Síða 2 af 3

Re: Vallarborð

Póstað: 2. Maí. 2007 23:21:00
eftir Þórir T
maður gæti stundum haldið það :)

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 12:35:08
eftir Gaui
Sverrir

Flott borð hjá ykkur og sniðugt að setja það saman. Má ég samt koma með tillögu að þið setjið einhvers konar tjóður sem hægt er að binda í stél módels á borðinu svo engin hætta sé á að það lyfti stélinu á meðan verið er að keyra upp mótor. Ég hef þá reynslu af svona að stél vill lyftast og þá er spaðinn kominn í ... ö ... spað!

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 13:15:31
eftir Sverrir
Það er á leiðinni ásamt „gúmmí“ á póstana svo vængirnir merjist ekki :)

2 myndir frá gærkvöldinu þar sem borðið var prufukeyrt.
Mynd

Mynd

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 16:52:52
eftir maggikri
[quote=Gaui]Sverrir

Flott borð hjá ykkur og sniðugt að setja það saman. Má ég samt koma með tillögu að þið setjið einhvers konar tjóður sem hægt er að binda í stél módels á borðinu svo engin hætta sé á að það lyfti stélinu á meðan verið er að keyra upp mótor. Ég hef þá reynslu af svona að stél vill lyftast og þá er spaðinn kominn í ... ö ... spað![/quote]
Sæll Gaui. Ég var einmitt að velta þessu fyrir sama og þú hvort að vélar með stélhjól lyfti sér ekki upp eins og þú talar um. Við prófuðum þetta á 120 mótor Ultra stik á full power og þetta svínvirkar, engin brögð á að velin lyfti sér. Það væri hins vegar sniðugt að setja eitthvað til að halda stélinu just in case.

Guðni og Sverrir þetta næturvaktarborð ykkar er tær snilld. Ég væri alveg til í að taka næturvakt í smíði á öðru svona borði.
Mynd

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 17:45:30
eftir Sverrir
Usss, voruð þið að sulla út fína borðið okkar, það var vonandi þrifið, gengur ekki að hafa olíu út um allt :P ;)

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 19:25:23
eftir kip
Hvaaa Sverrir, fínasta viðar- og fúavörn afgasdrullan :D:D

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 19:52:55
eftir maggikri
Nei þetta var bara Gunni sullari.
kv
MK

Re: Vallarborð

Póstað: 4. Maí. 2007 23:07:16
eftir Sverrir
Annað sýndist mér áðan :D

Re: Vallarborð

Póstað: 18. Maí. 2007 00:27:13
eftir maggikri
Jæja, þá fóru Sverrir og Guðni á enn eina(N-1) næturvaktina við að smíða samsetningar og startborð. Við stefnum að því að hafa eitt borð á mann. svo eru þeir búnir að vera að setja saman vél í dag fyrir byrjanda í sportinu. Þeir fóru síðan með borðið út á Arnarvöll. Sverrir kemur væntanlega með myndir frá því og dýralífinu í myrkrinu.
Mynd
Mynd

Re: Vallarborð

Póstað: 18. Maí. 2007 01:30:27
eftir Sverrir
Látum eina mynd duga. Að venju var nóg af kanínum en að auki bættist ein hagamús í flóruna.
Varla hægt að kalla þetta næturvakt þar sem smíðum lauk fyrir miðnætti. Einn klukkutími og 45 mínútur fóru í smíðina að þessu sinni.

Mynd