Síða 3 af 5
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 10. Mar. 2009 19:01:21
eftir Fridrik
Búin er að versla mótor DA-50 og hljóðdeyfir frá MTW, þannig það vantar lítið í viðbót,
Við skoðun á pústgrein sem kemur með kútnum frá MTW get ég ómögulega skilið hvernig ég á að koma aftari boltanum fyrir sjá myndir neðan öll ráð vel þegin
eina sem mig dettur í hug er að opna út úr flangsnum því gati sem er bakvið rörið , skrúfa boltann í mótorinn og renna uppá og herða ætti sennilega að vera í lagi hvað finnst ykkur
kveðja frá Hollandi
Friðrik
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 10. Mar. 2009 19:27:49
eftir Björn G Leifsson
Góð hugmynd, getur líka skorið hausinn af bolta og haft ró báðum megin, skorið rauf í endann á hauslausa boltanum, skrúfað hann í róna sýlindermegin með gengulími, látið það stirðna og skrúfa svo hitt á...
En eiginlega er þín hugmynd betri og einfaldari. Mundi passa að nota skífu undir botahausinn til að það haldi betur á flansinum.
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 11. Mar. 2009 11:49:57
eftir einarak
[quote=Björn G Leifsson]Góð hugmynd, getur líka skorið hausinn af bolta og haft ró báðum megin, skorið rauf í endann á hauslausa boltanum, skrúfað hann í róna sýlindermegin með gengulími, látið það stirðna og skrúfa svo hitt á...
En eiginlega er þín hugmynd betri og einfaldari. Mundi passa að nota skífu undir botahausinn til að það haldi betur á flansinum.[/quote]
Ertu ekki aðeins að flækja málin, ég myndi bara að skrúfa stödda (íslenskað af stud) í heddið setja pústið á og herða með ró.
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 11. Mar. 2009 12:06:41
eftir Eysteinn
Bingo, Bingo.
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 8. Apr. 2009 17:29:17
eftir Fridrik
Sælir allir, búin að vera vinna í vélinni en lélegur að pósta,
En það helsta sem ég er búin að gera
Mótorinn kominn á sinn stað,
Búin að líma stýrisarminn á aileron
servo lúgan tilbúin í vænginn
Rarfmagnsrofinn nýtt frá Emcotec fyrir 2 rafhlöður ætla að nota 2 x lipo 3300 mah
Nýji spinnerinn frá Majzlik carbon ekkert smá flottur
næst er að fara ganga frá loka undirbúning á rafmagnsbúnaði ætti að fara geta klárað vélinna
Hafi þið það nú gott um páskanna
kv
Friðrik
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 19. Júl. 2009 13:32:05
eftir Fridrik
Smá update,
Vélinn nánast orðin klár vantar að sníða til Spinnerinn og setja Víra í rudder.
stefni á frumflug í September þar sem ég er að koma til Íslands á morgun í 4 vikur.
kv
Friðrik
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 19. Júl. 2009 14:25:25
eftir maggikri
Flottur, það verður gaman að sjá þessa í loftinu. Er vélin komin í hjónarúmið?
kv
MK
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 19. Júl. 2009 14:32:05
eftir Sverrir
Einhver verður að fylla í skarðið fyrir Frikka.
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 19. Júl. 2009 15:29:14
eftir Fridrik
Hehehe. Nei þetta er gestarúmið á 3 hæðinni, frúin og börninn koma með á Klakan.
kv
Friðrik
Re: Composite-arf Yak 55SP samsettning !
Póstað: 19. Júl. 2009 15:55:37
eftir Haraldur
Ég get ekki látið þetta fara fram hjá.
Þó maður elski flugmódelið sitt mikið, er þá ekki of mikið að fara með það í rúmið?