Ercoupe TF-EHA

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Einfaldara og mikið minna. Vænghafið er 2,03 metrar (80 tommur) og bara einn vængur. Smíðin gengur mikið hraðar en ég gerði ráð fyrir.

Ég ætla að reyna að búa til flott flugklefa, sæti, mælaborð og svo framvegis og setja öll hnoð og plötubrúnir utaná: dáltið mikið skala, svona!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Guðjón »

ÚÚú.... Þetta verður ekta.
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Servóbakkinn er órjúfanlegur hluti af byggingu skrokksins, ekki seinni tíma viðbót eins og oft vill verða. Þess vegna þarf að setja hann saman og líma hann í núna. Því miður hef ég ekki ennþá servóin sem ég ætla að nota, svo þau verða að koma í seinna..

Mynd

Sípan límdi ég á afganginn af langböndunum á skrokknum:


Mynd

Nú hoppaði ég dálítið áfram í leiðbeiningunum og byrjaði á stélfletinum. Hann er smíðaður á teikningunni og byrjað á því að nota rif 1, 4 og 6 ásamt frambrún og afturbrún til að fá rétta lögun:


Mynd

Síðan setur maður hin rifin, efri bitana og krossviðarmiðju fyrir stýribúnaðinn fyrir hliðarstýrin:

Mynd

Þegar þetta hafði fengið heila nótt til að harðna tók ég grindina upp af teikningunni og límdi á neðri bitana og meiri krossviðarbúta í miðjuna:

Mynd

Nú stendur í leiðbeiningunum að maður skuli líma 1,5mm balsaklæðningu á neðra borð stélsins, hvað ég og gerði, en uppgötvaði síðan að ég hefði átt að lesa áfram. Ég bjó bara til eitt skinn úr balsa sem ég síðan límdi á., en samkvæmt leiðbeiningunum hefði ég átt að setja einn bút frá afturbrún að bita með trefjar samsíða afturbrún og síðan tvo aðra með trefjarnar samsíða frambrúninni frá bita að frambrún. Ég lofa að gera það fyrir efri borðið.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Árni H »

Sch***** - maður skyldi ætla að þú stefndir á testflug um helgina miðað við þennan hraða ;)
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Messarinn »

Ég er búinn að missa töluna á öllum þessum fjölda flugvéla sem renna út á færibandinu hjá þér Gaui.
sukket
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Ég límdi saman hæðarstýrið á 1,5mm balsa skinnið eins og sýnt er á teikningunni.

Mynd

Þá fór ég að hugsa um lamirnar og ákvað að það væri sniðug hugmynd að gera raufar fyrir þær áður en efra skinnið er límt á:

Mynd

Hliðarstýrin eiga að vera úr 6mm balsa, en mig langaði til að fá sauminn sem er svo áberandi aftan á þeim að ég límdi þau saman út 0,8mm krossviði og 3mm balsa. Svo langaði mig til að lamirnar væru á réttum stöðum og eins og á fyrirmyndinni, svo ég skar sæti fyrir þær í stýrin. Þegar ég set þær í, þá lími ég þær niður og set fylliefni yfir þær áður en ég set glerfíber á.

Mynd

Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Guðjón »

vá það standa eldtungurnar út úr ermunum þínum (you're on fire)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Jónas J »

Aðeins of mikið koffín kannski :) ? Nei nei en það vantar ekki kraftinn í kallinn !!!
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Messarinn »

Of mikil ostur kannski?? hehe
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Guðjón »

Er allt kaffið búið þarna fyrir norðan
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara