Síða 3 af 12
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 28. Jan. 2023 13:27:28
eftir Gaui
Við Elvar höfum verið bissæi þessa vikuna. Það eru, að vísu engar myndir af mér, en Elvar er flottur. Haukur lét ekki sjá sig.
Þetta er stellingin sem þarf til að ræða við Tomma í ggnum síma.

- IMG_8299.JPG (161.83 KiB) Skoðað 1130 sinnum
Penslað með joði (epoxýi) framan á eldvegginn

- IMG_8303.JPG (128.38 KiB) Skoðað 1130 sinnum
Servóin voru leiðinlega rauð og það passar náttúrulega ekki við hvítan skrokkinn.

- IMG_8324.JPG (131.39 KiB) Skoðað 1130 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 2. Feb. 2023 22:41:43
eftir Gaui
Kyndilmessa, en sólin var ekkert að trana sér fram og lofa betra veðri, enda nóg af öðrum stjörnum á Dalvík um þessar mundir.
Elvar er enn að dúlla sér við Kappann.

- 20230202_205213.jpg (144.12 KiB) Skoðað 1101 sinni
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að efna niður í nýtt verkefni.

- 20230202_205226.jpg (147.11 KiB) Skoðað 1101 sinni
Meira síðar.
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 9. Feb. 2023 22:40:26
eftir Gaui
Það eru mörg project í gangi á Verkstæðinu.
Elvar er enn að föndra við Kappann, og nú var sett undir hann stélhjólastell.

- 20230209_203511.jpg (137.45 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Ég fékk sent þetta smíðakit í flatri pakkningu. Þetta mun vera vagn undir stórar (eða litlar) svifflugur.

- 20230209_104352.jpg (153.03 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Ég prófaði að raða þessu saman án þess að nota lím og þá kom þetta í ljós.

- 20230209_105238.jpg (150.49 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Ég límdi þetta saman að hluta með epoxý lími svo það gæti þolað smá dögg sem stundum safnast fyrir á flugbrautum. Eins gott að hafa helling af þvíngum á þessu. Við erum að hugsa um að nefna þetta Dolly Parton.

- 20230209_203534.jpg (149.74 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Hér er ég svo að byrja á stélinu -- ég byrja næstum alltaf á stélinu -- á módeli eftir einn dáðasta flugmódelhönnuð allra tíma. Hann hér David Boddington og mig hefur lengi langað til að smíða þetta módel: MIGHTY BARNSTORMER, Vænghafið er um 2300 mm og það er fyrir .60 til .90 glóðarhausa. Ég á .95 glóðarhaus frá OS ig ætla að reyna að koma honum fyrr í þessu.

- 20230208_102120.jpg (125.87 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Ég fékk flest rif og hjólastell frá DB Sport and Scale.

- 20230209_110929.jpg (124.22 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Mér finnst mjög gaman að spöggulera hvernig á að setja svona saman, sérstaklega þegar leiðbeiningarnar eru eins knappar og fyrir þetta módel.

- 20230209_220446.jpg (143.21 KiB) Skoðað 1043 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 11. Feb. 2023 16:44:24
eftir Gaui
Enn er smíðað: 11. febrúar 2023
DOLLY PARTON:
Hægri hliðin á Dolly límd á með epoxýi og nóg af þvingum og klemmum.

- 20230210_094354.jpg (124.14 KiB) Skoðað 1023 sinnum
Hjólafestingarnar settar á. Athugið að öxlarnir sem fylgdu voru 3mm stálteinar, en öll göt, líka á hjólunum sjálfum og festihringjunum, voru 4mm. Ég fann til tvo 4mm teina sem ég ætla að nota og hef þessa 3mm bara til vara.

- 20230211_094145.jpg (126.31 KiB) Skoðað 1023 sinnum
Elvar er mjög hrifinn og er að velta fyrir sér hvernig hann getur notað þessa græju.

- 20230211_111134.jpg (159.54 KiB) Skoðað 1023 sinnum
Og hér sést hversu stór Dolly er miðað við SKY120 og SKYLARK.

- 20230211_111159.jpg (155.97 KiB) Skoðað 1023 sinnum
MIGHTY BARNSTORMER:
Ég límdi hæðarstýrin saman með 8mm harðviðarkubbbum. Ég vil frekar hafa miðjuna svona en að beygja 4mm stáltein til að sameina þau. Stýrishornið verður svo skrúfað í aukabútinn sem er fyrir aftan tengistykkið.

- 20230211_102210.jpg (123.89 KiB) Skoðað 1023 sinnum

Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 13. Feb. 2023 13:39:18
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER:
Ég er byrjaður á skrokknum og búinn með aðra hliðina. Venjulega byrjar maður á hægri hlið og gerir svo þá vinstri nákvæmlega eins ofan á hinni, en í þetta sinn gerði ég smá villu: ég tók eftir því að ég hafði gert vinstri hliðina á undan þeirri hægri. Vá, ég var í hættu á a gera tvær eins!

- 20230213_110400.jpg (140.71 KiB) Skoðað 996 sinnum
Eftir mikla umhugsun og yfirlegu tókst mér að byrja á hægri hliðinni. Það var mjótt á munum á tímabili, en ég bjargaði þessu.

- 20230213_121411.jpg (158.78 KiB) Skoðað 996 sinnum
Meira síðar.
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 14. Feb. 2023 15:40:14
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER:
Ekki mikið gert í dag. Ég kláraði báðar hliðar, aðra, sem er merkt VINSTRI og hina sem er merkt HÆGRI.

- 20230214_100651.jpg (128.88 KiB) Skoðað 977 sinnum
Nú vantar mig 6mm balsaplötur sem eru notaðar til að fylla upp í eyðurnar í hliðunum og halda við rifin sem setja lag á skrokkinn. Ég þarf að skreppa inn á Akureyri á morgun og athuga hvort Tommi á ekki svona balsaplötur.
Þangað til

Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 16. Feb. 2023 14:14:46
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER:
Hér er ég búinn að setja 6mm fyllur í bilin í skrokknum. Eins og sést, þá eru þrjár raufar gerðar fyrir skrokkrif.

- 20230216_102759.jpg (133.25 KiB) Skoðað 947 sinnum
Tvö skrokkrif eru jafn breið. sem þýðir að þau eru 90° við hliðarnar og eru límd á þær með vinklum.

- 20230216_104541.jpg (135.27 KiB) Skoðað 947 sinnum
Á meðan límið þornar tók ég fram vængrifin og boraði gat þar sem servósnúran á að koma. Ég átti ekkert minna en 30mm (bollabor), svo götin eru í stærri kantinum. Þegar ég set vænginn saman, þá þræði ég upprúllaðan pappír í þessi göt svo snúrurnar hafi greiðan aðgang fram og til baka.

- 20230216_112000.jpg (158.81 KiB) Skoðað 947 sinnum
Nú er hægt að líma vinstri hliðina á. Vinklarnir eru notaðir til að sjá til þess að hliðarnar séu algerlega samsíða.

- 20230216_114809.jpg (137.43 KiB) Skoðað 947 sinnum
Nú er tími til að merkja vængrörin á þrjú vængrif. Ég merkti hæð vængendans á teikninguna og dró strik í gegnum þrjú fyrstu rifin. Þá fann ég út að hvert rif er um 2mm hærra en rifið á undan. Þannig fann ég staðsetningu gatanna. Fremra gatið er fyrir 17mm kolfíber rör. Álrör gengur í gegnum það til að halda vængjunum saman. Aftara gatið er fyrir 7mm álrör og kolfíber teinn gegnur í gegnum það til að stýra vængjunum saman. Hljómar flokið, en er einfalt.

- 20230216_120701.jpg (130.82 KiB) Skoðað 947 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 17. Feb. 2023 12:16:55
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Þá er skrokkurinn kominn saman að mestu. Ég nota
skrokktól frá SLEC, sem nýtist afskaplega vel.

- 20230216_193950.jpg (159.98 KiB) Skoðað 932 sinnum
Hér er mótorfestingin komin á sinn stað. Skrokkurinn á eftir að fitna veruleg hérna fremst og svo kemur hringur fyrir spinnerinn o.s.frv.

- 20230216_205631.jpg (143.58 KiB) Skoðað 932 sinnum
Langböndin komin á bakið. Þetta er farið að líta alveg sæmileg út.

- 20230217_104134.jpg (144.74 KiB) Skoðað 932 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 18. Feb. 2023 17:02:33
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Ég losaði skrokkinn úr smíðamátinu og límdi kynnina hægra megin með epoxý lími. Ég vildi ekki nota trélím vegna þess að það er vatn í trélími og það verpir balsaplötur. Epoxýið gerir það ekki og balsinn bara límist fastur.

- 20230218_112146.jpg (134 KiB) Skoðað 910 sinnum
Hér er ég annars vegar að líma niður innri plöturnar sem halda hjólastellinu (það kemur önnur plata ofan á þetta) og hins vegar að setja inn hliðarnar þar sem kemur lok yfir stýrigræjurnar. Þetta lok er vel út hugsað og verður unun að setja græjurnar á sinn stað. Hjólastellið tengist við skrokkrifið sem síðan tengist upp í vænginn.

- 20230218_115138.jpg (152.71 KiB) Skoðað 910 sinnum
Og her eru svo vængstífurnar sem halda vængnum fyrir ofan skrokkinn. Þetta heitir Parasol WIng á ensku, en ég hef ekki heyrt almennilegt íslenskt orð fyrir þetta (sólhlífarvængur er ekki nógu gott, eða hvað)

- 20230218_122517.jpg (155.43 KiB) Skoðað 910 sinnum
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 20. Feb. 2023 13:10:46
eftir Gaui
MIGHTY BARNSTORMER
Hér eru kinnarnar á vinstri hliðina límdar fastar með epoxý lími.

- 20230220_095107.jpg (117.12 KiB) Skoðað 885 sinnum
Á meðan límið á kinninni tók sig setti ég lamir í stélið og formaði stýrin. Þetta var skemmtilegt dundur og verður flott þegar búið er að klæða vélina.

- 20230220_110947.jpg (145.24 KiB) Skoðað 885 sinnum
Ég byrjaði að forma lokið undir botninn á skrokknum. Þarna koma servóin og móttakarinn. Ég ætla að staðsetja þau eins nálægt yfirborðinu og ég get til að það verði þægilegra að vinna við uppsetningu og svoleiðis.

- 20230220_112529.jpg (137.92 KiB) Skoðað 885 sinnum
Ég skar líka niður 6x10mm langbönd sem koma á hliðarnar, tvö á hvora hlið, og byrjaði að rúnna þau til. Þau gefa skrokknum ákveðið form og fegra módelið verulega.

- 20230220_115233.jpg (120.14 KiB) Skoðað 885 sinnum