
Amen... og fótbolti líka að mínu áliti.
Varðandi flugherma þá hérna nokkrir punktar:
Ef maður getur þá borgar sig ekki að halda aftur af sér og spara með því að fá sér ódýran eða ókeypis hermi (td FMS)
Góðu hermarnir (AFPD, G3, Reflex) þurfa reyndar góða tölvu með frekar öflugu skjákorti svo ef maður hefur aðgang að slíkri hvort eð er þá margborgar sig að fjárfesta í eðalgræjum. Fyrir því liggja fleiri ástæður:
* Flugeiginleikar og flugupplifun er margfalt betri (en í billegu forritunum), vélarnar haga sér ótrúlega eðlilega.
* Ef maður festist í sportinu þá hefur maður græju til að halda áfram að fínpússa stílinn ár eftir ár.
* sá peningur sem fer í þessa fjárfestingu er fljótur að fara í brotnum treinerum. Svo er alltaf hægt að fa´gott verð ef maður hættir
(þekkir einhver einhvern ekta balsafíkil sem hefur hætt í alvöru? Sumir taka hlé en...?)
* Veturnir eru langir og sumrin dyntótt. Það er ekki flugfært nema lítinn hluta ársins hér á svellinu og mikils virði að geta þjálfað í góðu apparati innivið.
* Hægt að undirbúa sig fyrir nýtt módel því flugeiginleikarnir eru oft mjög líkir orgínalinu.
og svo framvegis...
AFPD, sem Ágúst nefnir er mitt fyrsta val, þar á eftir kæmi Reflex og síst en alls ekki slæmt er Real Flight G3.
Svo er nýr hermir á markaðnum sem á að vera í toppklassanum ég man ekki í svipinn hvað hann heitir. Ég hef ennþá enga hugmynd um hversu góður eða slæmur hann er.
Einhver hér kynnst honum?