Fokker D.VIII

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Enn mjakast fokkerar: Árni kíkti við í vikunni og setti efra skinnið á miðjuna. Nú er stór bunki af módeltímaritum á borðinu hjá mér og enginn þorir að hreyfa við honum fyrr en Árni kemur aftur:

Mynd

Hann vildi líka gera eitthvað sem við Mummi höfðum ekki gert, svo þegar hann var búinn að skera hanapittinn úr skrokknum, þá klippti hann til framrúðu og stillti henni upp á sinn stað.

Mynd

Nú er Mummi kominn í skreytingarnar. Hann reif niður fullt af 6mm Solartex ræmum sem hann síðan streujaði á vaænginn þar sem líklegt er að krossviðarsamskeytin væru:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Undan blaðabunkanum kom ágætlega límd vængmiðja.
Mynd

Ég notaði freyðilím, sem virkar frábærlega við aðstæður sem þessar - mæli með því.
Mynd

Mummi er á vængstiginu. Hann sprautaði vænginn og tautaði fyrir munni sér "Ich spritze, ich spritze..." dreyminn á svip.
Mynd

Þegar hann sá að paparazzi FMFA fylgdist með greip hann til sinna ráða og sprautaði á myndavélina! (Þeir sem kunna að hreinsa málningu af myndavélum mega koma með góð ráð) :(
Mynd

Græni liturinn er eiginlega of ljós. Endanleg útgáfa verður dekkri og svolítið veðruð. Myndir af því koma þegar ég verð búinn að hreinsa myndavélina... :rolleyes:

Kveðjur,
Árni H
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Árni H](Þeir sem kunna að hreinsa málningu af myndavélum mega koma með góð ráð) :([/quote]
Taktu hlífðarplastið frá, klikkar aldrei! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Já, plastfilmutrixið klikkar ekki :) híhí
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Áfram var haldið að Grísará meðan slyddan lamdi skúrinn utan.

Í dag klæddi ég vængmiðjuna að neðan og fergði með módelblöðum:
Mynd
Og byrjaði á vængendunum á meðan miðjan þornar í rólegheitunum:
Mynd
Rifjunum raðað upp:
Mynd
Fölsk frambrún límd á:
Mynd
Og svo var heflað:
Mynd
Gaui veðraði vænginn. Hann (vængurinn) er verulega flottur.
Mynd

Mummi festist ekki á filmu sakir æðibunugangs við að maska og sprauta merkingar
neðan á vænginn.

Kv,

Árni H
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Guðjón »

flottur :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Sverrir »

Hver er þessi ungi maður á neðstu myndinni?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Árni setti engar myndir af Mumma í síðasta innleggi, en sem betur fer á ég alvöru myndavél og tók þessar:

Hérna eru Mummi og Árni að skoða málninguna á efra borði vængsins:

Mynd

Mummi virðist vera ánægður með krossana sína:

Mynd

Svo fór hann að maska neðra borðið:

Mynd

Á meðan var Árni að skera göt í vængrifin sín. Honum datt í huga ð reyna að tefja smávegis fyrir Mumma með því að henda í hann því sem hann skar út. Það náðist á öryggismyndavél sem setti sjálfkrafa rauða ör til að sýna balsabútinn sem kastað var:

Mynd

Ef þetta er ekki einelti, þá veit ég eki hvað !
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

UFB = Unidentified Flying Balsa (skv. http://en.wikipedia.org) :)
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Ég prófaði að setja saman lítið vídeó sem lýsir því hvernig vængurinn á Fokker D VIII er veðraður. Þetta er svolítið kúl aðferð hjá baróninum af Grísará :)



Úps - smávilla í endanum sem fer í taugarnar á mér en kannski enginn annar tekur eftir... Laga hana seinna ;)

Kveðjur,
Árni H
Svara