Re: Fokker D.VIII
Póstað: 21. Feb. 2010 14:11:45
Jæja, þá er komið að því að Príuseigandinn setji saman sinn fyrsta mótor. Athugið að þetta er maðurinn sem veit það eitt um bíla að maður þarf að hafa lykil til að nota þá.
Hvar á maður að byrja?

Sko bara, þetta gengur bara ágætlega. Upp-og-niður-stöffið orðið fast við snýst-í-hringi-hittið.

Frá læknunum fyrir sunnan kom tilaga um að hafa astoð nálægt sér við mótorgerðina og það var svo sannarlega tekið á orðinu. Hér er vandasöm aðgerð í gangi og Árni Hrólfur er til taks með ennisþurrkuna.

Þegar vandastuðullinn hækkar með aukinni samsetningu er ekki úr vegi að kíkja ögn í leiðbeiningarnar: „Hvernig var þetta nú? Righty tighty, lefty loosy, eða var það öfugt?“

Ótrúlegt en satt! Einum og hálfum tíma seinna (ekki mínútu lengur) er kominn mótor -- og Mummi veit núna allt sem hann þarf að vita um hvernig þeir eru samsettir.

Hvar á maður að byrja?

Sko bara, þetta gengur bara ágætlega. Upp-og-niður-stöffið orðið fast við snýst-í-hringi-hittið.

Frá læknunum fyrir sunnan kom tilaga um að hafa astoð nálægt sér við mótorgerðina og það var svo sannarlega tekið á orðinu. Hér er vandasöm aðgerð í gangi og Árni Hrólfur er til taks með ennisþurrkuna.

Þegar vandastuðullinn hækkar með aukinni samsetningu er ekki úr vegi að kíkja ögn í leiðbeiningarnar: „Hvernig var þetta nú? Righty tighty, lefty loosy, eða var það öfugt?“

Ótrúlegt en satt! Einum og hálfum tíma seinna (ekki mínútu lengur) er kominn mótor -- og Mummi veit núna allt sem hann þarf að vita um hvernig þeir eru samsettir.
