Við höfum öll sögu um líf okkar hvert og eitt og hvers vegna erum við á þessum stað sem við erum og áhugamál okkar og félagar. Þið félagar mínir sem hafa þennan brennandi áhuga flugmódelflugi og öllu því allskonar dóti og pælingum sem því fylgir, þið eruð þvílíkir sérfræðingar sem mundu sóma sér vel í hvaða háskóla, geimfara eða hergagnastonum sem er.
Ég hef verið í kvikmyndagerð í áratugi og hafði alltaf haft mikinn áhuga á þyrluflugi, ætlaði að læra þyrluflug en var sagt af eihverjum sjálfskipuðum spekingi að ég væri allt of gamall að fara að læra það en þá var ég rúmlega þrítugur, svona geta menn dregið úr manni kjark að stíga skrefið.
Ég og Ásgeir Long fyrverandi formaður Þyts gerðum til dæmis kynningar og heimildar mynd fyrir Landhelgisgæsluna, þar sem þyrluflug kemur við sögu og hér eru nokkrar myndir frá þeirri vinnu.:
Ásgeir og ég í fjörunni á Axarfirði fyrir norðan.
Hékk í öryggisbeltum í hliðarhurð þyrlunnar að mynda landhelgisbrjóta.
Lesta þyrluna á Akureyrarflugvelli af kvikmyndagræjunum.
Varð að fá eina mynd í flugstjórasætinu. TF-Sif kom ný til Íslands 1985, árið 1987 bjargði þyrluáhöfn Sifjar öllum 9 manna áhöfn af Barðanum GK-475 sem strandaði vestarlega á Snæfellsnesi: "Meiriháttar björgunarafrek sagði Berþór Ingibergsson stýrimaður á Barðanum"
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1651652
Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF 1987 en tuttugu árum seinna 16 júlí 2007 nauðlenti hún í sjónum við Straumsvík þegar annar mótor missti afl, en það varð engin mannskaði. Sjá blaðafréttir:
http://www.mbl.is/mm/frettir/knippi.html?gid=2531 http://www.fjardarposturinn.is/images/F ... -skjar.pdf
og skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa:
http://www.rnf.is/frettir/nr/217 árið 2001 lenti TF-SIF í öðrum hremmingum þegar blöð þyrlunar rákust í stél en það fór allt vel samt:
http://is.wikipedia.org/wiki/TF-SIF_(%C3%BEyrla)
Ásgeir Long um borð í Varðskipi
Ég með kvikmyndabúnaðinn, ekkert smá þungt dót, bara rafhlaðan 13,5 V aftan á kamerunni 500 gr. ( 9 stk. rafhlöður raðtengdar í kassanum) myndavélin 7 kg. sér víeó upptökutæki 14 kg. og þrífótur engin léttavara heldur og hljóðnemi. Myndgæðin voru svo eins og úr lélegum GSM síma í dag. Var með helling af aukarafhlöðum fyrir vídeóvél 12 V og U-matic vídeótækið og 1 - 2 kassa af U-matic upptöku spólum sem gátu tekið upp hámark 22 mín. af efni hver.
Hljóðmenn sem þurfut að burðast með U-matic tækið voru komnir með atvinnustjókdóm, sveigju í viðbeinið og önnur öxlin sigin niður.