Síða 3 af 5

Re: Twinstar

Póstað: 7. Mar. 2006 11:37:20
eftir maggikri
Árni Brynjólfsson á Twinstar sem hann er búinn að eiga í mörg á og er löngu tilbúinn til flugs. Hann er með tvo OS-40 FX mótora í sinni. Ég held að hann sé ekki búinn að fljúga henni. Það eru orðin ansi mörg ár síðan hann keypti gripinn.

Re: Twinstar

Póstað: 7. Mar. 2006 12:18:43
eftir Sverrir
Var óflogin síðast þegar ég vissi.

Re: Twinstar

Póstað: 10. Mar. 2006 14:40:09
eftir ErlingJ
Sverrir Hvar Keyptir Þú Gripinn Og Hvað Kostaði Hann Án Mótora (bara Vélin)
Kveðja
Erling

Re: Twinstar

Póstað: 10. Mar. 2006 17:26:30
eftir Sverrir
Ég, Þórir og fleiri góðir menn á suðurhluta landsins tókum inn nokkrar vélar frá Towerhobbies.
Þegar allt var reiknað þá var Twinstarinn á tæpar 14.000 hingað heim.

Hún er á ca. 17.500 ef hún er tekin ein og sér í gegnum ShopUSA eða ca. 20.500 ef þú lætur senda hana hingað heim með UPS.

Re: Twinstar

Póstað: 12. Mar. 2006 20:43:00
eftir Þórir T
Það er einmitt smá "afgangur" úr þessari sendingu.. RV4 smíðakit frá Greatplanes.. 1 stk Til sölu sem sagt

http://www.greatplanes.com/airplanes/gpma0180.html

mbk
Tóti

Re: Twinstar

Póstað: 12. Mar. 2006 21:05:15
eftir Björn G Leifsson
Úps... var næstum búinn að skrifa að ég tæki þessa. Þá mundi ég hvað ég á þegar mikið óbrotið :D

Hvernig kemur ShopUSA út í svona innflutningi? notuðuð þið þá í þessum magninnkaupum eða fenguð þið þetta beint frá TH?

Þegar ég leit á dæmið fyrir allnokkru gat ég ekki séð að það borgaði sig að nota shopusa ef hægt var að fá sent beint.

Re: Twinstar

Póstað: 12. Mar. 2006 21:28:48
eftir Sverrir
Það stemmir nokkurn veginn :) Hins vegar eru nokkrar undantekningar ;)

Ef þú værir bara að taka eitt kit þá myndi yfirleitt borga sig að nota ShopUSA því að UPS sendingarkostnaður
er oftast ekki undir $100 per kit hingað heim vs. $7.99 innan USA til ShopUSA og þar sem sendingarkostnaður
reiknast inn í FOB verð þá kemur ShopUSA betur út.

Ef þetta væri hins vegar e-ð smádót sem hægt væri að fá í flugpósti þá borgar sig ekki að nota ShopUSA.

Þannig að ef versluð eru 4-5 kit á sama tíma þá er orðið hagstæðara að taka þau heim með UPS því
sendingarkostnaðurinn deilist á nokkra aðila.

Annars veistu að við eigum aldrei nóg af óbrotnum módelum :D

Re: Twinstar

Póstað: 19. Mar. 2006 17:57:35
eftir Þórir T
jæja, búinn að setja í gang og því líkt flott hljóð! á enn eftir að tilkeyra betur og er í þessum töluðu orðum að stilla færslur og þh...

mbk
Tóti

Re: Twinstar

Póstað: 19. Mar. 2006 18:36:20
eftir Sverrir
Til hamingju :D

Re: Twinstar

Póstað: 20. Mar. 2006 23:33:31
eftir maggikri
Þórir, hvenær er testflug áætlað á Twinstar