Nú fer að styttast í að þessi Messari klárist hjá mér, bara smá föndur eftir.
hérna á ég bara eftir að klippa út og líma lukku fuglinn hans Helmuth Wick á skrokkinn og þá get ég farið að sprauta epoxiglæru yfir flugvélina.

Fuglinn er teikning af Kingfisher sem á að vera þekktur fyrir mikla flugfimi og veiðitækni

Epoxi glæran er þynnt með vatni og er hvít þegar henni er sprautað.

Þá er glæran komin á vélina og Messarinn lítur bara vel út nema hvað hann glansar alltof mikið og þarf að matta hana niður þegar lakkið er orðið full harnað. Þarna sést líka mótorinn sem er
O.S. MAX-25FX

Hérna er svo nærmynd af Kingfisher fuglinum á Messaranum
Ég einfaldlega prentaði myndina, klippti fuglinn út, límdi hann á skrokkinn og sprautaði glæru yfir

Nú fer að styttast í testflugið
auf Wiedersehen mine waffenbrüder
