Bellanca Decathlon "XXL"
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Svo ég haldi áfram að læra heima (fjarnám í modelsmíðum 201) hvaða lím notaru til að líma listana utan á krossviðinni? bara epoxy? eða einhvað léttara?
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Best er að nota það sem Þjóðverjer kalla Weißleim, en við hér á Fróni köllum hvítt trélím.
Trélímið hefur nokkra frábæra kosti:
1) það er ódýrt.
2) það er engin lykt af því (eða nánast engin).
3) það er vatnsleysanlegt (maður nær því af puttunum)
4) það er fljótt að þorna
5) það er sveigjanlegt eftir þornun
Ókostirnir eru helst þeir að það er ekki gott á álagsstaði og það er ekki gott þat sem maður þarf að pússa slétt, t.d. til að líma saman klæðningarplötur.
Skoðaðu þessa umfjöllun um lím á vef FMFA: http://new.flugmodel.is/airfield_greinar/adhesives.htm
Trélímið hefur nokkra frábæra kosti:
1) það er ódýrt.
2) það er engin lykt af því (eða nánast engin).
3) það er vatnsleysanlegt (maður nær því af puttunum)
4) það er fljótt að þorna
5) það er sveigjanlegt eftir þornun
Ókostirnir eru helst þeir að það er ekki gott á álagsstaði og það er ekki gott þat sem maður þarf að pússa slétt, t.d. til að líma saman klæðningarplötur.
Skoðaðu þessa umfjöllun um lím á vef FMFA: http://new.flugmodel.is/airfield_greinar/adhesives.htm
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Næst á dagskrá var að setja frambrúnina á stélflötinn og afturbrúnina á hæðarstýrin. Það er gert með því að samlíma fjóra 2,5mm planka á stélið. Það verður mjög sterkt og auðvelt er að hefla það til og forma með sandpappír. Til að vefja balsanum utanum hæðarstýrið þarf að bleyta hann vel í vatni. Það kemur líka í veg fyrir að hægt sé að nota annað en hvítt lím:
Við vildum hafa hliðarstýrið þannig að hægt sé að taka það af með því að losa einn stálpinna úr öllum lömunum og því byrjaði ég að gera raufar fyrir lamirnar. Það var afar erfitt, sérstaklega þar sem raufin fyrir lamirnar nær ekki í gegnum krossviðarkjarnann á hliðarstýrinu. Ég byrjaði á því að bora nokkur göt:
og svo notaði ég járnsagarblað og platínuþjöl til að laga til raufarnar:
Þetta reyndist svo erfitt og svo mikið sem gat farið úrskeiðis að á módeli nr. 2 ákvað ég að fara aðra leið. Ég sagaði langleiðina í gegnum krossviðarkjarnann og þar sem lamaraufin náið ekki í gegn sagaði ég algerlega úr fyrir lömunum:
Síðan límdi ég póstana á, en setti ekki lím þar sem lamirnar koma. Þá var auðvelt mál að bora tvö lítil göt og síðan slá bútinn úr, þar sem lamirnar eru, með skrúfjárni og hamri:
Næst settum við stélflötinn saman. Það er gert með fjórum koparrörum og tveim 4mm bútum af píanóvír:
Rörin voru fittuð í stélfletina með stálpinnana í og síðan var Hysol notað til að líma þetta fast:
Nú var hægt að rúnna brúnirnar á stélinu með balsahefli og sandpappír:
Hérna er Þröstur með stélið af fyrsta módelinu tilbúið. Það er ansi stórt, enda getur Þröstur næstumþví falið sig á bakvið það!
Næst: skrokkurinn.
Maður byrjar skrokkin með því að líma saman eldvegginn og skrokkgólfið. Við þá límingu notuðum við 30 mín. epoxý vegna þess að hvíta límið er bara of svegjanlegt við slíkar aðstæður:
Næst eru skrokkhliðarnar settar á. Hérna er verið að smíða tvo skrokka í einu:
Til að raða skrokknum saman er sett niður mjög einföld festing úr 3mm krossviði. Hún er lögð á plast og negld ofan á borðið.
