Græningjaaðstoð

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Viddi]Ætli aðalverkefnið verði ekki að koma Aircore saman en svo gríp ég í Savoia-Marchetti inn á milli....[/quote]
Líst vel á það... Aircore er málið.
Það verður ekki alveg blátt áfram að fljúga Savoja-Marchetti. Svo... "first things first"

Það sem byrjandi módeldellumaður þarf í dag er b) góður trainer .. og þar er Aircore ekki slæmt.
Og a) módelflughermir til að ná grundvallaratriðunum í fjarstýrða fluginu.

Nú er einmitt tíminn þegar nýliðar eiga að útvega sér hermi og skipuleggja veturinn með amk 4-5 tímum á viku fyrir framan skjáinn. Með þvi ná þeir tökum á grundvallaratriðunum svo sem að geta áhyggjulaust stýrt flugvélinni í aðflugi.
Það er af sem áður var þegar þurfti að brjóta tvær-þrjár æfingavélar áður en menn gátu nokkurn vegin flogið. (Þess vegna varð Aircore til ;))

Svo þegar vetrarstormunum linnir og balsafíklarnir fara að sjást aftur á Hamranesinu, þá fær nýliðinn, sem er búinn að fljúga sundur og saman í herminum allan veturinn, einhvern til að "taka sig í snúru" svona einu sinni tvisvar, rétt til að ná sjálfstraustinu og allt í einu er hann kominn í hvínandi gang...

ojæja...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Sverrir »

Smá leiðbeiningar um það hvernig hægt er að bera sig að við það að laminate vængenda.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=723
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir kip »

[quote=Björn G Leifsson]Það sem byrjandi módeldellumaður þarf í dag er b) góður trainer .. og þar er Aircore ekki slæmt.
Og a) módelflughermir til að ná grundvallaratriðunum í fjarstýrða fluginu.[/quote]
Ég klikkaði á módelflugherminum !!:) Byrjaði í vor í sportinu, er búinn að fljúga ca 18 lítra af Glowfuel á trainernum í sumar, á 4 vélar (5 með mæjunni sálugu sem ég sá aldrei) og á alltaf eftir að sjá þennan blessaða módelflughermi. reyndar flýg ég í FS2004 öllum stundum þegar ég er ekki á Melunum :D Reyndar batnaði módelflugið ekki við FS2004, en hið gagnstæða gerðist, allt varð betra í FS2004! :D Kv, ofvirkur.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=kip][quote=Björn G Leifsson]Það sem byrjandi módeldellumaður þarf í dag er b) góður trainer .. og þar er Aircore ekki slæmt.
Og a) módelflughermir til að ná grundvallaratriðunum í fjarstýrða fluginu.[/quote]
Ég klikkaði á módelflugherminum !!:) Byrjaði í vor í sportinu, er búinn að fljúga ca 18 lítra af Glowfuel á trainernum í sumar, á 4 vélar (5 með mæjunni sálugu sem ég sá aldrei) og á alltaf eftir að sjá þennan blessaða módelflughermi. reyndar flýg ég í FS2004 öllum stundum þegar ég er ekki á Melunum :D Reyndar batnaði módelflugið ekki við FS2004, en hið gagnstæða gerðist, allt varð betra í FS2004! :D Kv, ofvirkur.[/quote]
Margir telja að maður eigi ekki að ráðleggja nýbyrjendum að læra upp á eigin spýtur á hermi því þá festist vitleysur í sessi. Auðvitað er eitthvað til í því en ég er nú þeirrar skoðunar, amk af eigin reynslu að það sé alveg ómetanlegt að vinna vel í herminum til að ná þessum helstu grundvallaratriðum. Svo er sennilega rétt að ráðleggja nýliðum að fá sér kennara sem getur fínpússað stílinn.

Það var einhver.... ætli það hafi ekki verið Haraldur... sem var búinnn að finna út hvernig maður notar fjarstýringuna sína við FS.

Nú ætla ég að drífa mig niður í Smallsize Hobby .... Sjáumst. :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir kip »

what! get ég notað futubíuna mína við FS2004!
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=kip]what! get ég notað futubíuna mína við FS2004![/quote]
Jepp en það þarf víst smá "know-how".

Sjálfur var ég einhvern tíma búinn að viða að mér forritsbútum einhverjum sem maður átti að setja inn og stilla og svo búa ti tengi í seríal-stunguna minnir mig. Varð aldrei neitt úr þvi og fælarnir ekki handbærir lengur.


Sjá hvort ekki einhver ljóstrar upp einhverju um það hér fyrir neðan...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Helgi Helgason »

Sagði ekki Bjöggi í laginu "síðan eru liðin mörg ár"

Ég fór á netið og fann þetta: www.rc-devices.com
og hérna eru þeir að bjóða upp á dæmi fyrir nokkra flugherma:http://www.rc-devices.com/usbinter.php
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Haraldur »

Annars eru til margar útgáfur af þessu.

Best að fara inn á FMS (Flying Model Simulator) http://n.ethz.ch/student/mmoeller/fms/index_e.html

og síðan links og rekja sig þaðan.
Svara