30% Tiger Moth
Re: 30% Tiger Moth
Málið er að fá balsa til að bogna á lengdina. Það er ekkert mál að beygja balsa á þverveginn vegna þess að trefjarnar liggja þá samsíða beygjunni. Þú getur ímyndað þér að vera með smá bút af bylgjupappa og reyna að beygja hann. Það er mjög auðvelt að beygja hann með bylgjunumn, en ef þú reynir það á móti þeim, þá standa þær gegn því.
Þetta sama á við um tré. Það sem oftast hefur verið gert er að gufusjóða viðinn, þ.e. láta brennheita gufu leika um hann þar til trefjarnar verða mjúkar. Þá er hægt að beygja hann í hvaða form sem er. Þegar trefjarnar þorna aftur, þá harðna þær og þá heldur viðurinn þessu formi sem búið er að setja á hann. Þú sérð þetta í sumum flottum húsgögnum ef þú gáir vel.
Til að losna við vesenið af gufunni (og hættuna á að brenna sig), þá hafa menn gert tilraunir með efnafræði. Sumir hafa prófað að gera vatnið súrt en aðrir hafa reynt basískt. Venjulega er vatn hlutlaust, þ.e. það hefur sýrustig í kringum 7. Ef talan er hækkuð, þá verður vatnið basískt. Mjólk er basísk. Ef talan er lækkuð, þá verður vatnið súrt (edik er súrt).
Ég hef aðeins prófað að gera vatnið basískt með ammoníaki, en það hefur ekki virkað eins og ég vildi og vonaði. Ég hef ekki prófað að nota sýru, enda er það hættulegra en hitt -- held ég.
Læknar -- hvernig væri að hjálpa hérna aðeins.
Þetta sama á við um tré. Það sem oftast hefur verið gert er að gufusjóða viðinn, þ.e. láta brennheita gufu leika um hann þar til trefjarnar verða mjúkar. Þá er hægt að beygja hann í hvaða form sem er. Þegar trefjarnar þorna aftur, þá harðna þær og þá heldur viðurinn þessu formi sem búið er að setja á hann. Þú sérð þetta í sumum flottum húsgögnum ef þú gáir vel.
Til að losna við vesenið af gufunni (og hættuna á að brenna sig), þá hafa menn gert tilraunir með efnafræði. Sumir hafa prófað að gera vatnið súrt en aðrir hafa reynt basískt. Venjulega er vatn hlutlaust, þ.e. það hefur sýrustig í kringum 7. Ef talan er hækkuð, þá verður vatnið basískt. Mjólk er basísk. Ef talan er lækkuð, þá verður vatnið súrt (edik er súrt).
Ég hef aðeins prófað að gera vatnið basískt með ammoníaki, en það hefur ekki virkað eins og ég vildi og vonaði. Ég hef ekki prófað að nota sýru, enda er það hættulegra en hitt -- held ég.
Læknar -- hvernig væri að hjálpa hérna aðeins.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Gunni Binni
- Póstar: 597
- Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Gaui]Ég hef aðeins prófað að gera vatnið basískt með ammoníaki, en það hefur ekki virkað eins og ég vildi og vonaði. Ég hef ekki prófað að nota sýru, enda er það hættulegra en hitt -- held ég.
Læknar -- hvernig væri að hjálpa hérna aðeins.[/quote]
Þetta er alveg rétt hjá þér Gaui. Sýrustig lausna (eða Ph-gildi) er mælt frá 0 (mjög súrt) til 14 (mjög basískt). Þetta mælir jafnvægi H+(súrt) og OH-(basískt) jóna í efnajöfnunni: H2O = H+ + OH-
Hreint vatn er með PH=7 (jafnt af H+ og OH-) Eftir því sem lausnir fjarlægjast Ph=7 verða þær sterkari sýrur eða basar og oftast (með breytileika) hættulegri. Mjög sterkir basar eru jafnvel hættulegri lífverum, þar sem þeir geta haldið áfram að brenna inn úr holdi, þótt þeir séu þynntir út og fara auðveldar í gegnum fitulög en sýran.
Veit ekki hvernig þetta virkar á við.
Kveðja
Gunni Binni
Læknar -- hvernig væri að hjálpa hérna aðeins.[/quote]
Þetta er alveg rétt hjá þér Gaui. Sýrustig lausna (eða Ph-gildi) er mælt frá 0 (mjög súrt) til 14 (mjög basískt). Þetta mælir jafnvægi H+(súrt) og OH-(basískt) jóna í efnajöfnunni: H2O = H+ + OH-
Hreint vatn er með PH=7 (jafnt af H+ og OH-) Eftir því sem lausnir fjarlægjast Ph=7 verða þær sterkari sýrur eða basar og oftast (með breytileika) hættulegri. Mjög sterkir basar eru jafnvel hættulegri lífverum, þar sem þeir geta haldið áfram að brenna inn úr holdi, þótt þeir séu þynntir út og fara auðveldar í gegnum fitulög en sýran.
