvious sign of a clogged screen is, your engine is running lean on the topend, and requires re-tuning. As the clog gets worse, both the topend and the lowend needles will require re-tuning. Eventually, you will have to choke your engine more often to get it to fire up. This is the worst-case scenario.

All Walbro's have a filter screen, however some have TWO screens! If your carb has two screens, both will require cleaning and/or replacement...." MEIRA http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Agust]Inni í blöndungnum er oft lítil sía, jafnvel fleiri en ein. Þær eiga það til að stíflast:

http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm[/quote]

Takk fyrir það, en það var ekki málið í þetta sinn. Þéttingarnar á milli blöndungs og vélar voru bilaðar.
Ég á eftir að fá þetta staðfest hjá Toni.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Ég er búinn að reyna að ráða í hvað hafi verið að útfrá varahlutalistanum, en hann lítur svona út.
Mynd

Eins og sjá má á listanum þá hefur Toni skipt um allar pakkningar + gúmmí þéttinguna á milli mótor og blöndungs. Einnig hefur hann skipt um pakkningu á cylendernum (það sést glitta í hana á neðstu myndinni undir cylender hausnum), þannig að það er hugsanlegt að hún hafi lekið líka, eða þá að það sé alltaf skipt um hana ef hann hefur rifið mótorinn í sundur.

Þannig að endanlegt svar við spurningunni er 99.5% líklega:
- Pakkningar og gúmmí þétting á milli mótors og blöndungs lekar og hugsanlega pakkning á cylenderahaus.


Ég hallast á að gúmmí þéttingin hafi lekið því að gúmíið var orðið pressað og ekki þolað að vera tekið í sundur og ekki fallið saman í réttu förin.
Mynd

Þannig að Steve í DA-Australia hafði rétt fyrir sér og á hann kók og prins hjá mér næst þegar hann verður á ferðinni á Hamranesi.

Með takk fyrir þáttökuna,
Haraldur
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 920
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þú ert nú meiri nánösin Haraldur. Ég held að það séu nokkrir sem höfðu rétt fyrir sér :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Ágúst Borgþórsson]Þú ert nú meiri nánösin Haraldur. Ég held að það séu nokkrir sem höfðu rétt fyrir sér :D[/quote]
Ég skal glaðlega splæsa í kók og prins fyrir þann sem þú getur bent mér á. :)
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Spitfire »

Mætti kannski skjóta hér inn einu vélstjóraheilræði: setjið smurolíu á pakkningarnar áður en þær eru settar í. Þá leggst pakkningin betur að flötunum þegar hert er að.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstur eftir Haraldur »

Hvernig er með svona pakkningar sem hafa verið lengi á milli. Ef þetta er losað í sundur og það markar vel í þeim, þarf þá ekki að skipta um slíkar pakkningar? Hvað má herða mikið á pakkningarnar svo þær þynnist ekki út og hætta að virka?
Svara