Ég er með 800 mAh rafhlöður í gömlu mikið flognu FunTime svifflugunni minni í sveitinni. Í vor tók ég eftir að rafhlaðan virtist orðin slöpp, tók illa við hleðslu og rýmdin lítil, kannski rúmlega 200 mAh.
Ég "cyclaði" rafhlöðuna nokkrum sinnum með hleðslutækinu og hresstist hún greinilega við það. Ég lít þó á þetta sem aðvörun um að kominn sé tími til að endurnýja.
Ég var líka að hugsa um að skipta úr 35MHz í 2,4 GHz, en 2,4 GHz viðtækin eru stafræn (digital) og mun viðkvæmari fyrir "brownout" eða svima. Brownout getur átt sér stað ef spennan fellur augnablik niður fyrir t.d. 3,5V þegar servóin eru öll að vinna samtímis. Eftir brownout getur það tekið viðtækið nokkra stund að ná áttum aftur, alveg eins og mannfólkið eftir svimakast.
Ég gerði eitt sinn smá tilraun í bílskúrnum með 4,8V rafhlöðu og 6V rafhlöðu og hreyfði öll servóin samtímis. Greinilegt var að rafhlöðupakkinn með lægri spennu (4,8V) var á mörkum þess að halda spennunni yfir brownout lágmarkinu þegar öll servó voru á fullu, en 6V rafhlaðan meö 5 sellum var greinilega mun öruggari.
Til eru sérstakir brownout mælar sem geta skynjað þessa örstuttu spennufallspúlsa sem geta verið varasamir. Þeir eru oft svo stuttir að þeir sjást varla eða alls ekki með venjulegum spennumæli: http://www.xtremepowersystems.net/prodd ... -TT&cat=10
Svona brownout getur líka stafað af of litlu BEC ef þannig er notað í stað viðtækis-rafhlöðu, eða að BEC sem er innbyggt í hraðastýringar fer að slá af ef hraðastýringin er orðin heit vegna álags. Krass af þessum völdum lýsir sér þannig að samband rofnar við módelið fyrirvaralaust, en allt virðist í lagi þegar flakið er skoðað. Lúmskur fjandi!
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1589383
https://www.google.is/webhp?sourceid=ch ... 9&bih=1031
Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Búðin sem um ræðir heitir Rafborg, www.rafborg.is hef sjálfur ekki reynslu af henni....
Bjarni Valur
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
[quote=Pitts boy]Sæll Ágúst.
Ég er búin undanfarin 2 til 3 ár vara að panta og notaeingöngu Turnigy AA LSD 2400mAh rafhlöðurnar með mjög góðum árangri. Ég byrja alltaf á að mæla þær beint úr pakkanum og yfirleitt standa þær allar sömu volta tölu upp á .01 volt beint úr pakka og hafa reynst mér mjög vel, ætli ég eigi ekki eitthvað vel á fjórða tug svona AA sella og ekki ein klikkað ennþá hjá mér. Og svo rúsínan í pylsuendanum þær hafa verið að koma heim á ca 250-270kr pr. stykki.(Tek þær alltaf með orðið til að fylla upp í þyngdina í sendingunum) Ég nota þær í allt sem ég þarf í flugið (búin að lóða marga svona pakka saman) og líka stór myndavélaflöss og ýmiss önnur orkufrek rafhlöðu tæki.
Mæli hiklaust með þeim
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _use_.html[/quote]
Ég er sammála Einari(Pitts boy)ég er búinn að nota þessar rafhlöður í nokkur ár líka, ásamt öðrum eins og Duralite, Eneloop ofl teg. Þessar Turnigy hafa reynst vel og ekkert síður en Eneloop. Hef notað þær í sendir og í vélar http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _Pack.html
einnig sem kveikjurafhlöður.
En það er nú bara það, menn treysta ekki alltaf þessum vörum og það er sjálfsagt að fara varlega. Er þetta ekki allt meira og minna frá Kína, það sem kemur frá t.d USA þá er búið að setja eitthvað merki utan á Kínavöruna og jafnvel testa hana eitthvað.
Ég held að það sé verið að plata okkur oft. Svo vilja sumir menn bara ekki kaupa (no name) og svona vörur sem kosta lítið þeir eru bara ekkert í þvi, kaupa bara merkjavöru. Það er líka munur hvort að menn séu með dýrar og stórar vélar þar setja menn ekki noname rafhlöður um borð. Svo þarf að huga að öryggi vélanna þó að dýru rafhlöðurnar geta líka klikkað.
Það er ekki sama í hvað maður setur þessar rafhlöður. Ég keypti rafhlöður í Canon videovél frá bestbatt.com sem voru á djók verði miðað við rafhlöður merktar Canon. Eini munurinn á þeim er sá að þessar rafhlöður sýna ekki á skjánum hversu mikill straumur er eftir á rafhlöðunni. Þegar straumurinn er búinn skipti ég bara um rafhlöðu málið dautt, en ég er ekkert að fljúga með þessi battery.
Vá þvílík ræða!
kv
MK
Ég er búin undanfarin 2 til 3 ár vara að panta og notaeingöngu Turnigy AA LSD 2400mAh rafhlöðurnar með mjög góðum árangri. Ég byrja alltaf á að mæla þær beint úr pakkanum og yfirleitt standa þær allar sömu volta tölu upp á .01 volt beint úr pakka og hafa reynst mér mjög vel, ætli ég eigi ekki eitthvað vel á fjórða tug svona AA sella og ekki ein klikkað ennþá hjá mér. Og svo rúsínan í pylsuendanum þær hafa verið að koma heim á ca 250-270kr pr. stykki.(Tek þær alltaf með orðið til að fylla upp í þyngdina í sendingunum) Ég nota þær í allt sem ég þarf í flugið (búin að lóða marga svona pakka saman) og líka stór myndavélaflöss og ýmiss önnur orkufrek rafhlöðu tæki.
