Síða 20 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 22. Maí. 2011 17:59:27
eftir Kjartan
Flottir ;)

Kveðja úr brekkusíðini

KG

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 29. Maí. 2011 17:46:09
eftir Guðjón
Er ekkert að gerast?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Maí. 2011 10:51:26
eftir Árni H
Það gerist ekki mikið þessa dagana - það er svo $#%$ kalt hérna fyrir norðan að það hægist til muna á allri líkamsstarfsemi. Ég er þó að vinna í stélinu á Fokkernum, búinn að sprauta hvítt og búinn að maska fyrir svörtu röndunum. Það kemur smá vídeóblogg þegar svarti liturinn er kominn á.

Mvh,
Árni H

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Maí. 2011 13:09:37
eftir jons
Jú og ég mæti reglulega og stari tómeygur ofan í innvolsið í Fokkernum - þá sjaldan ég næ að halda augunum opnum. Myndasönnun má sjá hér fyrir ofan.

kv Mummi

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Maí. 2011 16:07:20
eftir Björn G Leifsson
[quote=Árni H]Það gerist ekki mikið þessa dagana - það er svo $#%$ kalt hérna fyrir norðan að það hægist til muna á allri líkamsstarfsemi. Ég er þó að vinna í stélinu á Fokkernum, búinn að sprauta hvítt og búinn að maska fyrir svörtu röndunum. Það kemur smá vídeóblogg þegar svarti liturinn er kominn á.

Mvh,
Árni H[/quote]
Hmmm... hér eru 24° en samt ekkert að gerast... ;)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 19. Sep. 2011 21:27:15
eftir Árni H
Í módelsetrinu að Grísará er ekki setið auðum höndum þótt ekki hafi verið mikið skrifað inn á þennan þráð undanfarið.

Gaui lagfærir smáskemmdir á Farmhandinum eftir harkalega lendingu.
Mynd

Mynd

Árni misskilur að venju notkun algengra tóla og tækja.
Mynd

Gaui fær sér blund og dreymir vota Heinkeldrauma. Þá dettur hann síður ofan af borðinu.
Mynd

Svo var farið í ferðalag með skrýtna tunnu.
Mynd

Til hvers? Svarið fæst hér: www.flugmodel.is

Kveðjur,
Árni Hrólfur

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 13. Nóv. 2011 14:04:00
eftir Gaui
Þá er rauði Stikkurinn orðinn heill á ný eftir skoðanaágreining við þúfur á Melunum. Nú hefur hann gengið í raðir "Yellow-Nosed Bastards":

Mynd

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 13. Nóv. 2011 16:42:30
eftir jons
Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 13. Nóv. 2011 21:55:12
eftir Gaui
Er þetta nýja danska þjónustustúlkan ykkar (eða píkan eins og það var kallað í þá gömlu góðu)?

:cool:

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 14. Nóv. 2011 07:51:12
eftir jons
Já. Og það versta er að hún leit svona út áður en hún sá breytingarnar á stikknum.

Mynd

:D