[quote=kip]Kemuru ekki svo bara í vor norður með þessar vélar til að prófa Melgerðismela? Það er svo gott nebbla með melana að maður getur næstum lent hvar sem er, þetta er allt þokkalega slétt og lárétt. Það vantar fleiri ameríska warbirda á Melana, hér er allt að drukkna í þýskum stríðsfuglum

[/quote]
Jú, skal ekki hika við að prófa melana. Stýri Corsair með vinstri og Mustang með hægri.

Árni, verðurðu búinn með Messann? Við kanasleikjurnar hökkum hann niður.
Ég kem hins vegar ekki til með að kaupa mér
AFR aftur. Held að ég taki frekar
ARF. Þetta er þvílík fjallabaksleið að setja þetta saman með Hangar 9 leiðbeiningunum. Sem dæmi get ég nefnt að hjólaskálarnar koma ísettar í Hangar 9, ef marka má myndirnar. Fyrir vikið límdi ég saman vænginn áður en það kom að því að setja hjólin undir, rétt eins og leiðbeiningarnar sögðu. Svo þegar kom að því að setja hjólin undir, þá voru engar hjólaskálar. Bara tvö plaststykki, óútskorin og í óræðri stærð. En... þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg sem slík.
En ég hefði getað trompast þegar ég ætlaði að setja hjólabúnaðinn undir. Sjáið bara:
Þetta er BLÁTT! Ég held bara að framleiðandinn og öll hans ætt sé með hundaæði, klamydíu og sullorma!