Síða 11 af 17
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 13. Apr. 2014 17:23:25
eftir Böðvar
Vindpokinn kominn upp frábært.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 14. Apr. 2014 07:08:48
eftir hrafnkell
Varðandi vandamálin, þá er kannski sniðugt að nota t.d. Tasker til að restarta símanum daglega og kveikja á myndavélaforritinu þegar hann fer í gang?
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 16. Apr. 2014 16:24:17
eftir Agust
[quote=einarak][quote=Agust]Komið í lag, í bili að minnsta kosti.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna[/quote]
Kannski er þetta eitthvað sem mætti prufa. Breyta aflgjafanum þannig að hann geti gefið nægan straum til að knýja símann meðan hann er að senda. Eins og er, þá er straumtakmörkun við 0,1 amper. Mig er farið að gruna að rafhlaðan í símanum sé slöpp.
Þetta fann ég um straumnotkun GSM sendimoduls fyrir SMS. Eins og sjá má, þá eru straumtopparnir stuttir, en fara upp í 2 amper.
http://www.chinabaike.com/2011/0213/274325.html
"Typical and worst-case PA currents are 1A and 3A, respectively. Figure 1 was taken from a GSM handset indicating full signal strength during a call"
-
LM317 sem er í hleðslurásinni getur gefið amx 1,5A. Þeð einum eða tveim þéttum, 4700 uF / 6,3 V, þá ætti það að duga.
-
Svo mætti gjarnan fara að koma sólarsellunni upp...
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 21. Apr. 2014 07:46:13
eftir Agust
Svo virðist sem vefmyndavélin á Hamranesi hafi stöðvast fyrirvarlaust í gærmorgunn, en á síðustu myndinni er spennan sýnd 41%.
Hugsanlega er áfyllingin á símakortinu mínu búin?
Kemst ekki til að líta á málið fyrr en í kvöld.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 21. Apr. 2014 16:04:13
eftir Agust
Vefmyndavél komin í gang aftur.
Rafgeymaspenna 11,74V
(Nú mætti gjarnan fara að tengja sólarrafhlöðuna).
Spenna á rafhlöðu í síma 4,12V
(Hækkaði hleðsluspennu fyrir tæpri viku 3,9V -> 4,1V).
Rafhlöðutáknið á skjá símans blikkaði tómt [ ]
(Þó var full spenna á rafhlöðunni).
Slökkti á síma og kveikti aftur. Rafhlöðutáknið sýndi nú fulla spennu og myndavélin vann rétt.
http://agust.net/rc/webcam/
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 21. Apr. 2014 18:26:37
eftir Gunni Binni
Sæll Ágúst!
Þetta er frábært framtak og mjög góð lausn á þessum málum. Þökk sé þér fyrir það.
Datt í hug hvort þetta væri ekki einföld lausn á hleðslumálunum:
http://www.dx.com/p/universal-portable- ... 1VgMPl_s30
Þetta er 10-föld rýmd á myndavélarafhlöðunni og kanski verður einhver sól á milli sem hleður rafhlöðuna.
Sólarrafhlaðan er að sjálfsögðu líka góð fyrir rafmagn í húsinu, en þetta gæti gert myndavélina óháða því kerfi.
Bestu kveðjur
Gunni Binni
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 22. Apr. 2014 06:54:36
eftir Agust
Sæll Gunni Binni
Takk fyrir upplýsingarnar. Ég skoðaði auglýsinguna og fannst ýmislegt óljóst. Hver er t.d. hleðslustraumurinn frá sólarrafhlöðunni og hvers vegna er ýmist talað um 30Ah eða 15 Ah? Eða jafnvel "20 Ah and above". (Reyndar í mAh og því mörg núll).
Capacity Range 20000mAh and above
Nominal capacity 30000mAh
Battery Actual Capacity 15000mAh
Sólarsellan virðist ekki vera stór um sig og því vaknar spurningin um hver hleðslustraumurinn sé.
Ég var á leiðinni í bæinn úr sveitinni þegar ég renndi við á Hamranesflugvelli. Ég var því ekki tilbúinn til að prófa neitt, en mig grunar að hugsanlega geti verið um að ræða einhverskonar "brownout" þar sem straumnotkun símans er mjög púlserandi og ég hef ekki hugmynd um aldur rafhlöðunnar sem fylgdi með gamla símanum. Með "brownout" á ég við að spennan frá rafhlöðunni geti fallið of mikið niður meðan síminn er að senda og notar mikinn straum. Þess vegna væri etv. ráð að setja nýja rafhlöðu í símann.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 22. Apr. 2014 11:31:31
eftir Gunni Binni
Blessaður Ágúst!
Kínverjarnir, vinir mínir, eiga það til að segja helst ekki satt, þegar kemur að rýmd rafhlaðna. Þess vegna gefa Dx.com oft upp raunverulega rýmd með, sem er þá væntanlega 15 Ah. Hversu mikið sólarrafhlaðan framleiðir hef ég ekki hugmynd um, en ef í versta falli hún framleiði ekkert, ætti hleðslan að duga í t.d. mánuð og hægt þá að endurhlaða.
Hef sjálfur notað svipaða græju(án sólarrafhlöðu) á 3G-hnetu sem eyðir miklu og það svínvirkar og margfaldar tímann sem hnetan virkar.
Alla vega kostar þetta ekki mikið svo ég er búinn að panta 1 stk og ef þú vilt testa, legg ég það í púkkið. Annars virki það ekki, get ég notað það í annað.
Bestu kveðjur
Gunni Binni
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 22. Apr. 2014 11:41:09
eftir Agust
[quote=Gunni Binni]Blessaður Ágúst!
Kínverjarnir, vinir mínir, eiga það til að segja helst ekki satt, þegar kemur að rýmd rafhlaðna. Þess vegna gefa Dx.com oft upp raunverulega rýmd með, sem er þá væntanlega 15 Ah. Hversu mikið sólarrafhlaðan framleiðir hef ég ekki hugmynd um, en ef í versta falli hún framleiði ekkert, ætti hleðslan að duga í t.d. mánuð og hægt þá að endurhlaða.
Hef sjálfur notað svipaða græju(án sólarrafhlöðu) á 3G-hnetu sem eyðir miklu og það svínvirkar og margfaldar tímann sem hnetan virkar.
Alla vega kostar þetta ekki mikið svo ég er búinn að panta 1 stk og ef þú vilt testa, legg ég það í púkkið. Annars virki það ekki, get ég notað það í annað.
Bestu kveðjur
Gunni Binni[/quote]
Við erum alltaf tilbúnir að prófa svona græjur Gunni Binni
Svo er líka markmiðið að koma svona myndavélum fyrir á öðrum módelflugvöllum þannig að mikilvægt er að finna góða ódýra lausn.
Sjálfum hefur mér komið til hugar að setja svona í sumarbústað, og kannski eru fleiri í svipuðum hugleiðingum. Vefmyndavélin sem ég nota núna (Foscam) er með miklu óskýrari mynd. Þar er ég með þráðlaust net tengt internetinu og því yrði símakostnaður enginn.
Með góðri kveðju, Gústi
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 27. Apr. 2014 05:21:10
eftir Agust
Ef myndavélin skyldi stoppa þá kemst ég ekki til að líta á málið fyrr en um miðja vikuna.