Mæli hiklaust með þeim
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _use_.html[/quote]
Ég er sammála Einari(Pitts boy)ég er búinn að nota þessar rafhlöður í nokkur ár líka, ásamt öðrum eins og Duralite, Eneloop ofl teg. Þessar Turnigy hafa reynst vel og ekkert síður en Eneloop. Hef notað þær í sendir og í vélar http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _Pack.html
einnig sem kveikjurafhlöður.
En það er nú bara það, menn treysta ekki alltaf þessum vörum og það er sjálfsagt að fara varlega. Er þetta ekki allt meira og minna frá Kína, það sem kemur frá t.d USA þá er búið að setja eitthvað merki utan á Kínavöruna og jafnvel testa hana eitthvað.
Ég held að það sé verið að plata okkur oft. Svo vilja sumir menn bara ekki kaupa (no name) og svona vörur sem kosta lítið þeir eru bara ekkert í þvi, kaupa bara merkjavöru. Það er líka munur hvort að menn séu með dýrar og stórar vélar þar setja menn ekki noname rafhlöður um borð. Svo þarf að huga að öryggi vélanna þó að dýru rafhlöðurnar geta líka klikkað.
Það er ekki sama í hvað maður setur þessar rafhlöður. Ég keypti rafhlöður í Canon videovél frá bestbatt.com sem voru á djók verði miðað við rafhlöður merktar Canon. Eini munurinn á þeim er sá að þessar rafhlöður sýna ekki á skjánum hversu mikill straumur er eftir á rafhlöðunni. Þegar straumurinn er búinn skipti ég bara um rafhlöðu málið dautt, en ég er ekkert að fljúga með þessi battery.
Vá þvílík ræða!
kv
MK
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Ólafur Gíslason-Eldvarnarmiðstöðin og Rafborg eru tvö fyrirtæki í sömu búðinni. Ég keypti þar um daginn reykskynjara, slökkvitæki og neyðarstiga og skoðaði í leiðinni batteríin.
http://www.oger.is/is/um-okkur/frettir/ ... ja-rafborg
http://www.oger.is/is/um-okkur/frettir/ ... ja-rafborg
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Ég ætla að skipta um rafhlöður í kvöld og því þarf ég LSD strax í dag...
Sæki LSD væntanelga í Bónus á eftir, enda orðinn viðþolslaus...

Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
[quote=maggikri]Það er ekki sama í hvað maður setur þessar rafhlöður. Ég keypti rafhlöður í Canon videovél frá bestbatt.com sem voru á djók verði miðað við rafhlöður merktar Canon. Eini munurinn á þeim er sá að þessar rafhlöður sýna ekki á skjánum hversu mikill straumur er eftir á rafhlöðunni. Þegar straumurinn er búinn skipti ég bara um rafhlöðu málið dautt, en ég er ekkert að fljúga með þessi battery.[/quote]
Sérkennilegt með merkjavöruna stundum.
Þegar ég keypti Cannon vélina mína fyrir mörgum árum fylgdi með orginal rafhlaða, svo keypti ég no name rafhlöðu líka.
Þær hafa alltaf verið saman og notaðar til skiptis, nákvæmlega.
Það er komið yfir eitt ár sem no name rafhlaðan er búin að endast lengur en Cannon.
Setja þessir fuglar nokkurn standard á rafhlöður merktar sér?
Sérkennilegt með merkjavöruna stundum.
Þegar ég keypti Cannon vélina mína fyrir mörgum árum fylgdi með orginal rafhlaða, svo keypti ég no name rafhlöðu líka.
Þær hafa alltaf verið saman og notaðar til skiptis, nákvæmlega.
Það er komið yfir eitt ár sem no name rafhlaðan er búin að endast lengur en Cannon.
Setja þessir fuglar nokkurn standard á rafhlöður merktar sér?
Langar að vita miklu meira!
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 945
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Þá er ég kominn með nokkra skammta af LSD og fikninni hefur verið svalað.
Björn Geir var svo vinsamlegur að koma við í Bónus í Hvergerði í morgun og láta mig vita að þar fengjust bæði 2000 mAh AA og 800 mAh AAA Eneloop. Ég keypti smá birgðir af 800 mAh AAA áðan þegar ég átti leið þar um, og er byrjaður að raða 5 saman í 6V pakka.
Björn Geir var svo vinsamlegur að koma við í Bónus í Hvergerði í morgun og láta mig vita að þar fengjust bæði 2000 mAh AA og 800 mAh AAA Eneloop. Ég keypti smá birgðir af 800 mAh AAA áðan þegar ég átti leið þar um, og er byrjaður að raða 5 saman í 6V pakka.
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Ég er að velta fyrir mér, ég er með gamla fartölvu í húsbílnum mínum, löngu ónít rafhlaðan, 19v mynnir mig að spennubr. gefi inn á hana.
Er hugsanlegt að lóða saman svona rafhlöður og setja við inntakið?
Helsta vandamálið er kannski að hlaða pakkann?
Er hugsanlegt að lóða saman svona rafhlöður og setja við inntakið?
Helsta vandamálið er kannski að hlaða pakkann?
Langar að vita miklu meira!
Re: Mig vantar nokkra skammta af LSD...
Opnaðu "rafhlöðuna", yfirleitt eru bara batterýsellur inn í boxinu. Passaðu þig bara að sprengja ekkert upp!!!
Icelandic Volcano Yeti