Síða 11 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Jan. 2010 10:41:36
eftir Gunnarb
Asskotans dugnaður er þetta í ykkur. Afrek gærdagsins hjá mér var að klastra saman skurðarboga til að skera frauðvængi/skrokka.

Annars smá forvitni. Það sést í bakgrunni bæði í skrokk og væn á dökkgrænni vél ... hvaða vél er það?

Kveðja,

-Gunnar

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Jan. 2010 20:25:57
eftir jons
Dökkgrænn vængur og hvítur (ómálaður) skrokkur = Fokker D.VIII

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 10. Mar. 2010 23:30:14
eftir jons
Eins og sagt hefur verið frá áður höfum við svartan hjálparkokk í skúrnum. Á hans herðum hvílir sú skylda að stela kexi frá svöngum módelmönnum, naga vandlega mælda og sagaða viðarbita sem óvarkárir módelmenn leggja frá sér á glámbekk, gleypa smáhluti sem falla til - já og stela límtúbum ef menn gerast svo djarfir að leggja þær frá sér þar sem þær eiga ekki að vera.

Glöggir lesendur muna vafalaust eftir nýlegri mynd af eftirlitshundinum við hefðbundin skyldustörf.

Við flettingu í myndaalbúminu fann ég aðra mynd af surtinum, aftur að gera það sem hann er góður í - að tefja Árna við smíðarnar.
Mynd

Mummi.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 11. Mar. 2010 19:01:52
eftir Kjartan
Flottir

Magnað að hafa svona aðstoðarmann

Kjartan

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 25. Apr. 2010 22:38:59
eftir Gaui
Altaf er eitthvað smíðað á Grísará og hér er Óli Njáll að byrja að líma saman væng á Das Ugly Stik:

Mynd

Örfáum augnablikum seinna er vinstri vænghelmingur nokkurn vegin tilbúinn:

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 23. Maí. 2010 12:10:34
eftir Árni H
Það er smíðað á fullu að Grísará en einhverra hluta vegna hafa myndatökur orðið svolítið útundan upp á síðkastið. Hér er þó ein frá því um daginn. Sá fáheyrði atburður gerðist nefnilega að rafmagnsvél datt í gegnum nálaraugað og komst inn í hið allra helgasta. Já, það er víst auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en rafmagnsvél að komast inn í skúrinn að Grísará!

Svona fyrirbæri vakti skiljanlega mikla athygli meðal bensínhausanna í FMFA eins og sjá má á eftirfarandi mynd. Allir þurftu að pota, snerta, toga, strjúka og snúa þar til eigandanum var nóg boðið og fór með hana aftur.

Mynd

Kv,
Árni H

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 11. Sep. 2010 15:23:08
eftir Gaui
Það voru margir gestir á Grísará á fimmtudag.

Óli Njáll er að verða búinn með Stikkaravænginn:
Mynd

Sveinbjörn er að leggja síðustu hendur á Tiger 60, sem fer líklega í loftið bráðlega:
Mynd

Gummi kom og sýndi okkur þenna líka svakalega flotta Messara -- það verður fjör að sjá hann fljúga:
Mynd

Og Árni pússaði ... ekki væng í þetta sinn, heldur stél hluta. Hann fékk góða aðstoð og góð ráð frá þeim litla svarta:
Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 1. Okt. 2010 22:31:30
eftir Gaui
Hérna er smá vídeó af atburðum 30. september síðastliðinn.


Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Okt. 2010 10:25:56
eftir Árni H
Þetta er flott! Nú verður maður að passa hvað maður segir í skúrnum...

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Okt. 2010 12:00:05
eftir Eysteinn
Skemmtilegt vídeó hjá ykkur og greinilega góð stemning. Gaman að sjá hvernig þið veðrið flugmódel, ég þarf að veðra eitt módel í vetur ;)