Síða 2 af 2

Re: Corsair F4U

Póstað: 30. Nóv. 2006 13:22:40
eftir Offi
Takk fyrir viðtökurnar.

Já, ég lít örugglega við hjá ykkur norðanmönnum í vetur. Jú, við Árni þekkjumst frá fornu fari, en núna er hann meira lærifaðir en vinur...! :rolleyes:

Annars er það að frétta að ég er búinn að koma Corsair í loftið (festur með þráðum) og nú er Mustang á borðstofuborðinu. Alveg magnað hvað maður hefur gott lag á að gera konuna ánægða. Þetta lítur svínslega vel út, en eini ljóðurinn er sá að það var leiðinda mar á öðrum vængnum. Hún lítur aðeins stríðshrjáð út fyrir vikið.

Re: Corsair F4U

Póstað: 26. Jan. 2007 23:33:26
eftir Offi
Corsair er að verða flugklár. Hún er kominn með þennan fína Thunder Tiger mótor frá Magga formanni og á andartaki breyttist hún í gjafvaxta dömu... með klær. Ég er að bíða eftir græjum frá Þresti og þá verður Corsair klár.
Eitt sem ég hef aldrei skilið... af hverju í dauðanum þurfa orginal möfflerarnir að líta út eins og Zeppelin loftfarið? Ég ætlaði að setja mótorinn á með möffler og það varð svona:

Mynd

Þetta býður manni ekki nokkurri vél með sjálfsvirðingu uppá! Minni muffler á leiðinni! Þá kemur þetta til með að líta svona út. Ég er búinn að gera gat fyrir glóðarpungnum og skar út opnanlegan hlera fyrir stilliskrúfunni með Dremel. Ég á eftir að finna svipaðan lit til að laga sárin. Ég límdi "hlemminn" aftur á með CA-lömum og notaði svoleiðis sem "lás" líka. Svínvirkar í kyrrstöðu... á eftir að sjá hvað setur! :D

Mynd

Mynd

Re: Corsair F4U

Póstað: 26. Jan. 2007 23:40:16
eftir Sverrir
Stórglæsilegt :cool:

Smá silfurlit í sárið?

Re: Corsair F4U

Póstað: 26. Jan. 2007 23:53:44
eftir Offi
[quote=Sverrir]Smá silfurlit í sárið?[/quote]
Kannski það, já. Ég er nú þegar kominn með silfurlit í hárið! :cool:

Re: Corsair F4U

Póstað: 4. Feb. 2007 20:25:31
eftir Offi
Corsair er flugklár!

Ég þarf reyndar að finna svipaðan lit til að mála sárin. Ég setti þennan flotta F1 áfyllingarstút frá flugmódelvöruverslun smáfuglanna og svo fór pitts muffler á og voila:

Mynd

Mynd