Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Það virðist ganga lítið undan manni núna. Ég geri ekkert annað en að undirbúa vængsmíðina. Límingarnar taka langan tíma og þetta er allt voðalega sló.

Hérna er aðeins meira í sambandi við afturbrúnina. Ég gerði skörð í einn balsabútinn þar sem vængrifin eina að koma:

Mynd

Síðan límdi ég síðasta balsalistann á. Hér sést á endann á þessari samlímingu:

Mynd

Hér sést furulistinn límdur á milli balsalista. rauða strikið sýnir nokkurn veginn hvar þetta pússast niður þega vængurinn er kominn saman. Afturbrúnin verður mjög stabíl og geysi sterk
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Smá progress

Ég er búinn að samlíma vængendana og hér er efri vængmiðja í límingu:

Mynd

Ég er ekki búinn að fá mér bretti til að smíða vænginn á, svo ég dundaði mér við að setja saman stélið. Það er sett saman úr 1,5mm balsa kjarna sem 4mm rif eru límd á. Hér er ég búinn að líma kjarnann saman:

Mynd

Til að koma lömum á er einfaldlega tekið úr kjarnanum fyrir þeim og seinna meir settur balsi yfir. Þannig myndast þægilegir vasar fyrir lamirnar:

Mynd

Afturbrúnin á stélfleti og kambi eru úr furu og frambrúnir stýranna úr balsa. Rifin eru líka úr balsa. Hér er ég búinn að líma ofaná fleti og stýri allt sem þar á að koma:

Mynd

Nú er bara að láta þetta þorna, samlíma síðan kantinn á og pússa. Ekki mikið mál.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1591
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Árni H »

Mér sýnist að það megi bara setja .25 mótor í stélið og fljúga því sem sjálfstæðri einingu :)
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Þórir T »

Jafnvel Bara Lítinn Rafmagnsmótor...
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Pitts boy »

Jaaaa nú er gaman hjá pitts áhugamönnum á sjallinu!!! :P :P
Jú ég er búin að eiga einn slíkan í kassanum uppi á hillu í nokkur ár.
Reyndar er ég nú búið að bóka hann niður á smíða borðið eftir ára mót og ef þetta er ekki til að ýta við manni þá veit ég ekki hvað.:D
Ég er reyndar að setja saman bróðir hans álíka stóran frá GreatPlanes og átti hann að vera svona upphitun fyrir Toni Clark pittsinn þannig ef einhver módelmaður er spenntur að fylgjast með þér Gaui þá er það ég.
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Væri ekki kjörið að sýna okkur bróðurinn hérna Einar? :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Einar, það er gaman að heyra að þú ert að fylgjast með. Ég myndi hressa aðeins við þýskunni ef ég væri í þínum sporum -- ensku leiðbeiningarnar eru afar yfirborðskendar.

Jæja, ég gerði ýmislegt í kvöld. Í fyrsta lagi, þá setti ég stoðir og rif hinum megin á stélflöt og kamb. Þetta fær að þorna til morguns (eða jafnvel lengur) þar til ég set kantinn á.

Mynd

Ég fékk mér tvær 30mmm MDF plötur og festi þær á uppstillingu sem ég notaði til að setja skrokkinn á Focke Wulf saman. Annarri plötunni lyfti ég þannig að hún var 78mm uppí loftið við 880mm frá miðju (þetta er allt sýnt á teikningunni. Hér er semsagt komið algerlega massíft "jig" til að setja neðri vænginn saman með rétta fettu (dihedral). Litla stykkið á borðinu er miðjuspjaldið úr vængnum. Ég notaði það til að athuga hvort þetta var ekki nokkurn veginn rétt horn.

Mynd

Þá var komið að því að setja vænginn saman og nú upplifi ég ýmislegt sem ég hef ekki gert áður á löngum ferli. Fyrir það fyrsta þá segir í leiðbeiningunum að maður skuli skera neðri vænginn úr teikningunni (nokkuð sem mér hefur aldrei fundist gaman -- eyðileggja teikningar-- en það varð að gerast) og stilla henni nákvæmlega á smíðaborðið. Ég gat komið títuprjónum niður á milli MDF platnanna, svo það var auðvelt að stilla teikningunni rétt á. Síðan á maður að negla neðri vængibitana á teikninguna með sérstaklega formað undirlag undir þeim. Já, þeir vilja að maður negli -- NEGLI -- bitana fasta með stál nöglum:

Mynd

Síðan á maður að klippa hausana af:

Mynd

og reka að lokum naglana alveg niður að bitunum:

Mynd

Svona hef ég alrei gert áður. Venjulega nota ég mjúka tex-plötu og títuprjóna til að halda bitunum niðri. Leiðbeiningarnar segja að þetta sé aðferð sem þeir hafi notað í mörg ár og hún virki alveg: maður verði ekki í neinum vandræðum með að ná vængnum af aftur. Þetta verður spennandi! Leiðbeiningarnar segja líka að maður þurfi ekki að setja plast yfir teikninguna og það verður strax augljóst hvers vegna þegar maður byrjar að raða rifjunum á: þau koma ekki við hana.

Mynd

Ég er nú búinn að líma aðalrifin við neðri bitana og held áfram með þetta á morgun.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Bæ ðö vei, ég athugaði vandlega hvað átti að snúa upp og hvað niður á rifjunum og komst að því að það skiptir ekki máli: þau eru algerlega samhverf.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég hef stundum velt fyrir mér hvort maður ætti ekki alltaf að fara með teikningar í Samskipti (eða tilsvarandi ljósritunarþjónustu) og fá eins og tvær kópíur að vinna með. Þá á maður orgínalið óskemmt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Ef þú gerir það þá þarftu að passa vel upp á að engin skekkja læðist með, sérstaklega ef þú ert að smíða eftir teikningum.
Best væri að skanna inn teikninguna og prenta svo út, þá er engin hætta á skekkjum.

En ljósritunarvélar eru misjafnar eins og þær eru margar svo ekki örvænta, bara gott að hafa í huga :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara