Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það er efni í eitt lítið vídeoblogg. Reyni að fá Mumma til að vera með þí því.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Það væri bara gaman.
Jón Stefánsson
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir kip »

Vá þetta var skemmtilegt vídjó, maður komst alveg inn í Grísarástemminguna, rétta tónlistin og allt. Það er nefnilega eitt sem fólk sem sér bara myndirnar upplifir ekki, það er þessi fína tónlist sem Gaui spilar á tækin sín upp á ískápnum í skúrnum.
Nú held ég að ég fari að sníkja bráðum eitthvað horn þarna til að fá að ditta að mústangnum mínum. Mustanginn krassaði í sumar og mér þykir svo vænt um hann að ég verð að prófa að bygjann aftur
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
maggikri
Póstar: 5885
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

[quote=Eysteinn]Skemmtilegt vídeó hjá ykkur og greinilega góð stemning. Gaman að sjá hvernig þið veðrið flugmódel, ég þarf að veðra eitt módel í vetur ;)[/quote]
Eysteinn minn, það þarf ekkert að veðra vélarnar á Suðurnesjunum. Þær veðra sig sjálfar!!

kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það er enn smíðað á Gr?ará og hér eu tvær myndir því til sönnunar.

Árni er byrjaður að glassa vænginn sinn og allir kíktu áhugasamir á eins og konur á nýfætt barn:

Mynd

Það sést ekki á myndinni, en flugdoktorinn mætti á staðinn og skoðaði aðstæður. Ég set kannski saman smá myndband með honum ef hann er heppinn (eða ekki).

Sveinbjörn byrjaði á Farmhand skrokknum sínum.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hér eru hreyfimyundir frá því á fimmtudaginn



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Árni og Mummi kíktu í morgun og reyndu að gera gagn. Árni sullaði glerfíber og epoxýi á annan vænginn sinn og tók um leið heimildakvikmynd af verkinu sem hann væntanlega klippir og setur á ÞúRörið innan skamms. Hér er hann að leggja lokahönd á hvort tveggja:

Mynd
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þegar maður fær nýjar græjur, þá á maður að gera tvennt: lesa leiðbeiningarnar og gera tilraunir. Ég er búinn að blaða í gegnum leiðbeiningarnar með vídeómyndavélinni, svo nú er komi að því að gera tilraunir. Og á fimmtudaginn hlóð ég batteríið eins og það vildi taka og stillti vélinni upp á hillu og setti í gang þegar Mummi mætti.

Það var ýmislegt sem ég uppgötvaði með þessu: í fyrsta lagi, þá tekur vélin mest 4GB í eina skrá og byrjar þá á annarri. Í öðru lagi, þá tekur rétt rúmur klukkutími 4 GB. Í þriðja lagi, þá endist batteríið í rúmann klukkutíma.

Ég tók skrárnar tvær, herti á þeim sextán sinnum og bjó til rúmlega fjögurra mínútna mynd úr rúmum klukkutíma. Þetta er eitthver leiðinlegasta mynd sem ég hef séð, en það breytir því ekki að ég er búinn að gera hana og nú fáið þið að sjá hana. Ég setti alla vega góða mússík undir myndina.



og nú kemur í ljós að Jútjúb líkar ekki mússíkin og lét hana hverfa, þannig að það er engin ástæða til að skoða þetta ;(

EN -- þeir sem nenna að horfa á myndbandið sjá að Sveinbjörn setur saman skrokkinn á Fjósamanninum:

Mynd

Rétt utan myndar er Óli Njáll að vinna í vængnum á stikkinn:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Sunnudagsmorgun var góður á Grísará. Óli Njáll kom og er að klára Stikkinn sinn og Árni hélt áfram að glassa:

Mynd

Fyrst var samt að taka afgangana af glerfíbernum burt:

Mynd

og svo setja meiri fíber:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Enn er smíðað á Grísará. Sérvalinn hópur sérvitringa kemur saman á fimmtudögum og stundum á sunnudögum þegar vel viðrar og skella saman í nokkur flugmódel.

Mummi er enn að dunda við Fodder D-VIII. Hér er hann að veðra stýrishorn á stélflötum. Í bakgrunni má sjá glitta í Fokkerinn hans, en hann var að setja stélið á um daginn:

Mynd

Árni vill ekki að neinn viti það, en hann er ennþá að vinna í vænginum á Fokkerinn. Hann var að glassa hann og eftir stuttan tím fer hann aðpússa hann aftur.

Mynd

Þvert á mótmæli allra og þó eyðileggingarmáttur litarins hafi komið berlega í ljós, þá stendur Óli fastur á því að klæða Stikkinn sinn með fjólublárri filmu með málmgljáa. Hér sést eyðingarmáttur hennar á augu þeirra sem horfa beint á hana:

Mynd

En Óli bara hlær að eymingjaskap dusilmenna í kringum hann og klæðir módel í fyrsta sinn með plastfilmu:

Mynd

Að lokum er þess að geta að Sveinbjörn heldur uppi merki þeirra sem vilja byggja úr balsa og krossviði og hamast við Farmhand. Þessi verður hugsanlega tilbúin á vordögum ef svo fer fram sem horfir.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara