Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir maggikri »

Sæll Gunni Binni "Coromaður nr. 2"á Íslandi. Ég held að þessi ELCoro sé að slá í gegn, allavega hvað varðar þennan þráð og það er bara gaman af því(skemmtileg tilraun) en mér líst nú betur á glóðarmótorana í Aircore-inn. Spurning um að prufa bensínmótor, þú ert með svo mikinn lager af þeim.

Uppgötvaðir þú þessa mótora þegar þú varst í Hong Kong á dögunum?. Það eru skemmtileg verð á þessum mótorum.

Ég á nokkra bensínmótora en ég er meira fyrir glóðareldsneytismótora 2 stroke og sérstaklega 4 stroke, þó að glóðareldsneytið sé dýrt.

Ég held að ég verði alltaf glóðarhausamótorakall !

Það eru kostir og gallar við þetta allt saman.

Aðalkostir glóðarhausamótora eru:
Léttir, kraftmiklir miðað við stærð, gangvissir, einfaldir, gott verð á þeim.

Ókostir: Dýrari í rekstri(eldsneyti-eitrað)og slátra glóðarkertum(sérstaklega í þyrlum) sóða mikið út bæði á vélina og á flugbrautir. Leiðinlegt hljóð í 2 stroke.

kv
MK
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir kip »

Maggi þetta er gott innlegg. Ég er ekki alveg sammála með gangvissuna og einfaldleikann í glóðarhausmótorum en það gæti nú líka verið bara reynsluleysið mitt. Fyrsti og eini bensínmótorinn minn er 23cc zenóvan keypt notuð frá Sverri og var í Giant Big sticknum. Ég á engan glóðarhausmótor sem er jafn gangviss og þess 23zenóvan, einnig fannst mér einfaldara að reka bensínmótor afþví þar slapp maður við vesenið í kringum að setja forhitarann á/af. Ég hefði viljað eiga 1.60 glóðarhausmótor til að prófa líka, stikkarinn hefði amk verið sprækari.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir maggikri »

[quote=kip]Maggi þetta er gott innlegg. Ég er ekki alveg sammála með gangvissuna og einfaldleikann í glóðarhausmótorum en það gæti nú líka verið bara reynsluleysið mitt. Fyrsti og eini bensínmótorinn minn er 23cc zenóvan keypt notuð frá Sverri og var í Giant Big sticknum. Ég á engan glóðarhausmótor sem er jafn gangviss og þess 23zenóvan, einnig fannst mér einfaldara að reka bensínmótor afþví þar slapp maður við vesenið í kringum að setja forhitarann á/af. Ég hefði viljað eiga 1.60 glóðarhausmótor til að prófa líka, stikkarinn hefði amk verið sprækari.[/quote]
Sæll KIP ari já með gangvissuna, þá er það rétt hjá þér að bensínmótorar eru sennilega gangvissari, en ég var ekki beint að bera saman þessa mótora, enda er ég ekki með mikla reynslu af bensínmótorum, þess vegna er ég ennþá glóðarkall. Varðandi kraftinn er ógurlegur kraftur í glóðinni enda um nitro í flestum tilfellum um að ræða þar, en bensínmótorarnir hafa mikið tog á minni snúning.

kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=maggikri]Sæll Gunni Binni "Coromaður nr. 2"á Íslandi.[/quote]
Hvað meinarðu????? Er ég ekki númer eitt?
:) Jú ætli að ég viti ekki hver er númer eitt... :D
Ég er reyndar stoltur af því að þú lærifaðir minn og meistari kallir mig númer tvö... sniff... (ég hrærður) ;)
[quote=maggikri]Uppgötvaðir þú þessa mótora þegar þú varst í Hong Kong á dögunum?. Það eru skemmtileg verð á þessum mótorum.[/quote]
Ég skoðaði heilmikið í Hong Kong, en keypti ekki af ráði fyrr en ég kom heim og sá hvað þetta var lítið mál og tiltölulega ódýrt að senda og kom fljótt. Fyrst pantaði ég eitthvað smádót og hef síðan fært mig upp á skaftið.
[quote=maggikri]Ég held að ég verði alltaf glóðarhausamótorakall !
kv
MK[/quote]
Í mínum augum verðurðu alltaf glóðarhaus :P
Ég er aftur á móti ekki búinn að komast að niðurstöðu um hvað mér líkar best við, enda hef ég gaman af að fikta í þessu öllu og hef ekki enn testað bensínið neitt. Ennþá hef ég ekki fengið rafmagnið í ElCornum að fljúga nógu vel til að vera ánægður. Kanski endar hann bara aftur sem glóðarmótor????
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Sverrir »

Er ElCor-inn ekki bara svona einmanna fjarri bræðrum sínum á Arnarvelli ;)

Þú verður nú að fara að koma með hann í heimsókn :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Sverrir]Er ElCor-inn ekki bara svona einmanna fjarri bræðrum sínum á Arnarvelli ;)

Þú verður nú að fara að koma með hann í heimsókn :)[/quote]
Það er allveg örugglega rétt hjá þér. Ég er búinn að vera á leiðinni lengi en kemst alltaf svo seint af stað að letin tekur völdin... :(
Sjáumst um páskana, er ekki á vakt :lol:
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Sverrir »

Líst vel á það, vonum að páskarnir verði fínir :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Gunni Binni »

Fannst veðrið líta svo ansi gott út að ég skellti mér með Jóni Gunnari í flugvallaferð. Þar sem JG var með var tekið nóg af góðum myndum.
Ákvað að líta fyrst við á heimavelli Aircore þar sem í bílnum voru títtnefndur ElCore og bróðir hans Colt sem kemur úr sömu smiðju. Var nefnilega svo lánsamur að fá tilboð sem ekki er hægt að hafna um þennan gullfallega Colt, tilbúinn og kominn á götuna. Að sjálsögðu fylgdi Zagi með. Svoleiðis hluti þarf nú ekki að nefna.
Þegar komið var á Arnarvöllinn var ekki margt um manninn, heldur aðeins Lalli, sem þess utan var á heimleið þegar við komum og vildi meina að ekki væri flugfært. Þó hafði hann flogið coltinum sínum með herkjum.
Þegar við heyrðum þetta æstust við batra upp sögðums að ElCore gæti allt. Lalli sneri þá við til að sjá þessa títtnefndu ElCore vél í aksjón.
Reyndar sljákkaði aðeins í mér þegar ég sá hversu mikið rok var. En þar sem maður var búinn að bera sig svona mannalega varð maður að láta slag standa og drífa Elcorinn á loft.
Mynd
Æ, æ hvað gerðist? Sveigði eina ferðina enn til vinstri og um koll?????
Mynd
Ég veit að proppurinn á að vísa aðeins niður en þetta er absúrt!
Mynd
Þarna kom í ljós hvað gerðist.... Veit ekki hvort ég eigi að segja frá því....
Jæja úr því að þið endilega viljið... Aileronin var reversaður og hvernig það gerðist veit ég ekki..... Ég veit, maður á að gera preflight tékk en það gleymdist í rokinu. Eða vottever...
Mynd
Hvernig reversar maður til baka, eða versar?
Mynd
Aðeins að rétta mótorfestinguna og svo aftur í loftið og það gekk miklu betur með aileroninn réttan.

Mynd
Hann er enn ekki vel góður enda erfitt að meta í svona roki. Flaug nokkra hringi og lenti eftir nokkuð basl að ná honum niður.

Mynd


Mynd
Skellti síðan Zagi á loft og hann lét vel eins og alltaf þó fyrsta kastið endaði næstum með ósköpum.
Mynd
Mynd
Þetta var gaman en frekar erfitt og ég þorði ekki að hætta Coltinum í loftið.
Síðan héldum við á Hamranes og frá því segi ég eftir mat.
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Gunni Binni »

Eftir barninginn hér að ofan ákváðum við að líta við á Hamranesvelli og athuga hvort einhverjir ofurhugar væru þar á ferð. Engir fundust þeir en aftur á móti brá okkur næstum þegar við stukkum út úr bílnum að það var næstum blankalogn og og og sól.... Vorum við kanski komnir á Agureyri, þar sem alltaf er sól, að sögn?
En ekki að orðlengja um það, Coltinn var rifinn fram þar sem við þorðum ekki að frumfljúga honum í rokrassga**** fyrir sunnan.
Þetta er gullfallegur gripur. Næstum eins fallegur og Aircorinn. Rauk í gang og flaug eftir skrykkjótt flugtak eins og engill. Kraftmikill og lipur enda með .55 OS mótor. Hvað ætli það séu mörg kúbik?
Mynd
Aðeins að gefa henni að drekka
Mynd
Skyldu aileronarnir vera rétt tengdir?
Mynd
Nýi lípóstartarinn reyndist vonum framar, hvað sem BGL segir þá er þetta snilld. Það eru PC-vélar líka... :)
Mynd
Mynd
Taxa bjútíinu út á braut.
Mynd
Og í loftið.
Mynd
Flaug ljómandi vel og gekk jafnt og vel þar til allt í einu drap hún á sérog ég náði ekki að koma henni inn á braut.
Mynd

Sem betur fer er þetta Aircore líka og þolir næstum allt. Braut reyndar servohorn og var ekki með passandi stærð með, heldur eins og venjulega með bæði stærri og minni og aðra tegund. Hætti því og flaug Zagiinum, sem ég hlóð meðan ég átti við Coltinn :D
Mynd
Mynd
Haraldur kom rétt um þessar mundir og flaug sínum væng einnig.
Mynd
Einnig komu þarn atveir áhugasamir gestir og ætlaði annar að líta við á morgun þegar fleiri verða vonandi.
Gunni Binni
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gunni Binni]Flaug ljómandi vel og gekk jafnt og vel þar til allt í einu drap hún á sér og ég náði ekki að koma henni inn á braut.[/quote]
Mundu eftir að skipta um kertið. :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara