Síða 3 af 14

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 7. Feb. 2009 20:36:19
eftir Sverrir
Þú gleymdir alveg að nefna við mig að ElCor hefði verið með í för... ég hélt að þú hefðir bara verið með hefðbundnu útgáfuna ;)

Ég hefði nú tekið rúntinn til þín hefði ég vitað þetta.

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 15:21:00
eftir Gunni Binni
Í dag átti loksins að gera ElCorinn heimsfrægan. Enn var dálítið hvasst, en gífurlega fallegt veður. Svikararnir voru enn við sína iðju (skíði og fyrir austan fjall). Þó mundi ég eftir mynda- og vídeóvélum.
Ég var dálítið efins um spaðann sem mælt var með mótornum (13x8, 14x7 og enginn 13" spaði fannst í Tómó), svo ég herti 14x7 spaðann rækilega en hafði áhyggjur af því að hann væri of stór. Og mikið rétt:
Mynd

Spaðinn fór í jörðina eins og sjá má. Myndgæðin kanski ekki góð enda með fjarstýringuna í annarri og vídeóvélina í hinni.
Svo þegar ég ætlaði að skifta í minni spaða kom í ljós að ég hafði forskrúfað spaðafestinguna, svo ekki var flogið meira þann daginn. Svona fór um flugferð þá..... Eru ekki örugglega tvö föll betri faraheill en eitt?
Mynd
En Zagi sveik ekki frekar en fyrri daginn. Ég þorði þó ekki að reyna að taka myndir af honum á flugi með fjarstýringuna í hendi, svo ég stillti honum bara upp fyrir myndatöku.
Mynd
Mynd
Mynd
Pakkaði síðan dótinu og fór heim.
Mynd
Skyldu svona spaðafestingar fást í Tómó?
Það ræður framhaldinu.... í bili.
Kveðja
Gunni Binni

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 15:38:27
eftir TEX
Er það rétt séð hjá mér að þú ert með venjulegan propp? Þú verður að hafa electric prop á þennan mótor!!!

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 17:36:11
eftir Gunni Binni
[quote=TEX]Er það rétt séð hjá mér að þú ert með venjulegan propp? Þú verður að hafa electric prop á þennan mótor!!![/quote]
Jamm!!!
Þetta var það eina sem ég fann(og neyðin kennir naktri konu að spinna), en Þröstur er búinn að hringja og ætla að redda deginum, bæði með propadapter og paða.

kv.
GBG

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 19:50:30
eftir Gaui
Gunni Binni -- þú fyrirgefur að ég skuli skrifa úr Skurðinum, en getur hugsast að El Corro sé frekar afturþungur. Það er mín reynsla að ef trainer sem þessi sest á stélið þegar hann stendur á jörðinni þá þurfi að setja nokkur grömm af þyngd í nefið. Annað sem gæti verið vandinn er að aðalstellið snýr afturábak og aðalhjólin ar með fyrir framan þyngdarpunktinn, en ekki fyrir aftan hann eins og þau ættu að vera.

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 20:59:35
eftir Gunni Binni
[quote=Gaui]Gunni Binni -- þú fyrirgefur að ég skuli skrifa úr Skurðinum, en getur hugsast að El Corro sé frekar afturþungur. Það er mín reynsla að ef trainer sem þessi sest á stélið þegar hann stendur á jörðinni þá þurfi að setja nokkur grömm af þyngd í nefið. Annað sem gæti verið vandinn er að aðalstellið snýr afturábak og aðalhjólin ar með fyrir framan þyngdarpunktinn, en ekki fyrir aftan hann eins og þau ættu að vera.[/quote]
Það er alltaf gaman að heyra frá mönnum í skurðinum, nema þegar þeir tala um veðrið fyrir norðan :)
Ég held að stellið eigi að snúa svona þó það hafi hvarflað að mér að snúa því og gera hana stabilli. Ein af ástæðum þess að hún er svona afturþung er að ég skrúfaði dálítið járnstykki neðan á stélið til að balansera vélina eftir rafvæðinguna. Merkilegt nokk er rafútgáfan þyngri en hin og þar munar mest um þetta gríðarstóra(þangað til ég sá batteríin hérna framar) batterí sem ég nota. Hugmyndin var að fá gott "range"....
Kanski ég prófi að snúa stellinu og dugi það ekki fjarlægi ég járnið. Þakka góð ráð.
Kveðja
Gunni Binni

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 8. Feb. 2009 21:16:33
eftir Gaui
[quote=Gunni Binni]Kanski ég prófi að snúa stellinu og dugi það ekki fjarlægi ég járnið. Þakka góð ráð.[/quote]
Gunni Binni -- ekki bara fjarlægja járnið -- athugaðu þyngdarpunktinn. Maggi í Kef og þeir félagar geta sagt þér hvar hann á að vera -- Það er svakalega mikilvægt að módelið sé í réttum ballans -- annars flýgur það ekki..

Í skurðinum heitir þetta að balgvanísera, eftir einum félaga okkar sem kemst stundum skemmtilega að orði.

Hér er reiknivél sem þú getur notað til að reikna út líklega stöðu á CofG punktinum:

http://www.geistware.com/rcmodeling/cg_calc.htm#cg

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 9. Feb. 2009 19:29:59
eftir Gunni Binni
Jæja þriðji dagur Elcore ævintýrisins:
Nú var Tumi enginn svikari heldur kom með út á Arnarvöll og við tókum Zagiana okkar með til öryggis. Þröstur sem heyrði af neyð minni með lúðaspaða og skemmdan propadapter sendi mér um hæl 2 spaða (af rafmagnsgerð) og áðurnefndan adapter. Honum var skellt á í hvelli og rennt suðreftir.
Það var logn og -7°C og ótrúlega fallegt veður.
Sverrir mætti líka til að tékka á að þetta væri ekki eintómur aulagangur sem réði ferðinni.
Mynd
Virðist sæmilega balanseruð.
Mynd
Best að fara að ráðum Gauja og snúa hjólastellinu svo hún detti ekki á rassinn.
Mynd
Síðan skal flogið...............................................
Mynd
Mynd
Ætluðum að taka hana á loft með góðum krafti þar sem brautin var dál mjó.

En svo fór sem fór, vélin flaug til vinstri af óskiljanlegum ástæðum og lenti á nefinu. Áhorfendur töldu vélina afturþunga???? Spaðinn nýji brotnaði að sjálfsögðu. Aldrei þessu vant brotnaði aileronfesting sem ég ákvað að mixa með teypi á staðnum. Það dugði þó ekki til því þegar ég testaði þetta kom í ljós að tennur höfðu brotnað í servoinu og ég af fyrirhyggjusemisleysi hafði ekki tekið auka með.
Þá tekur maður bara upp Zagi sem Tumi hafði flogið á meðan og hann dugði vel eins og venjulega og flaug eins og engill um svæðið.
Eins kom Steinar Hugi og félagi á svæðið með freedominn sinn og flaug ljómandi vel.
Mynd
Mynd
Þetta er ekki ég sem flýg Freedominum heldur Steinar.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Við flugum meðan batteríin og líkamshitinn entist, ég með snilldarflugpokann svo ég gat flogið batteríið til enda án þess að missa neina fingur.
Kveðja
Gunni Binni.

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 10. Feb. 2009 01:07:39
eftir Sverrir
Já svo sannarlega frábær dagur. :)
Mynd

„Viðgerðin.“ ;)
Mynd

Re: Stórtíðindi!!!! ElCore!!!!!

Póstað: 14. Feb. 2009 18:50:00
eftir Gunni Binni
Er ekki búinn að gera neitt í Elcore dæminu þar sem vinnan þvælist stundum fyrir manni. Var að hugsa um að testa 2.4 Ghz móttakara ef ske kynni að þetta hafi verið rafmagnstruflun á móttakarann sem olli þessu hliðarspori síðast.
Verð sennilega að mixa þetta auga sem brotnaði í aileronservofestingunni.
Mynd
Mynd
Þetta er hálfgert drullumix en virðist virka. eins skifti ég um aileron-servoið sem missti nokkrar tennur í lendingunni.
Mynd
Síðan hefur veðrið ekki gert mann spenntan að testa mikið nýtt.
En tími ElCore mun koma......
kv
GBG