Ripmax Nova 40 trainer
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Hvaða skrúfur eru þetta? Hverju halda þær?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Mig langar til að spyrja ykkur spýtusérfræðingana í framhjáhlaupi hvort það sé eitthvað vit í því að skvetta lakki á svæðinu hjá eldsneytistankinu í svona trainer til þess að koma í veg fyrir að það verður gegnsósa af eldsneyti ef tankurinn lekur?
Ég spyr vegna þess að ég er að endursmíða eldvegg og botn eftir högg sem vélin fékk og það virðist hafa gefið auðveldlega eftir -sennilega þá af því að timbrið í kring var djúsað af eldsneyti.
Ég spyr vegna þess að ég er að endursmíða eldvegg og botn eftir högg sem vélin fékk og það virðist hafa gefið auðveldlega eftir -sennilega þá af því að timbrið í kring var djúsað af eldsneyti.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Ein aðferð er "lakka" þetta innan með epoxýi þynntu með spritti. Ekki nota hrað epoxý (5 mínútna).
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Ripmax Nova 40 trainer
En er ekki líka "leyfilegt" að nota tilbúið viðarlakk í dollu úr búð? -finnst svolítið langsótt að fara út í einhverja mixeringu í þetta
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Spurning bara hvort það þoli eldsneytið.
Epoxýið gerir það pottþétt. Pólýureþan lakk (td kjarnalakk) og epoxýlakk (tveggja þátta lökk) gera það örugglega en eru of þykk óblönduð og allt of mikið vesen að útvega í nógu litlu magni.
Mjög margar málningar og lakktegundir leysast fyrr eða seinna af þessari blöndu af nítrometani, tréspíra og olíu. Viðarvörn svo og þess háttar þolir það örugglega ekki.
Slatti af 30 mínútna epoxýlími, hæfilega þynnt með rauðspritti er fínt. Maður á hvort eð er að eiga 30 mínútna epoxý fyrir samsetningar á vængjum og þess háttar þar sem fimm mínútna epoxý ekki er hentugt.
Epoxýið gerir það pottþétt. Pólýureþan lakk (td kjarnalakk) og epoxýlakk (tveggja þátta lökk) gera það örugglega en eru of þykk óblönduð og allt of mikið vesen að útvega í nógu litlu magni.
Mjög margar málningar og lakktegundir leysast fyrr eða seinna af þessari blöndu af nítrometani, tréspíra og olíu. Viðarvörn svo og þess háttar þolir það örugglega ekki.
Slatti af 30 mínútna epoxýlími, hæfilega þynnt með rauðspritti er fínt. Maður á hvort eð er að eiga 30 mínútna epoxý fyrir samsetningar á vængjum og þess háttar þar sem fimm mínútna epoxý ekki er hentugt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Ég fer þá eftir ráðum þínum, takk fyrir það.
Á ég þá líka að nota 30mín epoxy á eldvegginn og botnin?
Á ég þá líka að nota 30mín epoxy á eldvegginn og botnin?
- Páll Ágúst
- Póstar: 646
- Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00
Re: Ripmax Nova 40 trainer
[quote=Gaui]Hvaða skrúfur eru þetta? Hverju halda þær?[/quote]
Þessar skrúfur sem ég ætla að nota eru úr járni og ég vona að þær haldi.
Þessar skrúfur sem ég ætla að nota eru úr járni og ég vona að þær haldi.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Ripmax Nova 40 trainer
Talandi um lím þá heimsótti ég Handverkshúsið (Bolholti 4) um daginn og sá að hann er með mikið úrval af alls konar lími, til dæmis mjög gott úrval af sýrulími.
Frábær búð sem maður getur alveg týnt sér í. Þessa búð rak áður Gylfi Sigurlinnason sálugi í Hafnarfirðinum, pabbi Þrastar sem flestir þekkja.
Frábær búð sem maður getur alveg týnt sér í. Þessa búð rak áður Gylfi Sigurlinnason sálugi í Hafnarfirðinum, pabbi Þrastar sem flestir þekkja.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Ripmax Nova 40 trainer
[quote=Aeroflot]Ég fer þá eftir ráðum þínum, takk fyrir það.
Á ég þá líka að nota 30mín epoxy á eldvegginn og botnin?[/quote]
Yfirleitt er eldvegurinn þegar lakkaður á ARF-módelum. Ef manni finnst maður þurfa að verja aðra fleti úr tré þá er þetta nothæf aðferð.
Á ég þá líka að nota 30mín epoxy á eldvegginn og botnin?[/quote]
Yfirleitt er eldvegurinn þegar lakkaður á ARF-módelum. Ef manni finnst maður þurfa að verja aðra fleti úr tré þá er þetta nothæf aðferð.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Ripmax Nova 40 trainer
nei ég meinti til þess að líma (nýja) eldvegginn og botnin á skrokkinn, þá að nota 30mín epoxy?