Síða 14 af 17

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 20. Jún. 2014 17:49:02
eftir Sverrir
[quote=Agust]Nú þarf að fara að huga að framtíðarfyrirkomulagi. Enn er í myndavélinni mitt símakort sem ég borga sjálfur af. Suðurnesjamenn hafa valið þann kost að semja við símafélag og greiða eitthvað mjög lágt gjald á mánuði. Gjaldið nemur um einum litlum sopa af kók og einum litlum bita af PrincePólo á mánuði, eða eitthvað um 20 kr. á félaga skilst mér. Sverrir getur frætt okkur um það.

Eg tel þetta miklu vænlegri kost en að sníkja styrk hjá símafélagi fyrir svona óveru og þurfa að vera með auglýsingar í staðinn á vefsíðu. Það er hvort sem er ekkert pláss fyrir slíkt á fréttavefnum.

Ef þeir fyrir sunnan hafa efni á að greiða þessa smámuni fyrir símakort, þá hljótum við hérna fyrir sunnan líka að hafa það. (Allar leiðir liggja í suður á Reykjanesbrautinni, er það ekki rétt?).[/quote]

1190 kr á mánuði erum við að borga.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 6. Ágú. 2014 16:31:32
eftir Agust
Komin í lag á Hamranesi með nýju símakorti.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 30. Sep. 2014 07:29:55
eftir Agust
Mér sýnist að vefmyndavélin á Hamanesi sé farin að hanga mun lengur inni eftir að ég minnkaði birtuna á skjánum niður í lágmark. Hef ekki endurræst hana nokkuð lengi.

Ástæðan gæti verið að straumtakmökunin í hleðslutækinu hafi ekki undan ef það kviknar varanlega á skjánum ef appið hálf-frýs og skjárinn er stillur á hámarks birtu. Venjulega á þó að vera slökkt á skjánum. Ég hef séð einhverja tilkynningu á skjánum þegar ég hef þurft að endurræsa símann, en þá er sílogandi baklýsing.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 3. Nóv. 2014 18:54:38
eftir gudjonh
Ég sakkna þess að geta ekki gjóað augunum á Hamransevöll. Reyndar er vindpokinn farinn líka og segir mynd því minna en ef pokinn er á staðnum.

Guðjón

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 3. Nóv. 2014 19:39:41
eftir Haraldur
Var brotist inn eða var einhver félagi á ferðinni og vantaða síma ?
Ertu búinn að prófa að hringja í símann ?

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 3. Nóv. 2014 20:13:55
eftir Elson
Mér skilst að síminn hafi verið tekinn um leið og vindpokinn var tekinn niður, það stendur til að mála stöngina. Persónulega hefði ég viljað hafa vefmyndavélina í gangi allt árið, en það er bara mín skoðun. Þó vindpokann vanti er allavega hægt að sjá í vélinni hvort eitthvað líf sé á vellinum :)

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 21. Jan. 2015 22:47:34
eftir Agust
Ég hef haldið áfram tilraunum með vefmyndavél sem sendir myndir um GSM netið. Þessi myndavél er rétt fyrir sunnan hálendið.

Bláfell á Kili í bakgrunni.

Smella á mynd til að stækka og sjá betur.


Mynd

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 17. Mar. 2015 09:17:47
eftir Agust
Nú er þessi vefmyndavél sem ég hef verið að prófa búin að vera í rúmlega 2 mánuði í gangi án þess að slá feilpúst. Hún sendir út á 10 mínútna fresti.

Ég notaði núna Sony Ericsson XPERIA ray ST18i sem ég hafði lesið um á netinu að væri stabíll fyrir þessi not, en eins og menn muna þá voru vandræði með þann síma sem við notuðum síðastliðið sumar. Hann gafst alltaf upp eftir að hafa sent í um það bil vikutíma og þurfti þá að fara á staðinn og endurræsa símann.

Ég keypti XPERIA símann á Ebay á 65 pund til að nota í sumarbústaðnum.

Samsung símann sem við notuðum í fyrra átti ég sjálfur, þannig að félagið ætti kannski að íhuga að fá sér sömu gerð og ég nota núna með góðum árangri.

http://www.ebay.co.uk/itm/New-Sony-Eric ... AQ:GB:1123

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 17. Mar. 2015 19:52:25
eftir gisli71
sællir en eg er með sony neo sem notað félagið þytur getur notað sem út flugvölli

http://www.gsmarena.com/sony_ericsson_x ... o-3734.php

Mynd

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstað: 17. Mar. 2015 20:32:08
eftir Agust
Ég valdi þennan XPERIA RAY eftir að hafa séð ábendinguna næst-neðst hér:
http://www.me-systeme.de/forum/hardware ... -t131.html

Beitragvon Kabelitz » Do 21. Mär 2013, 14:44

XperiaRay is running absolutly stable,
with Android 2.3 and with Android 4.0; no problems.
Best Photo quality, full background mode



Og á miðri síðunni:


Beitragvon Kabelitz » Do 21. Mär 2013, 08:19

Hello,
my favorite is LG Optimus Le (=E400).
Running stable in full Background mode.
3Mpx camera, good quality fotos with motive before bright background.
Very easy to root (one klick!)
price 50...90 Euro.


Best camera: Xperia Ray, full background mode

samsung google nexus S: is not running in full background mode!


Menn hafa gert tilraunir með ýmsa Android síma með misjöfnum árangri. Sumir eru sífellt að frjósa en fáeinir alveg stöðugir. Þar á meðal Xperia Ray.