Síða 11 af 16

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 2. Des. 2012 14:07:30
eftir maggikri
[quote=Gauinn][quote=Ólafur]Ekki er verra að fylgjast með þessum þráði "live" af og til. Kom með gest um daginn sem heillaðist alveg af þessu módeli ásamt aðstöðuni sem við höfum hér.[/quote]
Ég er alveg "grænn af öfund" yfir henni líka.
Og allt félagsstarfið sem fylgir.[/quote]

Þá er bara að ganga í FMS!
kv
MK

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 3. Des. 2012 01:14:45
eftir Sverrir
Og þá má eiginlega segja að smíðinni sé að mestu lokið í bili, nú er bara að fara í fataleit! :cool:


Sóllúgan farin að virka.
Mynd

Stálsandur hér, stálsandur þar, stálsandur alls staðar! Ég vissi að þeir sem höfðu smíðað vélina með stélservó fram í skrokki hafa verið að setja þetta 800-1000 grömm í nefið á vélinni. Ég var búinn að setja 500 grömm nú þegar en þurfti 800 grömm í viðbót til að ná jafnvægi. Því var bara að bæta aðeins meira í nefið áður en vélin yrði klædd. Sú þyngd sem síðar kynni að bætast við yrði sett með blýplötum fram í nefið, undir sleppikróknum.
Mynd

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 3. Des. 2012 17:49:14
eftir Gauinn
[quote=maggikri][quote=Gauinn][quote=Ólafur]Ekki er verra að fylgjast með þessum þráði "live" af og til. Kom með gest um daginn sem heillaðist alveg af þessu módeli ásamt aðstöðuni sem við höfum hér.[/quote]
Ég er alveg "grænn af öfund" yfir henni líka.
Og allt félagsstarfið sem fylgir.[/quote]

Þá er bara að ganga í FMS!
kv
MK[/quote]
Geri það örugglega, bara svo langt, nema þá vera lengi í einu.

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 3. Des. 2012 23:43:58
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=Gauinn][quote=maggikri][quote=Gauinn]
Ég er alveg "grænn af öfund" yfir henni líka.
Og allt félagsstarfið sem fylgir.[/quote]

Þá er bara að ganga í FMS!
kv
MK[/quote]
Geri það örugglega, bara svo langt, nema þá vera lengi í einu.[/quote]
Það er einmitt málið Gaui, vera lengi í einu.

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 12:39:49
eftir Sverrir
Sparslvinnan gerist ekki flottari, sjáið þessa línu!!! Fengi bókað vinnu hjá Steina ef hann væri með amatöra í vinnu! ;)
Mynd

Hefst þá fjörið. Fyrir valinu varð Poly-Fiber(Stits) dúkur. Fyrst er hann sniðinn í hentuga stærð sem nær út fyrir flötinn sem á að klæða.
Mynd

Svo er klæðalímið borið á þá fleti þar sem hann er festur niður, yfirleitt útlínur flatarins sem klæddur er.
Mynd

Límið borið á.
Mynd

Allt að gerast.
Mynd

Komið vel á veg.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Svo er dúkurinn strekkur með hita.
Mynd

Voila.
Mynd

Ekki slæmt.
Mynd

Stélið má ekki verða útundan.
Mynd

Báðar hliðar komnar.
Mynd


En það vantar eitthvað. ;)
Mynd

Búið að redda því og dópið komið upp á borð. Dópið lokar dúknum svo hægt sé að vinna áfram með klæðninguna.
Mynd

Penslað á, smá litur í því auðveldar manni að sjá hvar búið er að pensla það á.
Mynd

Mynd

Svo er bara að leyfa þessu að þorna.
Mynd

Það kom mér á óvart hversu fljótlegt það er í raun og veru að klæða vélina með þessari aðferð, toppar allar aðrar aðferðir á markaðnum. Það skemmir auðvitað ekki fyrir að hafa atvinnumann til að sýna manni þetta! Verst að það er ekki hlaupið að því að koma þessum efnum hingað heim.

Hmmmm, depron og.... :D

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 13:25:42
eftir einarak
glæsilegt. Er þetta sama efni og er notað á fullskala vélarnar?

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 13:47:24
eftir Sverrir
Já, þetta er eitt af þeim.

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 14:04:12
eftir lulli
Já sko!! Ka flutt búferlum og Þyts Formaðurinn kominn í málið ,,þetta fer að verða svæsið :D

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 14:07:01
eftir Sverrir
Já, þær hafa gott af því að kynnast heiminum á þessum aldri... sex vikna! ;)

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstað: 4. Des. 2012 14:14:56
eftir Gaui
Lúkkar flott. Ekki verra ef EPE er að hjálpa.

:cool: