Síða 3 af 4

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 6. Sep. 2009 12:21:00
eftir Sverrir
Í síðustu viku var umslag sett í póst í Þýskalandi á mánudag, það kom inn um lúguna hjá mér á miðvikudag!

Það var hins vegar flugpóstur, bögglarnir virðast koma með sjópósti eins og Halli segir. 3-5 vikur er algengur biðtími

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 7. Sep. 2009 10:46:57
eftir Jónas J
Ætti að vera komið fyrir jól :) þetta er jólagjöfin í ár !!!

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 26. Okt. 2009 11:44:05
eftir Agust
Er nokkuð að frétta af þessum hermi?
Er einhver búinn að prófa hann?

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 26. Okt. 2009 16:46:37
eftir Valgeir
nei tölvann ræður ekki við hann :( :( :( :( :(

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 26. Okt. 2009 23:45:27
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Er nokkuð að frétta af þessum hermi?
Er einhver búinn að prófa hann?[/quote]
Ég pantaði hann fyrir löngu sbr.:
[quote=Gunni Binni]Ég pantaði þetta 21/8 og skal rapportera hvað það kostar þegar ég fæ hann. Þetta virtist bara vera hægt að panta COD og að sendikostnaður fyrir útlendinga bætist við, en ekki hve mikið.
Kveðja
Gunni Binni[/quote]
En þegar ekkert heyrðist mailaði ég ein tíu mail til fraulein Wetter þar til að lokum fékk ég nýjan reikning og ég sé að loksins er búið að taka út af kortinu mínu en simminn ekki kominn enn.
kveðja
Gunni Binni
Er svo sem ekki að farast úr simmaleysi og hef vissa vantrú á simmum sem eiga að virka á makka :)

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 27. Okt. 2009 22:40:37
eftir Björn G Leifsson
Kannski best að Halli og Sverrir sleppi því að lesa eftirfarandi: :D

[quote=Gunni Binni]og hef vissa vantrú á simmum sem eiga að virka á makka :)[/quote]
Nott tú vorrí félagi GB. Þetta (Easyfly) er smá-útgáfan af alvöru simmanum (Aerofly). Þeir eru ekki að hafa fyrir því að útbúa þetta fyrir Mac því þeir vita að það eru bara alvöru notendur á þeim markaði.

Nýja útgáfan af fullorðins-simmanum (Aerofly) verður að sjálfsögðu fáanleg í viðhafnarútgáfu fyrir Mac, rétt eins og sú eldri.

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 27. Okt. 2009 23:24:28
eftir Sverrir
Pifff, aldrei má maður ekki neitt. :P

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 6. Des. 2009 22:21:18
eftir Valgeir
simmin var að berast í hús og virkar eins og engill :)

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 7. Des. 2009 08:23:45
eftir Agust
Valgeir: Láttu okkur heyra meira...

Re: Ódýr flughermir

Póstað: 7. Des. 2009 15:05:41
eftir Valgeir
í stuttu máli er þetta mjög skemtilegur hermir það er reindar pínu mál að koma öllum stöðvunum á fjarstýringuni til að virka rétt. en það er ekkert mál að setja hann upp í tölvuna. ég veit ekki hve raunverulegur hann er þar sem ég hef ekki flogið í alvöru. en ef maður hugsar um skemtun þá fær hann 10 :)

(núna skilur maður afhverju það er gott að kaupa svona, allavega peningalega séð :P )