Þetta mjatlast áfram með Fokkerinn. Nú er að koma fyrir servóum í vængina.
Það vantar ekki plássið þarna inni!
Kv,
Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 30. Okt. 2010 10:58:04
eftir Árni H
Þá er komið að því að klæða vænginn með glertrefjum. Þar sem ég hef ekki gert þetta áður byrjaði ég á hallastýrinu eða Elínórunni, eins og þetta heitir í munni sumra.
Þetta er ekkert stórmál - bara hella sér út í þetta! Annars var fjölmenni í skúrnum að Grísará s.l. fimmtudag eins og reyndar hefur áður komið fram.
Kv,
Árni H
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 3. Nóv. 2010 19:57:11
eftir Gaui
Árni Hrólfur setti glerfíber á Fokker vænginn sinn og gerði í leiðinni smá kennslumyndband. En vegna þess að hann er heftur í tengingu í miðjum Akureyrarbæ gat hann er öpplódað því á Þúrörið. Eina leiðin til að koma þessu til fróðleiksfúsra aðdáenda var að koma fram á Grísara, þar sem myndefni þyrlast á Internetið eins og fiður í vindi. Góða skemmtun:
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 3. Nóv. 2010 22:21:01
eftir einarak
Þið mælið frekar með epoxy resin heldur en poly resin. Fyrir utan lyktarleysið hvað fleira hefur epoxy fram yfir polyresin?
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 3. Nóv. 2010 23:25:34
eftir Flugvelapabbi
Polyester resin er stökkara en epoxy, þess vegna er epoxy sterkara. Með epoxy resin er hægt að nota þynnri glass mottu og þa fæst meiri sveigja an þess að springa eða brotna.
Gangi ykkur vel
Kv
Einar
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 4. Nóv. 2010 18:59:49
eftir Gaui
Stærsti kosturinn við að nota epoxý frekar en polyester er að epoxý blandar maður 1:1 (Z-poxy) eða 2:1 (epoxý sem við fengum uppí fjalli). Þegar maður blandar polyester, þá hellir maður smávegis í bolla og setur svo nokkra dropa af herði. Ef maður setur einum dropa of mikið, þá harðnar sullið eftir fimm mínútur. Ef maður setur einum dropa of lítið, þá harðnar það ekki fyrr en næsta fimmtudag.
Að auki getur maður notað hvaða plast - eða frauðbolla sem maður vill undir epoxý, en verður að vera með gler undir polyester, því það bræðir allt plast.
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 4. Nóv. 2010 21:36:10
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]Eina leiðin til að koma þessu til fróðleiksfúsra aðdáenda var að koma fram á Grísara....[/quote]
Það er greinilega margt sem gengur betur ef farið er fram á Grísará. Ég skrapp þangað um daginn eins og sumir hafa kannski séð og ég er svei mér þá búinn að vera í ljómandi skapi síðan
En bara smá spurning frá hinum nú fastráðna Wesserbisser þessarar spjallveitu:
Eruð þið einhvern tíma að þynna epoxýsullið með spritti þegar þið makið því í glerdúkinn?
smá viðbót...
Virkilega flott fræðsluefni. Nú tókst mér loks að sjá síðustu mínútu myndbandsins sem stóð eitthvað í sænsku netveitunni hér í Lundi. Og viti menn... þarna stendur jú rauðsprittsbrúsinn á borðinu! Ekki notið þið þetta í kaffið?
Og varðandi dýru penslana (og ódýru líka) Ég hef faktískt prófað að skola epoxý úr með rauðspritti og viti menn... það var hægt að nota hann aftur.
Re: Fokker D.VIII
Póstað: 4. Nóv. 2010 22:39:12
eftir Messarinn
Sæll Björn
já við notum rauðsprittið mikið og þynnum út epoxy-ið með því.
Fínt að þrífa penslana eftir epoxi notkunina.
Ég er byrjaður að klæða stýrisfleti. Hérna er rudderinn...
Ég stóðst ekki mátið og stillti Fokkernum upp! Alltaf skemmtilegt móment þegar verkefnið
getur farið að stíga í lappirnar:)
Svo eru nokkrar mann- og hundalífsmyndir úr skúrnum. Það sem Mummi og Gaui eru að gera með
augun í pungum er að stilla af stélið á Fokkernum hans Mumma. Langt frá því að vera fögur sjón og gæti hrætt ung börn og konur svona rétt fyrir jólin þegar alls konar forynjur eru á ferli
Sveinbjörn vinnur í Farmhand/Fjósamanni/Orrusturollu/Sæðingamanni.
Varðhundarnir fylgdist vel með öllu sem fram fór, reiðubúnir að gleypa allt sem hrýtur af borðum
módelmanna. Oftast er það í lagi en þó er gripið í taumana ef títiprjónar og glasfíberdúkar hverfa
ofan í þá