Síða 2 af 6

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 3. Júl. 2012 12:25:27
eftir einarak
#5611 Gasket, cylinder base
#5541 Gasket, carburetor base
#5542 Gasket, carb spacer to case
#5549 Reed valve rubber retainer

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 3. Júl. 2012 12:58:51
eftir Haraldur
Nei, ég hafði ekki tíma til að heimsækja hann í þetta skipti, hefði orðið dagsferð sem ég hafði ekki tíma fyrir, stórfjölskyldan vildi gera eitthvað annað en að sitja í bíl í 3-4 tíma. Hafa greinilega ekki skilning á mikilvægi þessa máls, :)

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 3. Júl. 2012 14:50:01
eftir Gaui
Og vinnan tók ekki nema 20 mínútur -- snöggir aððí þjóðverjar!

:cool:

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 3. Júl. 2012 18:34:42
eftir Agust
Inni í blöndungnum er oft lítil sía, jafnvel fleiri en ein. Þær eiga það til að stíflast:

http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm

Byrjar svona:

"Walbro carbs are (by nature) very stable and dependable. Once your engine broken-in, you shouldn't need to mess with the carb. If you find yourself having to re-tune or you use the choke more often than usual, there's a problem. 75% of the time, the problem can be traced to the internal filter screen. These screens are super-fine mesh and easily clog.

The first and most obvious sign of a clogged screen is, your engine is running lean on the topend, and requires re-tuning. As the clog gets worse, both the topend and the lowend needles will require re-tuning. Eventually, you will have to choke your engine more often to get it to fire up. This is the worst-case scenario.

All Walbro's have a filter screen, however some have TWO screens! If your carb has two screens, both will require cleaning and/or replacement...." MEIRA http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 3. Júl. 2012 18:37:27
eftir Haraldur
[quote=Agust]Inni í blöndungnum er oft lítil sía, jafnvel fleiri en ein. Þær eiga það til að stíflast:

http://tech.flygsw.org/walbro_attention.htm[/quote]

Takk fyrir það, en það var ekki málið í þetta sinn. Þéttingarnar á milli blöndungs og vélar voru bilaðar.
Ég á eftir að fá þetta staðfest hjá Toni.

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 4. Júl. 2012 23:57:24
eftir Haraldur
Ég er búinn að reyna að ráða í hvað hafi verið að útfrá varahlutalistanum, en hann lítur svona út.
Mynd

Eins og sjá má á listanum þá hefur Toni skipt um allar pakkningar + gúmmí þéttinguna á milli mótor og blöndungs. Einnig hefur hann skipt um pakkningu á cylendernum (það sést glitta í hana á neðstu myndinni undir cylender hausnum), þannig að það er hugsanlegt að hún hafi lekið líka, eða þá að það sé alltaf skipt um hana ef hann hefur rifið mótorinn í sundur.

Þannig að endanlegt svar við spurningunni er 99.5% líklega:
- Pakkningar og gúmmí þétting á milli mótors og blöndungs lekar og hugsanlega pakkning á cylenderahaus.


Ég hallast á að gúmmí þéttingin hafi lekið því að gúmíið var orðið pressað og ekki þolað að vera tekið í sundur og ekki fallið saman í réttu förin.
Mynd

Þannig að Steve í DA-Australia hafði rétt fyrir sér og á hann kók og prins hjá mér næst þegar hann verður á ferðinni á Hamranesi.

Með takk fyrir þáttökuna,
Haraldur

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 5. Júl. 2012 18:00:37
eftir Ágúst Borgþórsson
Þú ert nú meiri nánösin Haraldur. Ég held að það séu nokkrir sem höfðu rétt fyrir sér :D

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 5. Júl. 2012 18:19:42
eftir Haraldur
[quote=Ágúst Borgþórsson]Þú ert nú meiri nánösin Haraldur. Ég held að það séu nokkrir sem höfðu rétt fyrir sér :D[/quote]
Ég skal glaðlega splæsa í kók og prins fyrir þann sem þú getur bent mér á. :)

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 5. Júl. 2012 18:21:04
eftir Spitfire
Mætti kannski skjóta hér inn einu vélstjóraheilræði: setjið smurolíu á pakkningarnar áður en þær eru settar í. Þá leggst pakkningin betur að flötunum þegar hert er að.

Re: Hvað er að DA 50cc mótornum?

Póstað: 5. Júl. 2012 22:03:20
eftir Haraldur
Hvernig er með svona pakkningar sem hafa verið lengi á milli. Ef þetta er losað í sundur og það markar vel í þeim, þarf þá ekki að skipta um slíkar pakkningar? Hvað má herða mikið á pakkningarnar svo þær þynnist ekki út og hætta að virka?