Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 521
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstur eftir Eysteinn »

Framkvæmdir í okkar nágrenni:

Hluti af Hamraneslínum verða komnar í jörð fyrir lok ársins (2024).

Hamraneslínur eru 220 kV háspennulínur sem liggja á milli tengivirkja Landsnets í Hamranesi og á Geithálsi.
Vegna skipulags á nýrri byggð við Ásvallabraut þarf að færa línurnar í jörð á kafla næst Hamranesi.
Tveir jarðstrengir verða lagðir á um 4 km leið, frá tengivirkinu í Hamranesi og til austurs með Hvaleyrarvatnsvegi á stuttum kafla og eftir núverandi línuslóðum um Bleiksteinsháls og Vatnshlíð ofan Hvaleyrarvatns og endar í nýju strengendavirki sem reist verður vestan Kaldárselsvegar.

Strengirnir koma í stað núverandi loftlínu sem liggur með Ásvallabraut og verður hún fjarlægð í verklok.

Mynd
Bláa línan sýnir legu jarðstrengjanna.

Mynd
Bláu punktalínurnar sýna legu jarðstrengjanna. Rauðu samsíða punktalínurnar sýna núverandi legu Hamraneslína 1 og 2. Einnig má sjá Hroðaholtslínu sem þegar hefur veri sett í jörðu og er sýnd rauð. Mynd: Efla/Landsnet.

Verklok eru áætluð 15. nóvember 2024 og yfirborðsfrágangi verður lokið vorið 2025. Verktaki er D. Ing og eftirlitsaðili er Verkís.
Viðhengi
HAM1.jpg
HAM1.jpg (294.12 KiB) Skoðað 171 sinni
HAM2.jpg
HAM2.jpg (447.37 KiB) Skoðað 171 sinni
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstur eftir Sverrir »

Þeir eru búnir að vera upp á hálsi í rúma viku að róta til. Smá plús að við getum keyrt upp í hangið á meðan þeir loka ekki veginum utan vinnutíma. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara