33% Kaiser Ka-3
Re: 33% Kaiser Ka-3
Glæsilegt Sverrir, gaman verður að skoða þessa hjá þér
Re: 33% Kaiser Ka-3
V-stélið að taka á sig mynd.
Nokkrum sögunum síðar er komið smá safn af rörum, lengstu eru 27 cm.
Smá Hysol til að fá festu í málið.
Klemmum endann örlítið saman svo innra rörið renni ekki alla leið.
Komin smá svipur á vélina.
Hobbyking selur MKS DS6125 servó undir sínu nafni, 5.5kg og ættu að duga vel í stélinu.
Styttist í verklok á stélinu, vantar bara klæðningu á neðri hlutann og að ganga frá lúgu fyrir servóið.
Nokkrum sögunum síðar er komið smá safn af rörum, lengstu eru 27 cm.
Smá Hysol til að fá festu í málið.
Klemmum endann örlítið saman svo innra rörið renni ekki alla leið.
Komin smá svipur á vélina.
Hobbyking selur MKS DS6125 servó undir sínu nafni, 5.5kg og ættu að duga vel í stélinu.
Styttist í verklok á stélinu, vantar bara klæðningu á neðri hlutann og að ganga frá lúgu fyrir servóið.
Icelandic Volcano Yeti
- Flugvelapabbi
- Póstar: 589
- Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06
Re: 33% Kaiser Ka-3
Ættlar þu að fljuga um helgina þetta skot gengur hja þer.
Kv
Einar Pall
Kv
Einar Pall
Re: 33% Kaiser Ka-3
Sverrir -- bara smá ábending. Það er ekki góð hugmynd að klemma rörið svona saman til að innra rörið renni ekki í gegn. Það sem gerist er að innra rörið þrýstist í þann hluta sem er klemmdur og festist þar.
Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta
Annars er þetta stórskemmtilegur þráður og athuglisvet módel að smíða. Var svona sviffluga til hér á landi eða ætlarðu að nota fyrirmynd úr heitu löndunum?
Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta
Annars er þetta stórskemmtilegur þráður og athuglisvet módel að smíða. Var svona sviffluga til hér á landi eða ætlarðu að nota fyrirmynd úr heitu löndunum?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 33% Kaiser Ka-3
Gerir lítið til þó það gerist, jafnvel möguleiki að ég lími rörin í stélfletina til að koma í veg fyrir að þau fari á flakk!
Það var ekki til Ka-3 hér heima, það næsta sem kemst henni er Ka-4 en þær voru alla vega þrjár hér á landi. Það er einmitt ein á flugsafninu hjá ykkur, TF-SBE. Þannig að ef einhver er í stuði og á leið þarna inn á næstunni þá væri gaman að sjá myndir innan úr henni.
Þar sem engin svona vél hefur verið til hér heima þá verð ég talsvert frjálslegur í litavali og skráningarnúmeri. Og svona ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér eftir að lesa myndatextana hér að neðan þá heitir vélin fullu nafni Schleicher Ka-4 Rhönlerche II.
Myndir úr hinu mikla fræðiriti Svifflugur á Íslandi sem Leifur Magnússon tók saman. Fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa smá áhuga á flugi og sögu þess.
Það var ekki til Ka-3 hér heima, það næsta sem kemst henni er Ka-4 en þær voru alla vega þrjár hér á landi. Það er einmitt ein á flugsafninu hjá ykkur, TF-SBE. Þannig að ef einhver er í stuði og á leið þarna inn á næstunni þá væri gaman að sjá myndir innan úr henni.
Þar sem engin svona vél hefur verið til hér heima þá verð ég talsvert frjálslegur í litavali og skráningarnúmeri. Og svona ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér eftir að lesa myndatextana hér að neðan þá heitir vélin fullu nafni Schleicher Ka-4 Rhönlerche II.
Myndir úr hinu mikla fræðiriti Svifflugur á Íslandi sem Leifur Magnússon tók saman. Fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa smá áhuga á flugi og sögu þess.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Sverrir]Þar sem engin svona vél hefur verið til hér heima þá verð ég talsvert frjálslegur í litavali og skráningarnúmeri. [/quote]
Þýðir það að þú ætlir að skálda lit og númer? Það er auðvitað ótækt!
Hér er síða með nokkrum flugum handa þér, þar með a.m.k. ein mynd af mælaborði.
http://www.segelflug.de/segelflieger/ra ... thumb.html
Sjálfum finnst mér D-8899 og D-6167 flottastar og á hæla þeirra kemur D-7712.
Þýðir það að þú ætlir að skálda lit og númer? Það er auðvitað ótækt!
Hér er síða með nokkrum flugum handa þér, þar með a.m.k. ein mynd af mælaborði.
http://www.segelflug.de/segelflieger/ra ... thumb.html
Sjálfum finnst mér D-8899 og D-6167 flottastar og á hæla þeirra kemur D-7712.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 33% Kaiser Ka-3
Þetta er svona eins og að benda Páfanum á vefsíðu Vatíkansins!
Öll þessi skemu eru á hliðsjónarlistanum góða. Athugaðu að 7712 er með tvö mismunandi skemu þarna!
Þekki mælaborðið á Ka-3 en hef hins vegar áhuga á séríslenskum einkennum á mælaborði Ka-4 ef einhver eru.
Öll þessi skemu eru á hliðsjónarlistanum góða. Athugaðu að 7712 er með tvö mismunandi skemu þarna!
Þekki mælaborðið á Ka-3 en hef hins vegar áhuga á séríslenskum einkennum á mælaborði Ka-4 ef einhver eru.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
Ég sé að það er hægt að nota hurðir til ýmissa hluta.