Veit ekki hvernig þetta virkar á við.
Kveðja
Gunni Binni
Re: 30% Tiger Moth
Hér er smá nostur við tankinn.
Ég notaði ýmist smá trébút, eða díl með sandpappír límdan við eða bara lausan sandpappír í hendinni og náði að láta balsastangir líta út mjög nálægt því að vera báruál:
Eftir tvær umferðir af epoxýkvoðu límdi ég nokkrar spýtur til skrauts á tankinn. Hér sést neðaná hann. Lokið stóra þarf þíðan að skera til þegar krossvírarnir koma í.
Hér sést ofaná tankinn þar sem ég er búinn að grunna hann og líma dót á hann. Bensínmælirinn er gerður úr koparröri sem ég tálgaði aðeins til með Dremlinum mínum.
Og hér er komið gult undir. Ég er sæmilega ánægður með hvernig tankurinn hefur heppnast.
Ég er búinn að sprauta gulu og eftir helgina þarf ég að ná mér í málaralímband svo ég geti byrjað á brúnu og grænu. Ég stóðs samt ekki mátið og sullaði á stélflötinn bara til að sjá hvernig þetta lítur út:
Ég held þetta verði bara allt í lagi!
Ég notaði ýmist smá trébút, eða díl með sandpappír límdan við eða bara lausan sandpappír í hendinni og náði að láta balsastangir líta út mjög nálægt því að vera báruál:
Eftir tvær umferðir af epoxýkvoðu límdi ég nokkrar spýtur til skrauts á tankinn. Hér sést neðaná hann. Lokið stóra þarf þíðan að skera til þegar krossvírarnir koma í.
Hér sést ofaná tankinn þar sem ég er búinn að grunna hann og líma dót á hann. Bensínmælirinn er gerður úr koparröri sem ég tálgaði aðeins til með Dremlinum mínum.
Og hér er komið gult undir. Ég er sæmilega ánægður með hvernig tankurinn hefur heppnast.
Ég er búinn að sprauta gulu og eftir helgina þarf ég að ná mér í málaralímband svo ég geti byrjað á brúnu og grænu. Ég stóðs samt ekki mátið og sullaði á stélflötinn bara til að sjá hvernig þetta lítur út:
Ég held þetta verði bara allt í lagi!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
flott bárujárn (og allt sem þú gerir)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
Ég verð nú bara að segja, dj... er þetta flott!
Ég hef sjálfur ekki prófað þetta með að sýra vatnið, þeta bara kom upp í minnið eftir einverju sem ég áður hef lesið.
Svona til þess að slá um sig og bæta við ágætan inngang Gunna Binna þá eru hér smástaðreyndir (trivia) um þessi tvö efni sem við nefndum:
Ammóníak (NH3)er lofttegund sem smávegis er af í andrúmslofti. Talin myndast mest við lífræna rotnun enda aðalefnið í pissulykt og fisklykt. Blanda af ammóníaki og vatni verður basísk ( sýrustig um 11). Í raun gengur ammóníakið í óstöðugt efnasamband við vatnið svo úr erður ammóníum hýdroxíð NH4OH. Það er selt sem hreinsiefni (Household ammonia)
Ammóníak var notað á hreinu formi á stór frystikerfi eins og í frystihúsum og slys urðu stundum þegar það slapp út og olli skaða á þeim sem fyrir urðu.
Það sem þó er oft átt við þegar talað er um "Ammóníak" og eiginlega ruglað saman við ammóníak og mögulega það sem Gaui prófaði á balsann er Ammóníum klóríð (NH4Cl oftast selt undir nafninu "Salmíak". Það er hvítt duft í hreinu formi. Það er best þekkt sem bragðefni í saltlakrís eða salmíakslakkrís af ýmsu tagi. Ammoníum klóríð verður til við að blanda saman ammóníaki NH3 og saltsýru HCl. Ástæðan fyrir því að það er ammóníakslykt af því ("pissulykt") er að það er óstöðugt efnasamband sem klofnar stöðugt í saltsýruna og ammóníakið og sameinast reyndar aftur að miklu leyti en eitthvað af hreinu ammóníaki sleppur alltaf út og veldur þessari dæmigeru lykt og ertingaráhrifum á slímhúðir sem eru svo hressandi í kvefi. Eftir verður saltsýra og m.a. þess vegna er vatnslausn salmíaks súr (sýrustig 10% vatnslausnar er um 5,0) Salmíaklausn er líka selt til að hreinsa t.d. undir málningu og óþverraefni að eiga við eins og Gaui vitnar um.
Ediksýra (CH3COOH) er mjög væg sýra og tiltölulega hættulítil nema maður sé að sulla með hana óþynnta. Hún er eins og nafnið gefur til kynna, það sem gerir edik súrt. Hún er unnin úr etanóli (áfengi) Gengur undir E-númerinu E260 þegar hún er notuð sem aukaefni í matvæli.
Ef sýru er blandað í blæklór ("sundlaugaklór" = Natríum hýpóklórít = NaCLO) þá losnar hreint klórgas úr læðingi sem er stórhættulegt og var notað sem eiturgas í fyrri heimstyrjöld. Það sem gerðist í sundlaugarslysinu fræga á Eskifirði var einmitt að ediksýru var óvart bætt á tank með blæklór og við það losnaði gulgrænt og ógeðslegt og stórhættulegt klórgas.
Í guðana bænum ekki prófa það heima!!
Þá vitið þið það
Ég hef sjálfur ekki prófað þetta með að sýra vatnið, þeta bara kom upp í minnið eftir einverju sem ég áður hef lesið.
Svona til þess að slá um sig og bæta við ágætan inngang Gunna Binna þá eru hér smástaðreyndir (trivia) um þessi tvö efni sem við nefndum:
Ammóníak (NH3)er lofttegund sem smávegis er af í andrúmslofti. Talin myndast mest við lífræna rotnun enda aðalefnið í pissulykt og fisklykt. Blanda af ammóníaki og vatni verður basísk ( sýrustig um 11). Í raun gengur ammóníakið í óstöðugt efnasamband við vatnið svo úr erður ammóníum hýdroxíð NH4OH. Það er selt sem hreinsiefni (Household ammonia)
Ammóníak var notað á hreinu formi á stór frystikerfi eins og í frystihúsum og slys urðu stundum þegar það slapp út og olli skaða á þeim sem fyrir urðu.
Það sem þó er oft átt við þegar talað er um "Ammóníak" og eiginlega ruglað saman við ammóníak og mögulega það sem Gaui prófaði á balsann er Ammóníum klóríð (NH4Cl oftast selt undir nafninu "Salmíak". Það er hvítt duft í hreinu formi. Það er best þekkt sem bragðefni í saltlakrís eða salmíakslakkrís af ýmsu tagi. Ammoníum klóríð verður til við að blanda saman ammóníaki NH3 og saltsýru HCl. Ástæðan fyrir því að það er ammóníakslykt af því ("pissulykt") er að það er óstöðugt efnasamband sem klofnar stöðugt í saltsýruna og ammóníakið og sameinast reyndar aftur að miklu leyti en eitthvað af hreinu ammóníaki sleppur alltaf út og veldur þessari dæmigeru lykt og ertingaráhrifum á slímhúðir sem eru svo hressandi í kvefi. Eftir verður saltsýra og m.a. þess vegna er vatnslausn salmíaks súr (sýrustig 10% vatnslausnar er um 5,0) Salmíaklausn er líka selt til að hreinsa t.d. undir málningu og óþverraefni að eiga við eins og Gaui vitnar um.
Ediksýra (CH3COOH) er mjög væg sýra og tiltölulega hættulítil nema maður sé að sulla með hana óþynnta. Hún er eins og nafnið gefur til kynna, það sem gerir edik súrt. Hún er unnin úr etanóli (áfengi) Gengur undir E-númerinu E260 þegar hún er notuð sem aukaefni í matvæli.
Ef sýru er blandað í blæklór ("sundlaugaklór" = Natríum hýpóklórít = NaCLO) þá losnar hreint klórgas úr læðingi sem er stórhættulegt og var notað sem eiturgas í fyrri heimstyrjöld. Það sem gerðist í sundlaugarslysinu fræga á Eskifirði var einmitt að ediksýru var óvart bætt á tank með blæklór og við það losnaði gulgrænt og ógeðslegt og stórhættulegt klórgas.
Í guðana bænum ekki prófa það heima!!
Þá vitið þið það
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
mig langar að koma með tvö skemmtileg innskot
1. þegar bakað eru smákökur er oft notað hjartarsalt sem lyftiefni. En þegar hjartarsalt verður að lofti þá er það einmitt ammóníak sem myndast (í gas-ham)
2. KLórgas var notað í seinni heimsstríðöldinni ásamt sinnepsgasi og öðrum efnavopnum. ég las mig eittsinn til um sinnepsgas. Sinnepsgas brennir upp húð og öndunarfæri og getur ollið innvortisblæðingum. Hermenn sem höfðu orðið fyri þessum árásum voru oft bundnir við sjúkrarúmin vegna hversu mikið þeir þjáðust
1. þegar bakað eru smákökur er oft notað hjartarsalt sem lyftiefni. En þegar hjartarsalt verður að lofti þá er það einmitt ammóníak sem myndast (í gas-ham)
2. KLórgas var notað í seinni heimsstríðöldinni ásamt sinnepsgasi og öðrum efnavopnum. ég las mig eittsinn til um sinnepsgas. Sinnepsgas brennir upp húð og öndunarfæri og getur ollið innvortisblæðingum. Hermenn sem höfðu orðið fyri þessum árásum voru oft bundnir við sjúkrarúmin vegna hversu mikið þeir þjáðust
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
Hjartarsalt er einmitt annað ammóníumsamband, ammóníum karbónat (NH4)2CO3
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Nafnið kemur frá því að efnið var unnið úr dýrahárum og dýrahornum, ekki síst hjartardýra
af Wikipedia.....Hjartarsalt eða Ammóníumkarbónat ((NH4)2CO3) er hvítt duft, það er blanda af ammóníumbíkarbónati NH4HCO3 og ammóníumkarbamínati NH2COONH4. Bræðslumark þess er 58 °C.
af Wikipedia.....Hjartarsalt eða Ammóníumkarbónat ((NH4)2CO3) er hvítt duft, það er blanda af ammóníumbíkarbónati NH4HCO3 og ammóníumkarbamínati NH2COONH4. Bræðslumark þess er 58 °C.
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: 30% Tiger Moth
Málningin flýgur.
Þegar kom að því að setja felulitina á tankinn, þá stóð ég andspænis vandamáli: hvernig átti ég að maska bylgjurnar á tankinum? Svarið koma frá Gumma Haralds vini mínum: nota kennaratyggjó. Ég fór í Pennann og keypti einn pakka:
Svo þegar ég var búinn að sprauta málningunni, þá kom þetta svona út. Mér finnst þetta vera nær því sem ég ímynda mér að hafi verið gert í stríðinu, ekki nákvæmlega eftir reglustikunni eins og maður sér svo oft á skala módelum, heldur fríhendis og nokkurnvegin:
Næst kom felumálningin á vængina og þegar hún var komin límdi ég sandpappír á göngubrettin á neðri vængjunum.
Hérna er hluti af skrokknum með gula litinn að neðan og felulitinn að ofan ásamt handmáluðum auðkennum. Þessir hringir voru svo litlir að ég gat ekki maskað þá með límbandi og sprautað, svo ég bara teiknaði þá með sirkli og handmálaði. Gulgræni ferningurinn er 18 tommu ferningur af gasmálningu sem átti að skipta litum (verða svartur?) ef það væri gerð gasárás. Þessi sama málning var máluð ofaná póstkassa um allt England og átti að vara fólk við gasi.
Og að síðustu eru hér vængirnir og vélarhlífin með felulitum og auðkennum.
Nú þarf ég að finna á ljósmyndum hvar og hvernig Tigerinn drullar sig út og setja á hann rendur og veðrun áður en ég set plyuretan málninguna á hann. Gallin er að það er venjulega gengið svo vel um Tigera að það sést engin drulla!
Þegar kom að því að setja felulitina á tankinn, þá stóð ég andspænis vandamáli: hvernig átti ég að maska bylgjurnar á tankinum? Svarið koma frá Gumma Haralds vini mínum: nota kennaratyggjó. Ég fór í Pennann og keypti einn pakka:
Svo þegar ég var búinn að sprauta málningunni, þá kom þetta svona út. Mér finnst þetta vera nær því sem ég ímynda mér að hafi verið gert í stríðinu, ekki nákvæmlega eftir reglustikunni eins og maður sér svo oft á skala módelum, heldur fríhendis og nokkurnvegin:
Næst kom felumálningin á vængina og þegar hún var komin límdi ég sandpappír á göngubrettin á neðri vængjunum.
Hérna er hluti af skrokknum með gula litinn að neðan og felulitinn að ofan ásamt handmáluðum auðkennum. Þessir hringir voru svo litlir að ég gat ekki maskað þá með límbandi og sprautað, svo ég bara teiknaði þá með sirkli og handmálaði. Gulgræni ferningurinn er 18 tommu ferningur af gasmálningu sem átti að skipta litum (verða svartur?) ef það væri gerð gasárás. Þessi sama málning var máluð ofaná póstkassa um allt England og átti að vara fólk við gasi.
Og að síðustu eru hér vængirnir og vélarhlífin með felulitum og auðkennum.
Nú þarf ég að finna á ljósmyndum hvar og hvernig Tigerinn drullar sig út og setja á hann rendur og veðrun áður en ég set plyuretan málninguna á hann. Gallin er að það er venjulega gengið svo vel um Tigera að það sést engin drulla!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Tær snild en það sem kom mér mest á óvart ég er að setja saman 1/32 skala módel að tiger og þar er málningin eins nema það er eingin ferhirningur á bakinu og er ekki á teikninguni. svo er hægt að hafa gler yfir flug mönnunum er það kanski einkver önnur tegund eða var það bara á sumum?
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler