Smá korter... svona rétt áður en ég fer að grilla!
Ég ætlaði að festa vænginn á vélina, en mér fannst þessir 4 mm boltar sem festu hann eitthvað svo veimiltítulegir að ég skaust í Byko og fékk mér 6 mm bolta og skífur og gaddarær við. Það er allt annað líf. Ég límdi skífurnar svo bara við vænginn. Þá týnast þær síður.
Svo tengdi ég throttle servóið við blöndunginn. Kannski geri ég eitthvað meira í kvöld, ef ég nenni! Ég á annars eftir að tengja hliðarstýrið, setja hljóðkút á og áfyllingarstút. Ég þarf að verða mér út um smá álprófíl til að festa stútinn á. Verst að ég þekki engan í húsaklæðningarbransanum, eins og Doksi.
