Síða 2 af 3
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 00:47:11
eftir TEX
Það ætti ekki vera neitt mál. Best er að kíkja hann, það er að kíkja á afturbrún ef þú sérð ekki muninn þá er þetta í lagi. Svo er þetta trimmað úr í flugi!!!
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 07:24:39
eftir Agust
Ég helda að mín reynsla hafi kennt mér að því lengur sem límið helst fljótandi, þeim mun betur gengur það inn í viðinn. Það held ég að sé ein skýringin á því að 12 tíma lím er lang best. Ég fer eins konar milliveg og nota mest 30 mínútna lím, en 5 mínútna lím aðeins í neyð.
Það má reyndar bæta því við, að ef epoxylímið er hitað, t.d. með hitablásara, þá verður það þynnra og harðnar mun fyrr. Efnabreytingin gengur hraðar ef límið er heitt.
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 08:58:26
eftir Gaui
Hvaða módel ertu að setja saman? 2mm skekkja þarf ekki einu sinni að vera vegna þess hvernig þú settir saman í rótina, heldur gæti þetta verið spennuskjekkja í smíðinni.
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 09:39:24
eftir einarak
Þetta er great planes Cessna 182 Skylane, með 165cm vænghaf
og hreifillinn verður Saito FA.56 4-stroke

Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 11:42:19
eftir Björn G Leifsson
2mm er ekkert að hafa áhyggjur af eins og Þröstur bendir á þá trimmast það til. Ég geri ráð fyrir að vængstífurnar séu festar þannig að þær taka heilmikið álag af vængrótinni svo límíngin er ekki krítískt atriði.
Verðu gaman að sjá þessa fljúga.
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 12:04:57
eftir einarak
Svo ef mér líst ekki a blikuna fer ég bara með hana til þrastar og segi að vænginn hafi vantað í kassann HEHEHEHE
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 12:06:02
eftir einarak
[quote=Björn G Leifsson]2mm er ekkert að hafa áhyggjur af eins og Þröstur bendir á þá trimmast það til. Ég geri ráð fyrir að vængstífurnar séu festar þannig að þær taka heilmikið álag af vængrótinni svo límíngin er ekki krítískt atriði.
Verðu gaman að sjá þessa fljúga.[/quote]
Og enn skemmtilgra að sjá hana lenda :/
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 13:01:08
eftir Agust
Ég skil ekki hvað þið eruð að tala um, en ef illa tekst til, þá má alltaf breyta flygildinu í
Ornithopter .
Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 22:30:06
eftir Björn G Leifsson
[quote=einarak]Og enn skemmtilgra að sjá hana lenda :/[/quote]
Eitt getur þú alltaf verið viss um. Ef þér tekst að fá flugmódel til að lyfta sér frá jörðinni þá er alveg öruggt að hún lendi aftur.
Aðdráttarafl jarðar hefur enn ekki verið sigrað af nokkrum módelflugmanni
Það sem þú sem flugmaður þarft að sjá um er auðvitað að láta hana lenda
þegar þú villt,
þar sem þú villt og eins
mjúklega og kostur er. Þar kemur æfing að góðum notum og hana fær maður nú til dags best í flughermi

Re: Exopy lím
Póstað: 18. Des. 2006 22:49:50
eftir kip
Þegar ég var að fljúga skiptið var ég með áhyggjur hvort ég næði henni niður, þá sagði módelflugkennarinn minn að Newton gamli sæi um það fyrir okkur, ég sá aldrei þennan Newton, ætli hann komi á Flugkomuna 2007?