Síða 18 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 29. Nóv. 2010 16:40:28
eftir Sverrir
[quote=Árni H]Oftast er það í lagi en þó er gripið í taumana ef títiprjónar og glasfíberdúkar hverfa
ofan í þá :)[/quote]
Leyfið honum að komast í garnspotta við tækifæri, þá getið þið dundað ykkur við að týna upp miður ólystugar „kokteilpylsur“ út á túni.

Verður öll flugsveitin flugklár á flugkomuna 2011?

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 29. Nóv. 2010 17:05:36
eftir Árni H
[quote=Sverrir][quote=Árni H]Oftast er það í lagi en þó er gripið í taumana ef títiprjónar og glasfíberdúkar hverfa
ofan í þá :)[/quote]
Leyfið honum að komast í garnspotta við tækifæri, þá getið þið dundað ykkur við að týna upp miður ólystugar „kokteilpylsur“ út á túni.

Verður öll flugsveitin flugklár á flugkomuna 2011?[/quote]
Já, það er svona stefnt að því - a.m.k. fyrir einhverja flugkomu :D

En ég held að á Grísará sé ekki til það sem ekki hefur lent ofan í hundana og verið svo sótt út á tún eftir ferðalag um meltingarvegi heimilishundanna. Sá stærsti (sem er reyndar ekki velkominn í skúrinn af augljósum ástæðum) gæti til að mynda gleypt Zagi þversum í einum bita og skitið honum sem þremur innifoamies :)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 29. Nóv. 2010 22:35:28
eftir Gaui
[quote=Árni H]Sá stærsti (sem er reyndar ekki velkominn í skúrinn af augljósum ástæðum) gæti til að mynda gleypt Zagi þversum í einum bita og skitið honum sem þremur innifoamies :)[/quote]
Og þetta eru engar ýkjur!
:cool:

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 9. Des. 2010 08:37:48
eftir Árni H
Áfram er haldið með vænginn:



Kv,
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 12. Des. 2010 14:06:02
eftir Gaui
Mummi var að vinna í hjólastellinu sínu í morgun og Surtur fylgdist með. Hann virtist hafa áhyggjur af því að Mummi væri nú að gera einhverja vitleysu.

Mynd

:cool:

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 26. Des. 2010 20:01:41
eftir Gaui
Mummi keik við í dag og réðst á slétt og fallegt yfirborðið á framhluta Fokkersins með Proxxoninum mínum:

Mynd

Hann ætlar líklegast að setja eitthvað dót í götin, en það verður bara að koma fram seinna:

Mynd
:cool:

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 31. Des. 2010 12:19:52
eftir Árni H
Ekki þýðir að leggjast alveg í kör í kjötsvimanum. Nú er komið að því að klæða skrokkinn með Solartex.

Byrjað á botninum.
Mynd

Mynd

Svo hliðarnar.
Mynd

Fokkercam :)
Mynd

Endað ofan á. Þá fór ég að efast um að ég hefði tekið rétta teikningu. Er þetta bátur eða flugvél?
Mynd

Svo byrjaði ég að teikna felulitamynstrið. Upphaf ársins 2011 verður trúlega tímabil hinnar miklu
þolinmæði!
Mynd

Áramótakveðjur,
Árni Hrólfur

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 31. Des. 2010 18:13:27
eftir Messarinn
Þetta þrælgengur hjá þér Árni og miklar líkur á að Fokkerinn fljúgi hjá þér í sumar.

Gleðilegt ár lagsmenn

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 14. Jan. 2011 12:58:08
eftir Árni H
Smám saman fjölgar deplum í Lozengemynstrinu á Fokkernum. Þetta fer hægt af stað hjá mér en með velhristri málningu og þolinmæði hefst þetta á endanum. Tveir litir (fyrsta umferð) fóru á botninn í gærkvöldi og nú er þetta að verða að rútínu. Ég stefni að því að fara heim með skrokkinn og ljúka málningarvinnunni á stofuborðinu...

Mynd

Kv,
Árni Hrólfur

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 14. Jan. 2011 17:50:42
eftir Gaui
og ef einhver hefur verið að velta fyrir sér hvernig þetta er gert, þá sést það hér:



:cool: