Síða 3 af 3
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 26. Apr. 2011 00:32:20
eftir Ólafur
Þá er þessi komin á smiðaborðið þó svo smiðin sé engin þá þarf að koma fyrir ýmsum tækjum.
Spinnerin komin á sinn stað
Mótorinn lika. Þurfti samt að búa til nýja mótorfestingu
Styttist i þessa
Kv
Lalli
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 13:48:04
eftir Ólafur
Tilbúin nema að einu leyti ég kem hreinlega ekki járnsivalingnum inn i vængina. Það verða allt of mikil átök svo ég er hræddur um að skemma vængin. Búin að bera vaselin á og allt en ekkert gengur. Hvað er til ráða? Reka 6mm bor inn i rörið sem gengur inn i vængin? Sýnist það eina leiðin.
Kv
Lalli
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 14:19:15
eftir Sverrir
Geturðu pússað rörið í vængnum? Er einhver möguleiki á að það myndist loftlás í vængnum?
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 14:28:34
eftir Agust
Ég notaði um daginn fyrst bílabón og síðan talkúm. Hjálpaði mjög mikið. Hugsanlega er talkúmið nægjanlegt. Rafvirkjar nota stundum talkúm þegar verið er að draga strengi eða víra í rör.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=403&p=2
Talkúmið fékk ég í apótekinu sem er við hliðina á Rúmfatalagernum á Smáratorgi. Það er geymt í hillu fyrir innan afgreiðsluborðið. Þetta er án ilmefna.
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 16:51:45
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Ég notaði um daginn fyrst bílabón og síðan talkúm. Hjálpaði mjög mikið. Hugsanlega er talkúmið nægjanlegt. Rafvirkjar nota stundum talkúm þegar verið er að draga strengi eða víra í rör.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=403&p=2
Talkúmið fékk ég í apótekinu sem er við hliðina á Rúmfatalagernum á Smáratorgi. Það er geymt í hillu fyrir innan afgreiðsluborðið. Þetta er án ilmefna.[/quote]
Er ekki allt í lagi að hafa vellyktandi flugvélar?
kv.
GBG
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 18:29:35
eftir Ólafur
Takk fyrir svörin strákar
. Þetta var svo þröngt að ég kom ekki járnstöngini i gegnum skrokkin einusinni.
Fór i Bykó og keypti 24 cm langan 6mm trébor og boraði hreinlega fiberrörið út og við það vikkaði það aðeins en ég veit að járnrörið fer aldrei úr hægra vængnum aftur þvi ég hreinlega lamdi það inn. Boraði vinstri vængin aðeins betur og gekk sivalingurin betur inn þar en þó þurfti tvo til að koma henni saman uff.
Hérna er hún samansett og biður veðurs til að láta testa sig.
Kv
Lalli
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 27. Apr. 2011 21:10:36
eftir Jónas J
Glæsileg vél hjá þér, vonandi flýgur hún jafn vel og hún lítur út
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 28. Apr. 2011 08:17:32
eftir Ólafur
Nákvæmlega Jónas
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 4. Maí. 2011 22:16:48
eftir Ólafur
Þessi flaug eins og engill.
Þýð og góð og svaraði vel.
Eigandin tók ákvörðun um að setja flapelrónurnar á undan vindi i litilli hæð á litlum hraða. Það þarf svo sem ekki að fjölyrða um hvernig sú ákvörðun endaði. Hún er núna uppá smiðaborði.
Það sem fór i þessu var að bæði vængtippin fóru af,það kom sprúnga i skrokkin á samskeyti og annað vængservóið eyðilagist annað laskaðist ekki sem betur fer og er viðgerð langt komin.
Skemdirnar
Hún verður komin i loftið vonandi fljótlega aftur
Re: DG-1000 frá HK
Póstað: 19. Júl. 2011 14:52:36
eftir Ólafur
Þá er þessi komin i gagnið aftur og verður á Arnarvellinum i kvöld
Engar flapailrónur verða i boði i kvöld
Kv
Lalli