
Ein leiðin til að vinna gegn þessu er að beina mótornum niður þar til raunveruleg knýstefna (rauða örin) er beint áfram. Önnur leið væri að færa mótorinn ofar, en þá er módelið ekki lengur háþekja, heldur miðþekja eða lágþekja.
Svona redding gengur ekki með L / Þ uppsetninguna. Þeir kraftar verða alltaf að standast á og gera það um þyngdarpunktinn (að vísu er það dálítið flóknara, en það er auðvelt að hugsa þetta svona og það virkar). Ef Þ togar niður í þyngdarpunktinum og L togar upp, þá höfum við stöðugt og gott flug. Venjulega er það Þ sem er of aftarlega eða of framarlega og þá verðum við að setja þyngd í vélina að framan eða aftan þar til hún "balgvaníserar", ens og sagt er fyrir norðan. Það eru engar reddingar til í þeim efnum.