Síða 14 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 18. Mar. 2010 16:12:47
eftir Árni H
En það segist Gaui hins vegar vera:

Ég biðst velvirðingar á slökum myndgæðum - ég notaði lélega myndavél og var bara að prófa nýtt forrit til þess að vinna myndbönd.

Kv,
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 20. Mar. 2010 02:01:05
eftir Guðjón
Skemmtilegt myndband.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 23. Mar. 2010 23:24:03
eftir Messarinn
Flott myndband hjá þér Árni

GHMynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 08:45:25
eftir Gaui
Þá er Mumminn búinn að pensla með joði, eins og sagt er. Hann kláraði loks að mála alla deplana á Fokkernum. Okkur reiknast til að þeir séu um eitt þúsund að tölu. Hér er hann með gleðisvip að draga límbandið af og stilla sér upp fyrir myndatöku á sama tíma:

Mynd

Og hér er skrokkurinn full deplaður og tími til kominn að fara að gera eitthvað annað:

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 12:44:18
eftir Guðjón
flottur!!! :cool:

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 15:08:25
eftir Sverrir
Flott!

Farið bara varlega í flugunum, þessi munstur eru stórhættuleg!

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 16:44:53
eftir Gaui
Er þetta út frá persónulegri reynslu Sverrir?

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 17:42:24
eftir Sverrir
Ekki af flugmódeli en já ég hef séð hluti hverfa með álíka mynstri. :)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 20:27:39
eftir Gaui
Það gengur ef vinnan er ekki að þvælast fyrir. Mummi maskaði fyrir krossana á hliðunum:

Mynd

Og svo var málað:

Mynd

Þegar krossarnir voru komnir þurfti Mummi að rannsaka persónulegu merkingarnar og teikna þær í fullri stærð á teikninguna:

Mynd

Við sjáum kannski eftir tvo-þrjá daga hvernig þessi merking lítur út. Árni hætti að vesinast við Gremlin og hélt áfram með vænginn á Fokkernum sínum:

Mynd

Það líður að því að hann fari að glassa vænginn.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 30. Mar. 2010 21:38:14
eftir Kjartan
Flottir.

Þetta lofar góðu.

Kveðja úr brekkusíðuni.
Kjartan