Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 25. Des. 2006 12:33:26
Sælir félagar og gleðileg jól
Það er fátt ánægjulegra en að vakna snemma á jóladagsmorgun og nota friðinn á heimilinu (allir steinsofandi) til að skrifa smá smíðalýsingu.
Ég bjó til neðri hurðina í vikunni. Ég byrjaði á því að saga furu langbitann mjög vandlega út úr dyragatinu og síðan notaði ég hann sem efsta hlutann af hurðinni. Síðan límdi ég hina hluta hurðarinnar í á staðnum svo ég fengi örugglega rétta lögun (muna eftir að setja límband undir Bjössi).
Þegar þetta var orðið hart tók ég það út, setti tvo lista í sem sýndir eru á teikningunni og krossviðarskinnið á og hurðin var komin.
Ég notaði tækifærið og sagaði hægri hliðina af skrokkramma 11 svo að nú er ekkert sem hindrar aðgang inn í módelið um dyragatið.
Næst setti ég lamirnar á hurðina.
Nú getur hurðin opnast alla leið niður eins og hún á að gera. Hugsanlega hefði verið meira í skala að láta lamirnar standa örlítið út úr skrokknum, en þetta er alveg ágætt. Ég get líka beygt þær til þannig að þær geri það, en ég sé til.
Næst sneri ég mér að hjólastellinu. Leiðbeiningarnar (bæði enskar og þýskar) lýsa smíði og samsetningu hjólastellsins mjög vandlega, en þar sem búið er að setja það saman að mestu þá m ætti alveg að ósekju sleppa þessu úr bæklingnum. Hérna eru allir hlutar stellsins. Það sem ég er búinn að gera þarna er að bora 4mm göt í miðjuspöngina og sníða tvo furulista sem koma í þríhyrningana. Ég beygði líka til teygjufestingarnar á dempurunum. Þær koma beinar og þannig myndu þær halda teygjunum á í allt að fimm mínútur.
Það er mjög auðvelt að setja þetta allt saman. Furulistarnir eru bara límdir í með epoxi og síðan er miðjuspöngin líka límd á sinn stað með epoxi. Síðan festir maður stellið niður á bekkinn og leyfir epoxinu að harðna.
Síðan eru fjórar M4 rær teknar og boraðar út með 4mm bor og svo lóðaðar upp á demparana þar sem þeir koma í gegnum götin á stellinu.
Maður þarf bara að passa sig að lóða ekki í gegn því þá festist þetta saman og getur ekki snúist eins og það á að gera (gettu hvernig ég veit þetta!).Nú festi ég stellið á botninn á skrokknum með átta M4 boltum og gaddaróm. Það er auðvelt að setja stellið á réttan stað vegna þess að það er næstum jafn breitt og skrokkurinn. Ég dró aftari festingarnar líka um 1mm út til hliðanna til að fá smá innskeifu á dekkin þar sem það gerir allan akstur á jörðinni miklu auðveldari.
Í leiðbeiningunum segir að maður skuli taka teygjuna sem fylgir, klippa hana í tvennt og búa til tvær lykkjur. Ég gerði þetta og vafði síðan lykkjunum upp á demparana. Þær pössuðu fullkomlega. Maður getur leikið sér dálítið með teygjuna, gert hana stífari eða linari eftir atvikum. Ég vafði henni bara svona miðlungs þétt og er mjög ánægður með afraksturinn. Það þarf heilmikinn kraft til að ýta stellinu í sundur.
Sjáumst á milli
Það er fátt ánægjulegra en að vakna snemma á jóladagsmorgun og nota friðinn á heimilinu (allir steinsofandi) til að skrifa smá smíðalýsingu.
Ég bjó til neðri hurðina í vikunni. Ég byrjaði á því að saga furu langbitann mjög vandlega út úr dyragatinu og síðan notaði ég hann sem efsta hlutann af hurðinni. Síðan límdi ég hina hluta hurðarinnar í á staðnum svo ég fengi örugglega rétta lögun (muna eftir að setja límband undir Bjössi).
Þegar þetta var orðið hart tók ég það út, setti tvo lista í sem sýndir eru á teikningunni og krossviðarskinnið á og hurðin var komin.
Ég notaði tækifærið og sagaði hægri hliðina af skrokkramma 11 svo að nú er ekkert sem hindrar aðgang inn í módelið um dyragatið.
Næst setti ég lamirnar á hurðina.
Nú getur hurðin opnast alla leið niður eins og hún á að gera. Hugsanlega hefði verið meira í skala að láta lamirnar standa örlítið út úr skrokknum, en þetta er alveg ágætt. Ég get líka beygt þær til þannig að þær geri það, en ég sé til.
Næst sneri ég mér að hjólastellinu. Leiðbeiningarnar (bæði enskar og þýskar) lýsa smíði og samsetningu hjólastellsins mjög vandlega, en þar sem búið er að setja það saman að mestu þá m ætti alveg að ósekju sleppa þessu úr bæklingnum. Hérna eru allir hlutar stellsins. Það sem ég er búinn að gera þarna er að bora 4mm göt í miðjuspöngina og sníða tvo furulista sem koma í þríhyrningana. Ég beygði líka til teygjufestingarnar á dempurunum. Þær koma beinar og þannig myndu þær halda teygjunum á í allt að fimm mínútur.
Það er mjög auðvelt að setja þetta allt saman. Furulistarnir eru bara límdir í með epoxi og síðan er miðjuspöngin líka límd á sinn stað með epoxi. Síðan festir maður stellið niður á bekkinn og leyfir epoxinu að harðna.
Síðan eru fjórar M4 rær teknar og boraðar út með 4mm bor og svo lóðaðar upp á demparana þar sem þeir koma í gegnum götin á stellinu.
Maður þarf bara að passa sig að lóða ekki í gegn því þá festist þetta saman og getur ekki snúist eins og það á að gera (gettu hvernig ég veit þetta!).Nú festi ég stellið á botninn á skrokknum með átta M4 boltum og gaddaróm. Það er auðvelt að setja stellið á réttan stað vegna þess að það er næstum jafn breitt og skrokkurinn. Ég dró aftari festingarnar líka um 1mm út til hliðanna til að fá smá innskeifu á dekkin þar sem það gerir allan akstur á jörðinni miklu auðveldari.
Í leiðbeiningunum segir að maður skuli taka teygjuna sem fylgir, klippa hana í tvennt og búa til tvær lykkjur. Ég gerði þetta og vafði síðan lykkjunum upp á demparana. Þær pössuðu fullkomlega. Maður getur leikið sér dálítið með teygjuna, gert hana stífari eða linari eftir atvikum. Ég vafði henni bara svona miðlungs þétt og er mjög ánægður með afraksturinn. Það þarf heilmikinn kraft til að ýta stellinu í sundur.
Sjáumst á milli