Síða 20 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Mar. 2011 17:16:42
eftir Árni H
Sælir!

Sagan endalausa heldur áfram :) Nú hefur þriðja myndbandið um vænginn litið dagsins ljós - þetta er orðið hálfgert vídeóblogg um þennan blessaða væng en nú fer loksins að verða hægt að lyfta spreyinu og mála grænt.

Ég vona að einhverjir hafi þolinmæði fyrir þetta vídeóbrölt og geti jafnvel náð sér í nokkur tips&tricks við áhorfið!



Tónlistin, sem mallar undir myndskeiðinu, er með Charlie and his Orchestra. Það var þýzkt jassband í seinni heimsstyrjöldinni sem lék ýmis vinsæl lög og útvarpaði til Englands en í öðru eða þriðja erindi textans laumuðu þeir inn áróðri og óhróðri um Churchill og bandamenn hans.
Mynd

Kveðjur,
Árni Hrólfur

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Mar. 2011 17:30:47
eftir Árni H
[quote=Messarinn]Er þetta ekki bæklingurinn minn??
Svo bara halda áfram með Messerschmitt-inn Árni...[/quote]
Ach mein lieber - ef þinn er glataður búum við bara til nýjan!

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Mar. 2011 16:48:04
eftir Árni H
Nú er það stutt myndband um einfalda aðferð til að gera panellínur. Það má líka nota sparsl eða epoxy+microballons og allskonar fyrir panellínurnar.



Þessar línur sem ég geri eru frekar daufar og ógreinilegar en setja samt nauðsynlegan svip á vænginn. Það tækju sem sagt fleiri eftir þeim ef þær vantaði... eða þannig...

Kveðjur,
Oberlt. von Grünsee

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Mar. 2011 19:15:07
eftir Flugvelapabbi
Sælir Fokker smiðir,
eruð þið ekki að missa ykkur i þessu verkefni, eg held að vængir þessara vela hafi ekki verið svona slettir eða með panel linum, þetta var krossviður og ska slipaður 1 a moti 12 þannig að panel linur voru engar.
en eg er viss um að þetta verður flott hja ykkur
Kv
Einar

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Mar. 2011 23:28:39
eftir Árni H
Það má greina lauslega eina panellínu fremst á vængnum, einmitt þá sem ég er að gera þarna. Annars erum við trúlega alltaf að ofsmíða þessar orrustuvélar, eins og þú segir. Maður er að rembast við að gera þetta allt eggslétt og fínt en sannleikurinn er allur annar, eins og glögglega má sjá á myndum ef grannt er skoðað. Krossviðurinn er öldóttur, striginn tættur og illa saumaður og blikkið beyglað :)

Einhvern tíma gerir maður alvöru ljóta og beyglaða orrustuvél - annars er ég ekkert að missa mig í þessu - ég smíða bara svo fjandi hægt og skemmti mér vel við að gera myndbönd þar sem það lítur út fyrir að ég viti hvað ég er að gera :D

Kv,
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 10. Mar. 2011 18:21:40
eftir Árni H
Ég er búinn að komast að því af hverju þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöld. Þeir voru svo helv... lengi að teikna lozenge felulitamynstrið á vélarnar :D
Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 12. Mar. 2011 16:08:27
eftir Árni H
Sá hluti mótorsins, sem sést niður fyrir cowlinguna er í smíðum. Papparör, balsi og liteplyafgangar - aldrei að henda neinu! Það er aldrei að vita hvenær maður fær not fyrir dótið!

Mynd

Horrido!
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 13. Mar. 2011 18:32:41
eftir Árni H
Áfram er haldið með mótorinn - kælirílurnar eru búnar til úr rafmagnsvír:
Mynd

Mummi hamaðist á vélarhlífinni með Dremel:
Mynd

Kv,
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 2. Apr. 2011 08:31:07
eftir Árni H
Mótorinn (eða það sem sést í hann á D.VIII) er kominn saman.

Fyrst var hann grár:
Mynd
Svo svartur:
Mynd
Og loks fékk hann smágusu af felgulakki og nokkra dropa af rauðu til að fá dýpt í litinn:
Mynd
Mumma gengur vel með vélarhlífina og hún er að verða tilbúin.
Mynd
Kv,
Árni Hrólfur

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 2. Apr. 2011 12:53:02
eftir Gaui
Hér sést hvernig Mummi bjó vélarhlífina til:



:cool: