Super Cub frá Toni Clark

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Sælir félagar og gleðileg jól

Það er fátt ánægjulegra en að vakna snemma á jóladagsmorgun og nota friðinn á heimilinu (allir steinsofandi) til að skrifa smá smíðalýsingu.

Ég bjó til neðri hurðina í vikunni. Ég byrjaði á því að saga furu langbitann mjög vandlega út úr dyragatinu og síðan notaði ég hann sem efsta hlutann af hurðinni. Síðan límdi ég hina hluta hurðarinnar í á staðnum svo ég fengi örugglega rétta lögun (muna eftir að setja límband undir Bjössi).

Mynd

Þegar þetta var orðið hart tók ég það út, setti tvo lista í sem sýndir eru á teikningunni og krossviðarskinnið á og hurðin var komin.

Ég notaði tækifærið og sagaði hægri hliðina af skrokkramma 11 svo að nú er ekkert sem hindrar aðgang inn í módelið um dyragatið.

Næst setti ég lamirnar á hurðina.

Mynd

Nú getur hurðin opnast alla leið niður eins og hún á að gera. Hugsanlega hefði verið meira í skala að láta lamirnar standa örlítið út úr skrokknum, en þetta er alveg ágætt. Ég get líka beygt þær til þannig að þær geri það, en ég sé til.

Mynd

Næst sneri ég mér að hjólastellinu. Leiðbeiningarnar (bæði enskar og þýskar) lýsa smíði og samsetningu hjólastellsins mjög vandlega, en þar sem búið er að setja það saman að mestu þá m ætti alveg að ósekju sleppa þessu úr bæklingnum. Hérna eru allir hlutar stellsins. Það sem ég er búinn að gera þarna er að bora 4mm göt í miðjuspöngina og sníða tvo furulista sem koma í þríhyrningana. Ég beygði líka til teygjufestingarnar á dempurunum. Þær koma beinar og þannig myndu þær halda teygjunum á í allt að fimm mínútur.

Mynd

Það er mjög auðvelt að setja þetta allt saman. Furulistarnir eru bara límdir í með epoxi og síðan er miðjuspöngin líka límd á sinn stað með epoxi. Síðan festir maður stellið niður á bekkinn og leyfir epoxinu að harðna.

Mynd

Síðan eru fjórar M4 rær teknar og boraðar út með 4mm bor og svo lóðaðar upp á demparana þar sem þeir koma í gegnum götin á stellinu.

Mynd

Maður þarf bara að passa sig að lóða ekki í gegn því þá festist þetta saman og getur ekki snúist eins og það á að gera (gettu hvernig ég veit þetta!).Nú festi ég stellið á botninn á skrokknum með átta M4 boltum og gaddaróm. Það er auðvelt að setja stellið á réttan stað vegna þess að það er næstum jafn breitt og skrokkurinn. Ég dró aftari festingarnar líka um 1mm út til hliðanna til að fá smá innskeifu á dekkin þar sem það gerir allan akstur á jörðinni miklu auðveldari.

Mynd

Í leiðbeiningunum segir að maður skuli taka teygjuna sem fylgir, klippa hana í tvennt og búa til tvær lykkjur. Ég gerði þetta og vafði síðan lykkjunum upp á demparana. Þær pössuðu fullkomlega. Maður getur leikið sér dálítið með teygjuna, gert hana stífari eða linari eftir atvikum. Ég vafði henni bara svona miðlungs þétt og er mjög ánægður með afraksturinn. Það þarf heilmikinn kraft til að ýta stellinu í sundur.

Sjáumst á milli :D
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Sælir aftur félagar og gleðilegt nýár.

Ég setti annan vænginn saman í vikunni, mínus flapann og hallastýrið. Sá hluti vængsins sem verður flapinn er smíðaður með og síðan skorinn af, en hallastýrið er smíðað sér.

Það sem er mest áberandi við vænginn er hversu mikið er búið að vinna efnið í hann. Efnið í bitana er t.d. ekki bara skáskorið tilbúið fyrir samsetningu til að fá nógu langa bita, heldur er það líka formað til svo það renni saman við rifin og þar með sleppur maður við að hefla og pússa til að fá rétt form á vænginn. Tveggja millimetra balsinn sem verður skinnið á vængnum er líka skáskorinn og maður bara límir það saman og límir það á: ekkert mál.

Smíð vængsins er afar hefðbundin, en það verur fljótlega áberandi að það sem maður setur saman verður afar sterkt og sérlega létt. Hér er ég búinn að setja saman bitana og rifin tilbúin.

Mynd

Hér er ég búinn að líma rifin á bitana. Athugið að litlu hvítu plast ferningarnir undir fremri bitanum fylgja með í kittinu.

Mynd

Afturbrúnin er mjög sterk, sett saman úr 0,8mm krossviði og tveim furulistum. Vefirnir á milli bitanna eru til sniðnir í lengd, eða ætti ég að segja hæð. Til að fitta vefina á milli rifjanna límir maður tvo búta saman og tekur þá síðan í lengd. Toni Clark segir að þetta sé gert svona til að halda niðri verðinu á kittinu. Hann notar standar breiðan balsa í staðinn fyrir extra breiðan, sem er auðvitað miklu dýrari.

Ég ætla að setja bæði siglingaljós og lendingarljós í módelið. Super Cubinn í Bond myndinni virðist vera með sitt hvort lendingarljósið á hvorum væng, svo ég verð að setja þau á sinn stað. Ég keypti tvö ódýr vasaljós (ég á líklega eftir að sjá eftir því hversu ódýr þau voru) og hér er ég að setja annað þeirra í vænginn:

Mynd

Vírarnir í ljósin eru líka límdir í vænginn:

Mynd

Vængstífurnar eru festar við vænginn með sérstökum hulsum sem eru límdar í furukubba, sem eru síðan límdir í vænginn. Leiðbeiningarnar segja manni að bora 5,5mm göt í kubbana og síðan líma hulsurnar í þau. Ég er búinn að sjá þessar hulsur áður og vissi að þær eru bara 5,0mm í þvermál. Því er nóg að bora með 5mm bora og líma þær í þau göt með góðu lími. Ég boraði því með 5mm bor í kubbana og límdi hulsurnar í með M3 bolta og smá bút af eldsneytisslöngu til að fá ekki lím í gengjurnar.

Mynd

Hérna er búið að líma kubbana í vænginn.

Mynd

Hér er vængendinn, sem ég setti saman áður, kominn á og kominn í rétt form:

Mynd

Og hér er krossviðar rótin komin á og kopar rör sem taka við stálpinnum sem halda vængnum í réttri stöðu á skrokknum:

Mynd

Nú á ég bara eftir að skera flapann af og smíða hann og setja saman hallastýrið. Kannski í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svekkelsi og ergelsi...:( thetta atti ad verda leynivopnid til ad reyna ad auka flott-faktorinn fram yfir Gauja- köbb..... thad er ad segja ljosasjóid.... :D :D

Flott Gaui

Nú verd ég ad leggja hausinn í bleyti og finna eitthvad enn flottara.... hehe

Nú er kominn matur...


Bestu kvedjur fra barnum a Hotel Olympia, í baenum Pettneu í Austurríki
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Sverrir »

Bensíngjöf sem virkar, stýrisstöng sem hreyfist, kveikjurofi, rafmagnsrofar í mælaborðið, virkur snúningshraðamælir, sviss :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Aumingja Björn

Hann þarf að fara á skíði, liggja á hóteli og drekka brennivín á hverju kvöldi. Við vorkennum honum -- EKKI!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Smá framför:

Ég bjó til efri hurðarrammann úr 6,5mm balsa og límdi hann saman á staðnum, en fyrst setti ég límband á staðina þar sem líklegt væri að límið myndi festa hann til frambúðar. Eftir að þetta þornaði klippti ég niður 0,8mm krossvið og límdi hann á hornin á rammanum til að styrkja hann.

Mynd

Einar Páll Einarsson flugvélasmiður, sem þekkir Piper flugvélar eins og lófann á sér hringdi í mig og sagði mér að línurnar á hliðarstýrinu sem ég var búinn að setja saman væru ekki réttar. Hann sendi mér teikningar máli sínu til sönnunar (ekki svo að ég hafi nokkurn tíman efast um það sem hann sagði).

Mynd

Ég er búinn að teikna inn á teikningarnar frá Toni Clark með rauðu endurskoðaðar útlínur hliðarstýrisins. Það sem er mest áberandi við hliðarstýrið á Super Cub er að afturbrúnin á stýrinu er einn óbrotinn bogi, en ekki bein lína eins og á Piper Cub. Þetta er augljóst um leið og búið er að benda manni á það. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég smíða algerlega nýtt hliðarstýri, en í millitíðinni ætla ég að prófa að líma smávegis af mjúkum balsa aftan á stýrið og síðan hefla hann og pússa þar til ég nálgast réttu línuna:

Mynd

Ég bjó til lokið ofan á skrokkinn -- OK, ég veit að það er ekkert lok ofan á Super Cub, en þetta lok er byggt þannig að maður tekur ekki eftir því. Og það gerir allt mikið auðveldara þegar maður skrúfar vængina af og á. Ég byrjaði á því að búa til rammann úr efninu sem var ætlað í þakið á skrokknum:

Mynd

Síðan setti ég þennan ramma á skrokkinn og pússaði hann til þar til boginn á vængnum var kominn á hann. Að lokum klæddi ég hann með 3mm balsa, nema þar sem glugginn á að vera.

Mynd

Hér er lokið komið á skrokkinn og búið að grófpússa það.

Mynd

Lokið er fest á með tveim 4mm pinnum að framan og tveim gormboltum að aftan. Boltarnir eru búnir til úr 2mm stálvír, þrem bútum af koparröri og gormi. Af einhverjum orsökum vantaði gormana í kittið mitt, svo ég nappaði tveim DNG pennum af Gumma vini mínum og tók gormana úr þeim:

Mynd

Koparrörin sitt hvoru megin eru ekki fest við vírinn, bara það sem er í miðjunni. Gormurinn er lóðaður við tvo rörbúta eins og sést á myndinni. Svona heldur gormurinn stálvírnum í „út“ stöðu. Endabútarnir verða síðar límdir við lokið. Hér er búið að máta læsinguna við lokið:

Mynd

Ég lími þetta í með epoxý lími seinna.
Sjáumst síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Jæja, þá höldum við á

Einar Páll vinur minn sendi mér ekki bara upplýsingar um hliðarstýrið, heldur líka stélflötinn og hæðarstýrin. Þau eru alls ekki í réttu Supe Cub lagi á teikningunum frá Toni Clark, svo ég settist niður og teiknaði nýju útlínurnar með rauðu bleki. Það var ekki bara að allur stélflöturinn væri ekki réttur, heldur vantaði jafnvægisarmana sem eru svo einkennandi fyrir Super Cub á hæðarstýrin. Ég vildi líka hafa stélið þannig að ég gæti tekið það af, sem er auðvelt á bæði Piper Cub og Super Cub. Hérna er krotið sem ég páraði á teikninguna og það er auðvelt að sjá muninn, þó að ljósmyndarinn standi sig greinilega ekki í stykkinu.

Mynd

Hérna er búið að skera út miðjuna í stélið úr 2mm balsa og tilbúið fyrir 5mm rifin og afturbrún. Það sést vel hvar rörin koma sem tengja saman stélhlutana og skrokkinn.

Mynd

Hér er stélflöturinn samlímdur og bíður eftir því að límið þorni svo hægt sé að pússa hann til:

Mynd

Og hér er búið að líma saman hæðarstýrin. Samlímdu brúnirnar eru svakalega sterkar og gera allt stykkið vel stíft:

Mynd

Ég er frekar ánægður með stélið og tel að það verði til mikilla bóta á módelinu.

Ég velti lengi fyrir mér hliðarstýrinu og eftir að hafa heflað það og pússað í nokkurn vegin réttar útlínur, þá varð óþægilega greinilegt að þetta myndi ekki ganga. Ég bjó því til nýtt hliðarstýri eftir teikningunum frá Einari Páli.

Mynd

Hér sjást gamla og nýja hliðarstýrin saman. Munurinn er augljós:

Mynd

Að lokum byrjaði ég á hægri vængnum í dag. Hér er verið að líma hann saman. Það verður ekki langt þangað til ég get sett saman alla hluta módelsins og tekið nektarmynd af því.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Meiriháttar!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Messarinn »

Búinn að Zappa ???
nei bara að spurja :D :D :D
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstur eftir Gaui »

Ekkert Zappað í dag. Þér er óhætt að kom í kvöld :D
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara