Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Er hann að norðan þessi í rauðköflóttu skyrtunni?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Nei, hann er að Westan.

(ef satt skal segja, þá er hann skilgetið afkvæmi Mumma, sem setti hann saman úr balsa og einhverjum hárlufsum).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir jons »

Já, hann kallar mig alltaf Mummah! :)
Jón Stefánsson
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Þá er stutt í að Farmhandurinn verði tilbúinn. Ég setti vænginn á áðan og athugaði hvar hann rambaði (þ.e. ég balgvaníseraði, eins og sagt er hér fyrir norðan).

Mynd

Með því að setja batteríin fremst á vænginn (á stað sem þau geta líklega ekki verið á af því það er ekkert pláss þar undir vængnum(nema kannskí í kassanum hjá tankinum???) og síðan 1160 grömm af blýi fram undir mótorinn gat ég fengið hann til að balgvanísera nokkur vegin á réttum stað.

Mynd

Þá er bara að troða blýinu á einhverja góða staði og vona að það detti ekki úr. Hér er smá klumpur kominn á mótorinn:

Mynd

Mér dettur í hug að það væri skynsamara að setja einhvers konar spennu yfir blýið og skrúfa það fast með fjórum skrúfum en að setja bara einn M4 bolta í hvora hlið. Ég athuga þetta síðar. Hinn klumpurinn verður að fara á eldvegginn, en til þess þarf ég að námér í hentugar skrúfur. Svo skrúfa ég hann niður og lími hressilega.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Haraldur »

Hefðir þurft að setja mótorinn á stultur svo að hann komi framar.

Hvað er þetta sem heldur bensín leiðslunum þarna á síðustu myndinni?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

[quote=Haraldur]Hvað er þetta sem heldur bensín leiðslunum þarna á síðustu myndinni?[/quote]
Þetta er neðri hlutinn af kapalrennu fyrir rafkapla. Slangað passaði akkúrat inn í hana og situr þar föst.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

[quote=Haraldur]Hefðir þurft að setja mótorinn á stultur svo að hann komi framar.[/quote]
Maður þarf eiginlega að ákveða hvar mótorinn situr og síðan smíða vélarhlífina utanum hana löngu áður en maður klárar módelið, svo það er dálítið erfitt að balgvanísera með því að færa mótorinn. Ég gæti hugsanlega fært hann fram um svona sentimeter, en það gerir heldur lítið gagn. Mikið meira en það verður bara ljótt.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gaui]...gæti hugsanlega fært hann fram um svona sentimeter, en það gerir heldur lítið gagn...[/quote]
Mótorinn er hvað ~1200 grömm? Munar um minna þegar það er fært örlítið utar + það sem hangar framan á. Fer nafarhlíf á gripinn?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Er ekki ZG62 nákvæmlega af réttri þyngd? Hann var jú notaður í gulu frumgerðina.

http://www.youtube.com/watch?v=d0JWfHg0shc
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

[quote=Sverrir]Fer nafarhlíf á gripinn?[/quote]
ég hef ekki hugsað mér það: mér leiðast nafarhlífar og þær eru oft til vandræða.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara