Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Sverrir »

20°upp og 14°niður á stóru frænku!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 93

Það tók mig dágóða stund að klippa til pappa í afturhluta flugmannsklefans og loka honum þannig. Ég málaði þetta blátt og hvítt og skrúfaði niður með servóskrúfu svo ég geti tekið það burtu aftur ef ég þarf. Er bara alls ekki slæmt. Nú er bara mælaborðið eftir og þá get ég sett gluggana í.
20240622_120452.jpg
20240622_120452.jpg (134.51 KiB) Skoðað 136 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 94

Þá er komið að mælaborðinu. Ég er búinn að horfa á Dave Platt oft og mörgum sinnum setja saman ógurlega flott mælaborð og ég reyni hér að fara eins og ég get eftir leiðbeiningum meistarans. Þeir sem vilja læra af meistaranum geta farið inn á Sarik Hobbies og pantað videóin hans þaðan í réttu formi fyrir Evrópumarkað.

Ég byrjaði á að prenta út nokkur eintök af mælaborðinu og það fyrsta var límt á 3 mm balsa sem bakplata. Ég mátaði hana í módelið og vissi þá að ég gat haldið sótrauður áfram.
20240624_092246.jpg
20240624_092246.jpg (139.18 KiB) Skoðað 110 sinnum
Hér er ég að búa til milliplötuna í mælaborðið. Þetta er gert úr 2,5 mm balsa og gefur dýpt og þrívídd í mælana. Verkfærin sem ég nota eru borvél, rúnnþjöl og þrepabor. ásamt hnífum og sandpappír. Þrepaborinn gefur mér 12 og 16 mm sem ég þarf til að búa til opin fyrir mælana.
20240624_095106.jpg
20240624_095106.jpg (146.43 KiB) Skoðað 110 sinnum
Hér er svo milliplatan komin og ég er búinn að mála svart innan í opin. Þetta passar svo ofan á myndir af mælum sem ég setti saman í Inkscape. -- já, ég veit, þetta eru ekki "réttu" mælarnir, en hverjum er ekki sama. --
20240624_111242.jpg
20240624_111242.jpg (143.58 KiB) Skoðað 110 sinnum
Og hér eru aðal hlutar mælaborðsins:
1: bakplatan
2: mynd af mælum
3: milliplatan
4: glært plast
5: 1,5 mm styrene plast

Nú get ég límt þetta saman og svo sett alls konar aukahluti, eins og staðsetningartæki, radíó, rofa, stýri og handföng eins og ég nenni.
20240624_115413.jpg
20240624_115413.jpg (143.42 KiB) Skoðað 110 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 95

Ég dundaði mér í morgun við að búa til siglingatæki og talstöðvar.
20240625_110214.jpg
20240625_110214.jpg (146.41 KiB) Skoðað 93 sinnum
Svo límdi ég saman lögin í mælaborðinu.
20240625_111320.jpg
20240625_111320.jpg (135.15 KiB) Skoðað 93 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 96

Ég bjó til stýrin úr smá krossviði og sullaði P-38 á hann til að fá formið á þau.
20240626_100536.jpg
20240626_100536.jpg (142.22 KiB) Skoðað 77 sinnum
Svo sat ég í góða stund og tálgaði fyllinn, pússaði og svarf þangað til ég hafði náð nokkuð réttu útliti. P-38 er dásamlegt efni.
20240626_110938.jpg
20240626_110938.jpg (141.09 KiB) Skoðað 77 sinnum
Ég nota átta segulstál til að halda mælaborðinu á sínum stað, þannig að hægt sé að ná því í burtu ef maður þarf eitthvað að fást við bensíntankinn sem situr fyrir framan það. Þetta þýðir líka að ég get bætt við smáatriðum á mælaborðið eins og þarf, þegar ég vil.
20240626_111817.jpg
20240626_111817.jpg (142.71 KiB) Skoðað 77 sinnum
Fjögur segulstál eru límd aftan á skrokkrammann og fjögur á framhliðina á mælaborðinu.
20240626_112046.jpg
20240626_112046.jpg (141.82 KiB) Skoðað 77 sinnum
Mælaborðið skellur á sinn stað með heilmiklum hvelli og hreyfist ekki fyrr en maður togar fast í það.
20240626_112254.jpg
20240626_112254.jpg (143.87 KiB) Skoðað 77 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 97

Ég málaði mælaborðið, setti stýrin á sína staði og skellti því í módelið. Ég ætla ekki að gera mikið meira við mælaborðið sem stendur. Ég þarf að bæta við inngjöf og fleiri áberandi handföngum, en þau koma seinna.
20240627_110643.jpg
20240627_110643.jpg (135.48 KiB) Skoðað 59 sinnum
Ég setti flugmanninn í sætið sitt og límdi öryggisbeltin föst. Þgar það er öruggt að hann detti ekki úr, þá lími ég sætið í flugklefann.
20240627_120338.jpg
20240627_120338.jpg (135.06 KiB) Skoðað 59 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 98

Plastið sem fer í gluggana er glært, en allir gluggarnir í FRÚnni eru litaðir, nema framrúðan. Ég fékk hvergi litað plast, svo ég ákvað að lita það sjálfur. Ég fékk rúllu af bláu plasti sem málarar og múrarar nota til að maska það sem ekki á að mála eða múra og setti það innan á glerið sem fer í gluggana.
20240628_100649.jpg
20240628_100649.jpg (134.62 KiB) Skoðað 38 sinnum
Ég setti svo Formula 560 plastlím innan í fölsin sem glerið fer í. Til að auðvelda það beygði ég pensilinn í 90° svo ég gæti malað líminu á réttan stað.
20240628_105035.jpg
20240628_105035.jpg (142.12 KiB) Skoðað 38 sinnum
Svo smokraði ég glerinu á sinn stað og notaði títuprjóna til að halda því á meðan límið harðnar.
20240628_105427.jpg
20240628_105427.jpg (142.9 KiB) Skoðað 38 sinnum
Hér eru allir gluggarnir komnir í (nema framrúðan) og flugmaðurinn bara nokkuð ánægður.
20240628_115345.jpg
20240628_115345.jpg (133.83 KiB) Skoðað 38 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara