P-51D Mustang

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Offi »

Já, ætli ég taki ekki tvígengis.

Það held ég að Þröstur núi saman höndum núna...! ;) Fyrir utan þrjár vélar (á rafmagns cessnu sem startaði þessu öllu) þá er ég slyppur og snauður hvað græjur snertir!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Sverrir »

Þessi hefði verið flottur :)

Vélin kemur alla veganna af sömu framleiðslulínu og Hangar 9 vélarnar ;)

Gæti verið frá Raiden Tech.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Kannski eitthvað Víetnamskt þorp sem setti í gang framleiðslulínu en Hangar9 hafnaði vegna undirmálsgæða.
Þetta er væntanlega svona "no-name-brand" sem einhver hefur verið svo djarfur að setja þekkt vörumerki á.
Einmitt það sem er vandmálið við að versla á e-bay. Svo fær þessi aðili á sig alltof neikvæða punkta....hættir undir því nafni og byrjar aftur með nýju....

Ojæja. ef það flýgur þá flýgur það. En maður getur ekki klagað í neinn ef ekki.
Bara njóta þess...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Offi »

Já, alveg hárrétt, meðan maður er ánægður, þá er lífið gott. Ég er alveg ljómandi glaður með þessa byrjun mína í sportinu. En ég veit það af eigin reynslu hvað austantjaldsbúarnir eru kræfir í eftirlíkingum. 8 daga ferð til Kína kenndi mér það. Ping golfsett á 7 þúsund... Armani skyrtur 300 kr... Kinetic Rolex á 1100! (Reyndar er þetta borið fram Lolex!)

Ég þarf hins vegar að fara að taka saman hvað mig vantar af dóti. Ég fæ nú væntanlega slatta með byrjendapakkanum og ætla að nota servóa og mótor og allt það á Corsairinn. Ég held samt að ég geri rétt í að fá mér einn gang af servóum fyrir Mustang og svo þarf hann auðvitað stærri mótor.

Svo þarf ég auðvitað að ganga í Þyt... þrátt fyrir að hann virðist vera í útrýmingarhættu sem stendur!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hehe... Þytur er varla í útrýmingarhættu. Sérstaklega þegar bætist svona vel í hópinn.

Bara smá millibilsástand meðan kynslóðaskipti verða,,, mundi ég halda.
Ojæja. Þytur deyr aldrei út. Það verða alltaf balsafíklar, módelflugnördar og ringulreiðmenn á ferli hérna á StórReykjavíkurhorninu og þeir þurfa að hafa með sér samtök hvað sem tautar eða raular.
Skyldi niðurstðan verða að myndað verði nýtt félag með nýju nafni þá mun Þytur áfram vera móðir íslenskra flugmódelfélaga og afrakstur brautryðjendanna liggja til grundvallar jafnt sem áður.

Hátíðlegt en einlægt.... ekki satt?

Ég held sem sagt það þurfi ekki að hafa áhyggjur, það vantar bara fólk sem er tilbúið að taka að sér óeigingjarnt en gefandi starf á næstunni. Sjálfur get ég ekki annað en geymt það til seinni tíma.... :/
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Offi »

[quote=Agust]Hér er hægt að sækja Hangar 9 Mustang manual http://www.hangar-9.com/ProdInfo/Files/ ... manual.pdf[/quote]
Takk fyrir þetta. Þetta eru NÁKVÆMLEGA sömu leiðbeiningarnar og fylgdu með minni... en bara með annarri forsíðu. Hugsa að það verði minna um fingraför og kám ef ég prenta þær bara út sjálfur. Þær verða líka greinilegri en þetta ljósrit sem ég er með. ;)
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir kip »

Kemuru ekki svo bara í vor norður með þessar vélar til að prófa Melgerðismela? Það er svo gott nebbla með melana að maður getur næstum lent hvar sem er, þetta er allt þokkalega slétt og lárétt. Það vantar fleiri ameríska warbirda á Melana, hér er allt að drukkna í þýskum stríðsfuglum :D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Offi »

[quote=kip]Kemuru ekki svo bara í vor norður með þessar vélar til að prófa Melgerðismela? Það er svo gott nebbla með melana að maður getur næstum lent hvar sem er, þetta er allt þokkalega slétt og lárétt. Það vantar fleiri ameríska warbirda á Melana, hér er allt að drukkna í þýskum stríðsfuglum :D[/quote]
Jú, skal ekki hika við að prófa melana. Stýri Corsair með vinstri og Mustang með hægri. :lol: Árni, verðurðu búinn með Messann? Við kanasleikjurnar hökkum hann niður.

Ég kem hins vegar ekki til með að kaupa mér AFR aftur. Held að ég taki frekar ARF. Þetta er þvílík fjallabaksleið að setja þetta saman með Hangar 9 leiðbeiningunum. Sem dæmi get ég nefnt að hjólaskálarnar koma ísettar í Hangar 9, ef marka má myndirnar. Fyrir vikið límdi ég saman vænginn áður en það kom að því að setja hjólin undir, rétt eins og leiðbeiningarnar sögðu. Svo þegar kom að því að setja hjólin undir, þá voru engar hjólaskálar. Bara tvö plaststykki, óútskorin og í óræðri stærð. En... þetta er ákveðin áskorun og skemmtileg sem slík.

En ég hefði getað trompast þegar ég ætlaði að setja hjólabúnaðinn undir. Sjáið bara:
Mynd

Þetta er BLÁTT! Ég held bara að framleiðandinn og öll hans ætt sé með hundaæði, klamydíu og sullorma!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir kip »

Sko, ég er nýbúinn að ganga í gegnum svipaða reynslu, var að klára einn svona ebay mustang sem leit vel út á mynd svosum, Gauji smíðameistari á Grísará segir það versta ARF kit sem hann hefur séð, og þar lenti ég akkurat í svona veseni með hjólaskálarnar, ekkert passar og ég endaði með að þurfa að taka úr plastskálarnar undan "hjólteinunum" og smíða nýjar ofl. helv bras. Enda er stefnan að sá mustang prýði næsta crash hittarann á Youtube :) En ég held svei mér þá að ég versli arfann minn beint frá Syðra-fell hangar héðan í frá.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: P-51D Mustang

Póstur eftir Steinar »

Mjög oft fær maður það sem maður á skilið fyrir peninginn.;)

Gott kitt = MARGIR PENINGAR.
Drasl kitt = EKKI MARGIR PENINGAR.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Svara