Framhlutinn og allir skrokkrammarnir eru nú límdir á þessa festingu með CA lími. Hér er verið að líma fyrstu langböndin í:
Nú er stélhlutinn settur saman. Hann er sérstakt box sem er byggt undir stélflötinn og heldur annars vegar stélinu á og hýsir hins vegar servóin þrjú sem stjórna hæðar- og hliðarstýrunum:
Nú vildum við setja furu langbönd á skrokkinn, en þá kom í ljós að götin sem þessi langbönd þurftu að fara í gegnum voru alltof lítil. Það tók því smá tíma að stækka þau:
Það síðasta sem við gerðum í dag var að líma fyrstu furulangböndin í:
Það er orðið óþægilega augljóst að þetta verða STÓR módel.
Við vildum hafa hliðarstýrið þannig að hægt sé að taka það af með því að losa einn stálpinna úr öllum lömunum og því byrjaði ég að gera raufar fyrir lamirnar. Það var afar erfitt, sérstaklega þar sem raufin fyrir lamirnar nær ekki í gegnum krossviðarkjarnann á hliðarstýrinu. Ég byrjaði á því að bora nokkur göt:
og svo notaði ég járnsagarblað og platínuþjöl til að laga til raufarnar:
Þetta reyndist svo erfitt og svo mikið sem gat farið úrskeiðis að á módeli nr. 2 ákvað ég að fara aðra leið. Ég sagaði langleiðina í gegnum krossviðarkjarnann og þar sem lamaraufin náið ekki í gegn sagaði ég algerlega úr fyrir lömunum:
Síðan límdi ég póstana á, en setti ekki lím þar sem lamirnar koma. Þá var auðvelt mál að bora tvö lítil göt og síðan slá bútinn úr, þar sem lamirnar eru, með skrúfjárni og hamri:
Næst settum við stélflötinn saman. Það er gert með fjórum koparrörum og tveim 4mm bútum af píanóvír:
Rörin voru fittuð í stélfletina með stálpinnana í og síðan var Hysol notað til að líma þetta fast:
Nú var hægt að rúnna brúnirnar á stélinu með balsahefli og sandpappír:
Hérna er Þröstur með stélið af fyrsta módelinu tilbúið. Það er ansi stórt, enda getur Þröstur næstumþví falið sig á bakvið það!
Næst: skrokkurinn.
Maður byrjar skrokkin með því að líma saman eldvegginn og skrokkgólfið. Við þá límingu notuðum við 30 mín. epoxý vegna þess að hvíta límið er bara of svegjanlegt við slíkar aðstæður:
Næst eru skrokkhliðarnar settar á. Hérna er verið að smíða tvo skrokka í einu:
Til að raða skrokknum saman er sett niður mjög einföld festing úr 3mm krossviði. Hún er lögð á plast og negld ofan á borðið.
Framhlutinn og allir skrokkrammarnir eru nú límdir á þessa festingu með CA lími. Hér er verið að líma fyrstu langböndin í:
Nú er stélhlutinn settur saman. Hann er sérstakt box sem er byggt undir stélflötinn og heldur annars vegar stélinu á og hýsir hins vegar servóin þrjú sem stjórna hæðar- og hliðarstýrunum:
Nú vildum við setja furu langbönd á skrokkinn, en þá kom í ljós að götin sem þessi langbönd þurftu að fara í gegnum voru alltof lítil. Það tók því smá tíma að stækka þau:
Það síðasta sem við gerðum í dag var að líma fyrstu furulangböndin í:
Það er orðið óþægilega augljóst að þetta verða STÓR módel.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Áður en ég lokaði stálboxinu setti ég servó fyrir hliðarstýrið á sinn stað því það verður erfitt að komast að því síðar. Fyrir þá sem hafa áhuga á slíku, þá er þetta JR DS8511 digital servó. Hliðarstýrið er ekker hrikalega stórt, en okkur fannst ráðlegra að nota þetta servó þar sem það er áreiðanlegt og sterkt.
Næst þurfti að líma inn skástífurnar í skrokkin og krossana á gólfið á honum og upp undir þakið. Hér er veriða setja skálistana:
Og hér eru krossarnir. Þeir eru gerðir úr 5mm dílum þar sem sést inn í flugmannsklefann og úr 5x5mm balsa annars staðar. Þessir krossar og skástífur gera skrokkinn mjög stífan.
Fyrir innan framrúðuna er 10mm díll sem tengir saman vængina tvo. Í leiðbeiningunum segir að þetta sé í raun ekki nauðsynlegt, en ef maður rekur niður annan vængendann, þá færast kraftarnir yfir í hinn vænginn og ekkert brotnar.
Næst er að líma niður mælaborð úr létt-krossviði og setja svo balsa skinn á skrokkinn. Það er aðeins ein 5x5mm stika undir því vegna þess að seinna meir verður límt niður glerfíber mælaborð:
Hér er skinnið komið á og límið að þorna:
Ég lauk við stélboxið og límdi niður kambsætið og plötuna fyrir framan það:
Hér er verið að líma stélkambinn á. Eins og sést, þá er notaður vínkill til að sjá til þess að kamburinn sé algerlega lóðréttur. Árni Hrólfur þarna í horninu er að þykjast ekki hafa áhuga á þessari smíði, en í raun réttri hetur hann tæplega haft augun af smíðinni.
Það kom svo í hlut Þrastar að skera skrokkinn lausan og lyfta honum upp í fyrsta sinn. Vigtin segir skrokkinn vera 2,2 kíló – ekki slæmt það fyrir svona stóra skrokk (flugvélin, ekki Þröstur).
Næst þurfti að líma inn skástífurnar í skrokkin og krossana á gólfið á honum og upp undir þakið. Hér er veriða setja skálistana:
Og hér eru krossarnir. Þeir eru gerðir úr 5mm dílum þar sem sést inn í flugmannsklefann og úr 5x5mm balsa annars staðar. Þessir krossar og skástífur gera skrokkinn mjög stífan.
Fyrir innan framrúðuna er 10mm díll sem tengir saman vængina tvo. Í leiðbeiningunum segir að þetta sé í raun ekki nauðsynlegt, en ef maður rekur niður annan vængendann, þá færast kraftarnir yfir í hinn vænginn og ekkert brotnar.
Næst er að líma niður mælaborð úr létt-krossviði og setja svo balsa skinn á skrokkinn. Það er aðeins ein 5x5mm stika undir því vegna þess að seinna meir verður límt niður glerfíber mælaborð:
Hér er skinnið komið á og límið að þorna:
Ég lauk við stélboxið og límdi niður kambsætið og plötuna fyrir framan það:
Hér er verið að líma stélkambinn á. Eins og sést, þá er notaður vínkill til að sjá til þess að kamburinn sé algerlega lóðréttur. Árni Hrólfur þarna í horninu er að þykjast ekki hafa áhuga á þessari smíði, en í raun réttri hetur hann tæplega haft augun af smíðinni.
Það kom svo í hlut Þrastar að skera skrokkinn lausan og lyfta honum upp í fyrsta sinn. Vigtin segir skrokkinn vera 2,2 kíló – ekki slæmt það fyrir svona stóra skrokk (flugvélin, ekki Þröstur).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Nú er skrokkurinn á góðri leið og því ekki úr vegi að kíkja aðeins meira á stélið. Í staðinn fyrir flötu lamirnar sem fylgja vildum við nota Robart pinnalamir á stélflötinn og hæðarstýrin:
Ég notaði borstoð frá Robart sem Þröstur lánaði mér (ég þarf að kaupa mér svona, það þrælvirkar) til að gera götin:
og síðan límdi ég balsakubba inná til að halda lömunum:
Ástæðan fyrir því a ég boraði götin fyrst var að ég vildi sjá að þau færu rétt í gegnum létt-krossviðsmiðjuna.
Nú ætlaði ég að byrja á vængnum. Í leiðbeiningunum stendur að maður skuli festa tvo lista á bekkinn, annan 10 x 15 mm og hinn 6 x 15 mm og láta neðri vængbitana sitja á þeim. En þegar ég gerði það, þá settust rifin á bekkinn og annar bitinn var á lofti eða hann fór ekki alla leið í sætið í rifinu :
Það eru tveir listar af hvorri gerð í settinu, svo ég sameinaði þá og þá fékk ég nóg loft fyrir rifin og hann sat eins og hann átti að gera:
Ég boraði því í listana og negldi þá vandlega á bekkinn hjá mér. Þeir verða að taka fjóra vængi, tvo vinstri og tvo hægri.
Síðan pinnaði ég vængbitana niður og byrjaði að raða rifjunum á:
M‘aur byrjar á rifi 2 því að rótarrifið hallar og maður notar fyrstu bitavefina sem vinkla og einnig til að fá rétt bil á milli rifjanna. Þessi vængur er mjög sterkur og léttur og fljótsmíðaður:
Afturbrúnin eru tveir 2,5sm breiðir balsalistar. Maður límir annan þeirra undir rifin. S‘iðan setur maður hallastúrið saman og leggur það á afturbrúnina og límir öll hallastýrisrifin á sína staði:
Síðan er efri listinn límdur á:
Vængrörið er fittað í og límt á sinn stað ásamt M6 gaddaró sem vængfestingin notar:
Svo er hægt að setja falska frambrún og fambrúnarskinnið:
Ég notaði borstoð frá Robart sem Þröstur lánaði mér (ég þarf að kaupa mér svona, það þrælvirkar) til að gera götin:
og síðan límdi ég balsakubba inná til að halda lömunum:
Ástæðan fyrir því a ég boraði götin fyrst var að ég vildi sjá að þau færu rétt í gegnum létt-krossviðsmiðjuna.
Nú ætlaði ég að byrja á vængnum. Í leiðbeiningunum stendur að maður skuli festa tvo lista á bekkinn, annan 10 x 15 mm og hinn 6 x 15 mm og láta neðri vængbitana sitja á þeim. En þegar ég gerði það, þá settust rifin á bekkinn og annar bitinn var á lofti eða hann fór ekki alla leið í sætið í rifinu :
Það eru tveir listar af hvorri gerð í settinu, svo ég sameinaði þá og þá fékk ég nóg loft fyrir rifin og hann sat eins og hann átti að gera:
Ég boraði því í listana og negldi þá vandlega á bekkinn hjá mér. Þeir verða að taka fjóra vængi, tvo vinstri og tvo hægri.
Síðan pinnaði ég vængbitana niður og byrjaði að raða rifjunum á:
M‘aur byrjar á rifi 2 því að rótarrifið hallar og maður notar fyrstu bitavefina sem vinkla og einnig til að fá rétt bil á milli rifjanna. Þessi vængur er mjög sterkur og léttur og fljótsmíðaður:
Afturbrúnin eru tveir 2,5sm breiðir balsalistar. Maður límir annan þeirra undir rifin. S‘iðan setur maður hallastúrið saman og leggur það á afturbrúnina og límir öll hallastýrisrifin á sína staði:
Síðan er efri listinn límdur á:
Vængrörið er fittað í og límt á sinn stað ásamt M6 gaddaró sem vængfestingin notar:
Svo er hægt að setja falska frambrún og fambrúnarskinnið:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Vængsmíðin heldur áfram og nú er rótarklæðningin skorin til og límd á:
síðan klæðningin við hallastýrin:
og ræmur ofan á rifin:
Eftir að búið er að pússa vænginn varlega að ofan er hægt að snúa honum við og skrúfa fremri stífufestinguna á sinn stað. Aftari stífufestinguna er ekki hægt að skrúfa á fyrr en búið er að skera hallastýrið laust og það er ekki gert fyrr en búið er að líma endann á.
Áður er rótarklæðningin er límd undir vænginn blandaði ég smá epoxý kvoðu og glerfíber trefjum og helti þeim í bilið á milli vængrörsins og bitavefjanna:
Hér er búið að líma kloæðninguna undir vænginn og ræmurnar á rifin ásamt því að líma frambrúnina á:
Þegar frambrúnin hafði harðnað almennilega var hægt að gróf-forma hana. Það er ekki hægt að pússa hana í endanlegt form fyrr en vængendinn er kominn á.
Nú langaði mig að fara að búa til vængendann og þar sem leiðbeiningarnar sögðu að ég gæti eins vel gert báðar í einu, þá negldi ég niður miðjurnar fyrir báða:
Ég bjó til nokkra klossa úr 10mm furu og 1,5mm krossviði til að fá 11,5mm undir endana eins og sagði í leiðbeiningunum:
Balsinn sem samlíma á fyrir endana er síðan settur í vatnsbað og látinn sitja þar í tvo-þrjá tíma, en þá er hann límdur saman og síðan vafið utan um miðjurnar:
Þetta tekur u.þ.b. sólarhring að þorna, svo þá er tími til að byrja á hægri vængnum:
Ég skellti voginni á vænginn, svona án vængenda, og hann er orðinn 1,09 kg – ekki þungur fyrir svona stóran væng.
síðan klæðningin við hallastýrin:
og ræmur ofan á rifin:
Eftir að búið er að pússa vænginn varlega að ofan er hægt að snúa honum við og skrúfa fremri stífufestinguna á sinn stað. Aftari stífufestinguna er ekki hægt að skrúfa á fyrr en búið er að skera hallastýrið laust og það er ekki gert fyrr en búið er að líma endann á.
Áður er rótarklæðningin er límd undir vænginn blandaði ég smá epoxý kvoðu og glerfíber trefjum og helti þeim í bilið á milli vængrörsins og bitavefjanna:
Hér er búið að líma kloæðninguna undir vænginn og ræmurnar á rifin ásamt því að líma frambrúnina á:
Þegar frambrúnin hafði harðnað almennilega var hægt að gróf-forma hana. Það er ekki hægt að pússa hana í endanlegt form fyrr en vængendinn er kominn á.
Nú langaði mig að fara að búa til vængendann og þar sem leiðbeiningarnar sögðu að ég gæti eins vel gert báðar í einu, þá negldi ég niður miðjurnar fyrir báða:
Ég bjó til nokkra klossa úr 10mm furu og 1,5mm krossviði til að fá 11,5mm undir endana eins og sagði í leiðbeiningunum:
Balsinn sem samlíma á fyrir endana er síðan settur í vatnsbað og látinn sitja þar í tvo-þrjá tíma, en þá er hann límdur saman og síðan vafið utan um miðjurnar:
Þetta tekur u.þ.b. sólarhring að þorna, svo þá er tími til að byrja á hægri vængnum:
Ég skellti voginni á vænginn, svona án vængenda, og hann er orðinn 1,09 kg – ekki þungur fyrir svona stóran væng.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Á meðan ég set saman hægri vænginn skelli ég lokahöndunum á þann vinstri. Það fyrsta er auðvitað að forma vængendann og frambrúnina. Ég setti líka þver-rif á endann og límdi balsaræmur ofan á þau:
Nú var hægt að skera hallastýrið út og pússa bæði endana á því og rifin til hliðar við það:
Þegar hallastýrið var farið af gat ég sett aftari stífufestinguna á. Ég notaði ekki sex-kant boltana sem fylgja heldur sérstaka bolta með kúptum haus sem koma ekki við hallastýrið. Þá þarf ég ekki að grafa úr stýrinu fyrir boltunum:
Til að geta tekið hallastýrið af (alla vega þar til búið er að klæða það og mála), þá sýna leiðbeiningarnar hvernig maður lóðar M3 hauslausan bolta á stýrispinnann og límir stoppró í endann. Ég reyndi að lóða hauslausa boltann á, en hann annað hvort bara brotnaði af strax eða gengjurnar fylltust af tini, svo ég ákvað að fara aðra leið. Ég lóðaði bara venjulegan 16mm M3 sexkantbolta á pinnann og pússaði hann svo niður þar til ég gat skrúfað ró uppá boltann.
Ég breytti líka rónni. Í staðinn fyrir stoppró, sem ég er ekki viss um að myndi sitja föst mjög lengi, límdi ég gaddaró innan á vængendann:
Hausinn á boltanum rétt hverfur inn í gatið á endanum og seinna er síðan hægt að líma smá límband yfir til að láta gatið hverfa:
Nú var hægt að líma miðjulömina í vænginn til að halda á móti hallastýrinu. Ég notaði Hysol lím þarna því að það lekur ekki og því var engin hætta á að það læki niður í hallastýrið og festi það fyrir mér:
Það síðasta sem ég setti var fyllikubbur úr balsa sem kemur á vængrótina þar sem skrokkurinn beygir inn á við. Það þarf seinn meir að pússa þetta til svo það passi við skrokkinn.
Nú var hægt að skera hallastýrið út og pússa bæði endana á því og rifin til hliðar við það:
Þegar hallastýrið var farið af gat ég sett aftari stífufestinguna á. Ég notaði ekki sex-kant boltana sem fylgja heldur sérstaka bolta með kúptum haus sem koma ekki við hallastýrið. Þá þarf ég ekki að grafa úr stýrinu fyrir boltunum:
Til að geta tekið hallastýrið af (alla vega þar til búið er að klæða það og mála), þá sýna leiðbeiningarnar hvernig maður lóðar M3 hauslausan bolta á stýrispinnann og límir stoppró í endann. Ég reyndi að lóða hauslausa boltann á, en hann annað hvort bara brotnaði af strax eða gengjurnar fylltust af tini, svo ég ákvað að fara aðra leið. Ég lóðaði bara venjulegan 16mm M3 sexkantbolta á pinnann og pússaði hann svo niður þar til ég gat skrúfað ró uppá boltann.
Ég breytti líka rónni. Í staðinn fyrir stoppró, sem ég er ekki viss um að myndi sitja föst mjög lengi, límdi ég gaddaró innan á vængendann:
Hausinn á boltanum rétt hverfur inn í gatið á endanum og seinna er síðan hægt að líma smá límband yfir til að láta gatið hverfa:
Nú var hægt að líma miðjulömina í vænginn til að halda á móti hallastýrinu. Ég notaði Hysol lím þarna því að það lekur ekki og því var engin hætta á að það læki niður í hallastýrið og festi það fyrir mér:
Það síðasta sem ég setti var fyllikubbur úr balsa sem kemur á vængrótina þar sem skrokkurinn beygir inn á við. Það þarf seinn meir að pússa þetta til svo það passi við skrokkinn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Átta mig ekki alveg á þessum "stýrispinna". Er þetta pinninn í löminniu sem þá er hægt að draga út "ad libidum"? Hvernig eru lamirnar að öðru leyti gerðar?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Bellanca Decathlon "XXL"
Heija Bjössi
Það eru engar lamir. Í gegnum hallastýrið liggur plaströr sem festipinnanum er rennt í. Þetta plaströr heldur áfram sitt hvoru megin við stýrið og til að fá smá festingu þar sem hornið kemur, er festingu rennt inn í stýrið. Ég teiknaði smá skissu sem ætti að skýra þetta.
Það eru engar lamir. Í gegnum hallastýrið liggur plaströr sem festipinnanum er rennt í. Þetta plaströr heldur áfram sitt hvoru megin við stýrið og til að fá smá festingu þar sem hornið kemur, er festingu rennt inn í stýrið. Ég teiknaði smá skissu sem ætti að skýra þetta.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði