Síða 12 af 53

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 24. Sep. 2006 21:06:38
eftir maggikri
Enn verið að tyrfa

Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 24. Sep. 2006 22:53:18
eftir Helgi Helgason
Ég held að þið séuð að verða graskerar en ekki sælkerar. Svo sé ég að ónefndur maður er farinn að tala mínum tungum. :) [quote=Sverrir]Myndir snikkaðar til :)[/quote]

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 24. Sep. 2006 23:31:48
eftir Sverrir
[quote=Helgi Helgason]Ég held að þið séuð að verða graskerar en ekki sælkerar. Svo sé ég að ónefndur maður er farinn að tala mínum tungum. :) [quote=Sverrir]Myndir snikkaðar til :)[/quote]
[/quote]
Tja, við höfum ekki verið alvöru sælkerar í rúmt ár þannig að graskerar er sennilega réttnefni :D

En snikkeringarnar bárust oss í gegnum annan aðila sem talar einnig þína tungu ;)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Okt. 2006 17:26:18
eftir maggikri
Fór út á völl í dag að fljúgja. Þá kom i ljós að einhverjir snillingar á torfærumótorhjólum voru búnir að vera að leika sér að skemma eina ferðina enn. Sjá meðfylgjandi myndir. Núna er spurning(sennilega ekki spurning?) hvort að þurfi ekki að fara að girða rollu girðingu í kringum völlinn.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Okt. 2006 18:10:14
eftir Gaui
Þetta hljómar e.t.v. asnalega, en er ekki hægt að búa til skilti þar sem vélhjæolamenn og aðrir áhugamenn um torfæruakstur eru beðnir um að ganga vel um vegna þess að þetta svæði hafi verið gert í sjálfboðavinnu og öll misnotkun skemmir.

Er hægt að finna tvo til þrjá torfærumenn, lýsa vonbrigðum og áhyggjum fyrir þeim og biðja þá um að koma kurteislegum tilmælum á framfæri?

Girðingar eru dýrar og halda ekki úti þeim sem vilja skemma. Það eina sem hægt er að gera er að reyna að fá þessa menn til að hugsa og skilja að þeir eru að skemma fyrir öðrum. Hugsanlega mætti skrifa greinar í staðarblöðin, en mér segir svo hugur að þeir sem gera þetta lesi ekki blöðin.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Okt. 2006 18:48:58
eftir Agust
Ég þykist muna að við lentum í vandræðum með hestamenn á Hamranesi og einnig einhverja sem voru að aka um svæðið. Við girtum það með tveggja víra girðingu (minnir mig) og settum hlið. Girðingin nær ekki umhverfis svæðið, en liggur meðfram veginum sem er milli Krísuvíkurvegar og Hvleyrarvatns, og aðeins frá honum út í hraunið.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Okt. 2006 19:34:16
eftir Sverrir
Það var ekki liðinn vika frá því að við malbikuðum og þangað til við fengum ástæðu til að ræða við vélhjólakappana sem eru þarna rétt hjá okkur.
http://www.motocross.is/2006/08/solbrek ... bannadhur/

En hins vegar er ekkert hægt að fullyrða hverjir voru hér að verki þar sem ekki sást til þeirra í þetta skiptið.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 22. Okt. 2006 21:37:55
eftir Björn G Leifsson
Svona í tilefni af umræðunni hér annars staðar um hvort flugmódelflug teldist leikaraskapur eða íþrótt þá er vert að benda á að vinir ykkar og nágrannar þarna suðurfrá kalla sig V'IR...Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness.

Það liggur mikið í einu nafni. Hvað haldið þið að sé hlutfall "leiks" og "íþróttaiðkunnar" í þessari starfsemi?

Hvað segið þið um að mynda regnhlífarsamtök sem kallast Flugmódelíþróttafélag Íslands eða eitthvað í þeim dúr??
Ekki til þess að þykjast eða sýnast heldur til þess að koma af stað hugarfarsbreytingu.
Mætti hugsa sér sem sameiginleg hagsmunasamtök flugmódelfélaganna.
Notum veturinn í hugmyndasmíð...

Viðbót: Afrita þetta innlegg yfir á hinn þráðinn þar sem umræðan er í gangi (vonandi) um leikföng eða íþróttaiðkun

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Okt. 2006 07:45:07
eftir Agust
Í Reykjanesblaðinu, sem kom með Mogganum áðan, er rætt um gríðarlega kappakstursbraut, íbúðahverfi með 1500 íbúðum, lúxushótel, 500.000 fermetra af malbiki, o.s.frv. við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.

Hvað er hæft í þessu?

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Okt. 2006 10:00:27
eftir Sverrir
Allt :)

Spurningin er bara hversu mikið verður klárað og á hvaða tíma ;)
Þetta mun hins vegar ekki ná niður á svæðið hjá okkur.