Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það stóð heima þegar menn vöknuðu í morgun, enn var vindur mikill en þó heldur minni en í gær. En og aftur var það Kridtvejen brekkan sem vindurinn stóð á þó hann væri nokkrum gráðum til hliðar við það sem hann var í gær. Það bætti þó heldur í þegar leið á morguninn og var vindurinn síst minni en í gær.

Seinni helmingurinn af sautjándu umferðinni var kláraður í morgun og svo fjórar í viðbót og eru þá 21 umferð að baki (22 með þeirri sem var felld niður). Á morgun ætti svo að nást að fljúga tvær umferðir til viðbótar en ekki verður ræst út eftir kl. 13. Matur og verðlaunaafhending er svo á dagskrá kl. 19 annað kvöld.

Hraðasta tíma dagsins, 36,30 sekúndur, átti Vladimir Simo frá Slóvakíu í tuttugustu umferð. Enn er talsverð spenna í baráttunni um fyrsta sætið en einungis munar 8 stigum á fyrsta og öðrum manni en það eru Þjóðverjarnir Thorsten Folkers og Helge Borchert. Frakkinn Pierre Rondel er svo í þriðja sæti 479 stigum á eftir fyrsta sætinu. Í liðakeppninni eru Þjóðverjar efstir, svo Frakkar og Bretar í þriðja. Ólílegt er að það breytist í umferðum morgundagsins.

Þar sem þetta var síðasta kvöldmáltíð okkar félaga í bústaðnum, það er jú kvöldverður og verðlaunaafhending annað kvöld, þá fóru aðstoðarmennirnir snemma í búð í dag að kaupa inn mat fyrir kvöldið og undirbúa. Þeim brást ekki bogalistin og svo bætti Eysteinn um betur þegar hann var sendur upp í þjónustumiðstöð að ná í íspinna og kom til baka með ístertu.

Á morgun stefnir svo allt í álíka vind og í dag en í aðra stefnu og er Vigsø brekkan á dagskrá þegar þessi orð er rituð. En það er bara hið besta mál og ekkert yfir því að kvarta, flott að geta rölt út í brekku beint úr bústaðnum. Smá bleyta er í kortunum eins og er en við höfum ekki áhyggjur af því fyrr en á það reynir.

Myndir frá deginum | Umfjöllun hjá TV Midt Vest

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Gaui »

Af hverju var ein umferðin felld niður? Það hefur ekki komið fram.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Sjá úrskurð.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það hvein og söng í öllu þegar við vöknuðum í morgun og Vigsø brekkan var enn á dagskrá. Við fengum okkur morgunmat og röltum svo í rólegheitum út í brekku enda ekki nema fimm mínútna rölt á áfangastað.

Fyrstu menn voru ræstir út rétt rúmlega níu og svo var flogið til að verða hálf þrjú. Ekki gerðist margt fréttnæmt í dag en keppandi Hollendinga í unglingaflokki varð fyrir því óláni að missa vélina sína vegna bilunar. Í heildina voru því flognar 24 umferðir á fimm og hálfum degi, 25 ef við teljum með umferðina sem var felld niður. Það eru því 21 umferð umfram mótið 2014 og 2 umferðir umfram mótið 2012 og ekki annað hægt að segja að vel hafi til tekist.

Í fyrsta sæti Thorsten Folkers frá Þýskalandi, í öðru sæti Helge Borchert frá Þýskalandi og í þriðja sæti Pierre Rondel frá Frakklandi. Í liðakeppninni varð Þýskaland í fyrsta sæti, Frakkland í öðru sæti og Danmörk í þriðja sæti. Við óskum Thorsten og Þýskalandi til hamingju með sigurinn.

Skipulagningin hjá Dönunum hefur verið til fyrirmyndar og allt gengið eins og í vel smurðri vél. Veðrið hefur verið til fyrirmyndar, þurrt og bjart, og vindur nálægt efri mörkum seinni hluta vikunnar. Einstaka hikst hefur verið í keppnistölvunni en það hefur alltaf verið leyst á innan við mínútu.

Verðlaunaafhending verður kl. 19 í kvöld og strax á eftir verður hátíðarkvöldverður fyrir keppendur og aðstoðarfólk. Við látum þennan pistill verða þann síðasta frá Danmörku en við leggjum af stað áleiðis til Kaupmannahafnar snemma í fyrramálið og komum heim annað kvöld.

Myndir frá deginum.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Til hamingju með þetta félagar!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Takk fyrir það!

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 910
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Flott landslið.
Kv.
Gústi
Passamynd
Elli Auto
Póstar: 56
Skráður: 16. Jan. 2015 22:00:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Elli Auto »

Sammála, flott landslið.
Og til hamingu með árangurinn, þetta fer í reynslubankann :)
http://www.wcf3f.dk/results.html
Kv. Elli
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Hér má svo sjá hraðasta tímann í mótinu hjá Markus Meissner, 32,08 sekúndur!

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Árni H »

Þetta var glæsilegt hjá ykkur og sérlega gaman að fylgjast með mótinu á netinu. Ég veit það úr öðrum greinum að það að fara til útlanda og keppa er gríðarlega gefandi og ég vil eiginlega meina að ein keppnisferð á borð við þessa sé jafngildi einhverra ára í reynslubankann - ef þið skiljið við hvað ég á :)

Kv,
Árni H
Svara