Móttakara loftnetsvír

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir kip »

Ég bara verð að fá þetta á hreint strákar, mönnum ber ekki saman um þetta. Ef plásthólkurinn dregur nákvæmlega ekkert úr móttökunni þá langar mig til að nota hólka. En nú er hólkurinn oft innan í skrokknum, eins og á Giant big stick frá GP kemur hólkurinn með forsettur í skrokkinn. Þá er komin klæðingin, balsi, plaströr og einangrun á milli móttakara vírsins og sendisloftnetsins, það hlýtur að muna einhverju?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Sverrir »

Hefur ekki skipt neinu máli(ekki hávísindalega rannsakað) í þau skipti sem ég hef haft þetta svona í mínum vélum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Haraldur »

Svo lengi sem þú ert ekki með leiðandi efni milli loftnets og lofts þá á þetta að vera í lagi.
Svo ég viti þá leiðir tré eða klæðning ekki.
Ef þú hinsvegar klæðir flugvélina með áli eða ert með kolfíber skrokk, sem bæði eru leiðandi efni þá myndar skrokkurinn einangrandi (fyrir rafmagnið) lag þannig að radíóbylgjurnar eiga erfitt með að komast inn að loftnetinu.

Sama prinsipp og notað er í loftnetsvírum (koax), en þar er skermur utan um leiðara sem kemur í veg fyrir að leiðarinn geisli útfyrir skerminn. Ef skermurinn er fjarlægður þá verðu vírinn að loftneti.
Vír = loftnet, Skermur = skrokkur.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]...

þá myndar skrokkurinn einangrandi (fyrir rafmagnið) lag þannig að radíóbylgjurnar eiga erfitt með að komast út.
...[/quote]
Hmmmm. ...

jaaaaa...

út eða inn það er spurningin....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Þórir T »

:D var einmitt að velta þessu fyrir mér, en já ég skildi hvað hann átti við...
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég nota gjarnan svona rör til að leiða loftnetið en það getur verið alveg skelfilegt að koma bannsettum vírnum inn í það nema stutta leið. Þessi mjúku plastefni (einangrunin utaná vírnum) geta verið ótrúlegas stöm. Skiptir litlu hvort rörið var vítt eða þröngt og ég prófaði allt frá ólívuolíu (sem gerði illt verra) upp í sílíkonfeiti af dýrustu gerð. Ég var lengi að berjast við rörið sem ég setti í Super köbbinn sem ég er að smíða (svona þegar sumarið er búið allavega :) )
Ég leysti það með því að líma kúlu á endann á loftnetinu (kúlu af títuprjónshaus sem ég boraði gat gegnum og límdi á með sýrulímsdropa) og hreinlega blása loftnetinu inn í rörið.

Það sem manni getur dottið í hug...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Steinar »

Gamalt ídráttarhúsráð er að nota kartöflumjöl og virkar bara vel. (bara láta það ekki blotna :) )
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Haraldur »

Þegar ég hef dregið í hús og ekkert gengur þá hef ég notað uppþvottalög, og maka því á vírinn og hann rennur inn.

Annars er gott ráð að byrja á því að blása tvinna eða létt band í gegn og síðan binda eða teypa endan við vírinn og draga hann svo í gegn. Sama og gert er í vængjum þar sem maður þarf að draga servó vírinn í gegnum vænginn, þá er oftast bandspotti til staðar frá framleiðanda.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir einarak »

durex var með á boðstólnum einhverjar vörur í þetta í-dráttarverkefni :D
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Móttakara loftnetsvír

Póstur eftir Agust »

Ég nota oft bjölluvír (sprengjuvír er ekkert síðri) við þetta verk. Auðvelt er að reka stífan vírinn í gegn. Síðan afeinangra ég 5 mm af loftnetsvírnum og bjölluvírnum, lóða lauslega saman, og dreg í gegn. Losa síðan lóðninguna með lóðboltanum.

Annars hef ég upp á síðkastið límt grannt rör neðan á skrokkinn á módelinu, þ.e. ef ég hef ekki komið því fyrir inni. Nota glært Fix-All sem festist vel við filmuna. Lítið sem ekkert ber á rörinu, og er hægt að lita það ef með þarf. Þannig er þetta hjá mér á UltraStick25E og Funtana40. Rörin frá Tómó.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara