Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Elson »

Algjör snilld :)
Bjarni Valur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Sverrir »

Nú eru báðar myndavélarnar í fullu fjöri á slóðinni > http://c.frettavefur.net/.

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Gaui »

Nú þurfum við fyrir norðan að fara að herma þetta eftir, ef ekki fyrr,þá síðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Ég var að dunda við að koma fyrir vefmyndavélum í báðum fylgdarbílum okkar hjá Verkís í WOW hjólreiðakeppninni umhvefis landið. Þetta er gert svipað og við notum á Hamranesi og Arnarvelli. Myndavélunum er komið fyrir innan á framrúðu bílanna, en við erum með tvö lið.

Símarnir eru Motorola XT1021 Moto-e.

Myndirnar uppfærast á 30 sekúndna fresti hér: http://www.verkis.is/wow

Facebook: https://www.facebook.com/wowverkis
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Vefmyndavélin á Hamranesi sendi nú aðeins myndir meðan sæmilega bjart er.

Sendir ekki myndir í meðan dimmt er.

Síðasta mynd að kvöldi og fyrsta mynd að morgni eru teknar í ljósaskiptunum og því frekar dökkar. Rétt er að gæta að tímastimplinum á myndinni ef hún greinilega tekin í ljósaskiptunum.

Síðasta mynd dagsins sést alla nóttina fram á næsta morgun þegar bjart er orðið.

http://frettavefur.net/webcam/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Elson »

Sælir félagar, ég er búinn að fara 2 ferðir á Hamranesið til að endurræsa myndavélina. Hún virðist bara duga daginn og svo frýs hún, rafgeymirinn er fullhlaðinn og hleðslurásin er að gefa 4,15 Volt. Einnig virðist vera fullt af rafmagni á símanum þegar honum er startað aftur. Kannski hefur meistari Ágúst einhverja skýringu/lausn á þessu?
Er ég að gera eitthvað vitlaust?

Kveðja Bjarni Valur
Bjarni Valur
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Vignir »

Er fólksbílafært á Hamranes ? Væri gaman að fljúga um helgina í blíðviðrinu !
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Elson »

Ég myndi halda það já.
Bjarni Valur
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Það er undarlegt hvernig svona símavefmyndavélar haga sér stundum, en geta verið þægar langtímum þess á milli.

Ég er með síma myndavél í sveitinni sem hefur stundum hagað sér þannig, en er búin að veraí lagi nokkuð lengi. Stillingar eru eins.

Mig minnir að ég hafi einhvern tíman lagfært svona með því að slökkva á símanum og taka rafhlöðuna úr í smá stund. Hugmyndin var að tæma hugsanlegt rusl í einhverju minni í símanum.

(Þetta er þó eitthvað óljóst í mínu minni).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Elson »

Ég fór í morgun og endurræsti aftur myndavélina á Hamranesi, að þessu sinni prófaði ég að taka batteríið úr símanum um stund. Nú er bara að sjá hvað gerist.

Kveðja Bjarni Valur.
Bjarni Valur
Svara